Morgunblaðið - 28.10.2011, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 28.10.2011, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 2011 Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is Jura kaffivélar Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Marta María Jónasdóttir fréttastjóri dægurmála martamaria@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Egill Ólafsson egol@mbl.is „Þetta hefur gengið vel. Aðstæður í Landeyjahöfn eru nokkuð góðar núna. Þar er ágætt dýpi og það er verið að dýpka,“ segir Ívar Gunn- laugsson, skipstjóri á Herjólfi, en siglingar Herjólfs í höfnina hafa gengið vel alla þessa viku. Dýpkunar- skipin Skandia og Perla hafa bæði verið að dýpka höfnina síðustu daga. Herjólfur byrjaði að sigla í Land- eyjahöfn á ný á laugardaginn. Dag- ana áður hafði Skandia unnið að dýpkun hafnarinnar. Perlan var til aðstoðar í nokkra daga, en hætti dýpkun á miðvikudaginn. Ívar segir að gott dýpi sé nú við höfnina en Skandia ætli að halda áfram að breikka rennuna meðan veður leyfi. Hann segir að Skandia muni verða til taks í vetur og dýpka eftir þörfum. Þegar Ívar er spurður hvort hann sé bjartsýnn á að hægt verði að nota höfnina í vetur segir hann að það fari eftir veðri. Erfitt sé að sigla inn í höfnina í vondum veðrum þegar öldu- hæð sé mikil. Veðurspáin næstu daga er góð og því eru ekki horfur á að truflanir verði á siglingum í Landeyjahöfn al- veg á næstunni. Sæferðir og Eimskip eru þessa dagana að skila inn tillögum til Vega- gerðarinnar um hvernig félögin sjái fyrir sér að hægt verði að leysa ferju- mál Eyjamanna næstu árin. Vega- gerðin hefur síðustu vikur kannað hvort hægt sé að fá ferju leigða eða keypta erlendis frá sem leysi Herjólf af hólmi. Kristín Sigurbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Vegagerðinni, segir að þessi leit hafi ekki skilað ár- angri. Það sé hægt að fá svokallaðar C-ferjur, en engin B-ferja hafi fund- ist. Hafsvæðið við suðurströndina er skilgreint sem B-svæði, sem þýðir að ferjur sem þar sigla verða að uppfylla strangari kröfur. Tvö skip dýpka höfnina  Siglingar Herjólfs í Landeyjahöfn hafa gengið vel í vikunni  Gott dýpi er við höfnina núna og veður hefur verið ágætt Ívar Gunnlaugsson Íslenska ríkið hef- ur stefnt Starfs- mannafélagi Sin- fóníuhljómsveitar Íslands vegna ágreinings varð- andi formsatriði um verkfalls- boðun. En heimildarmenn segja að mikill þrýstingur sé á deiluaðila að semja sem fyrst svo að ekki þurfi að aflýsa miklum tónleikum næstkomandi fimmtudag þar sem Rumon Gamba heldur um stjórnvölinn. Flutt verður verkið Plán- eturnar eftir Gustav Holst, einleikari er Denis Matsuev. Málið gegn Starfsmannafélaginu var þingfest í Félagsdómi á miðvikudag og má reikna með úrskurði í næstu viku. Ríkið álítur að ekki hafi verið lögmætt að samþykkja nema eina verkfalls- boðun í senn, ekki nokkra fimmtudaga fram í tímann. Ríkið vill sjálfstæða at- kvæðagreiðslu um hvert verkfall en verkfallsboðun var samþykkt með yfir 96% greiddra atkvæða. Tónleikarnir á fimmtudag eru mikill viðburður og ljóst að afar vandræðalegt væri að þurfa að afboða þá. Fundur verður í deilunni fyrir há- degi í dag. Magnús Pétursson ríkis- sáttasemjari segir að málið sé enn á sínu borði, embættið taki enga afstöðu til lögmætis verkfallanna. kjon@mbl.is Sinfóníu- deila veld- ur vanda  Stórtónleikar með Gamba á fimmtudag Þrír Litháar voru handteknir í sum- arbústað í Árnessýslu í fyrrinótt grun- aðir um ólöglega vörslu og meðferð mikils magns kókaíns. Fjórði mað- urinn var síðan handtekinn á höfuð- borgarsvæðinu í tengslum við málið. Lögð var fram krafa um gæslu- varðhald í fjórar vikur yfir Litháunum þremur og um tíu daga gæsluvarðhald yfir fjórða manninum. Héraðsdómur Suðurlands tók sér í gærkvöldi frest fram til morguns til að úrskurða um gæsluvarðhaldskröfuna. Lögreglan á Selfossi naut aðstoðar ríkislögreglustjóra við málið. Með mikið magn kókaíns  Gæsluvarðhald ákvarðað í dag Haldin var fjáröflunarsamkoma með matarveislu og tónlist í Turninum við Smáratorg í Kópavogi í gær til styrktar Guðmundi Felix Grétarssyni sem missti báða handleggina í slysi árið 1998. Boðin voru upp nokkur listaverk og ljóst á svipbrigðunum að áhuginn var mikill. Guðmundur safnar nú fé á heimasíðu sinni, hendur.is, til að geta farið í handaágræðslu í Lyon í Frakklandi. Tekjurnar af miðasölunni í gær runnu allar í sjóð Guðmundar. Uppboð til styrktar Guðmundi Felix Morgunblaðið/Golli Þyrluskortur gagnrýndur  Árni Bjarnason segir að lífi sjómanna verði teflt í tvísýnu í vetur  Innanríkisráðherra segir að málið verði rætt á ríkisstjórnarfundi í dag Helgi Bjarnason Kristján Jónsson „Því miður sýnist mér að það eigi að tefla lífi og limum íslenskra sjómanna í tvísýnu. Menn verða þá að fara út á sjó með það í huga að þeir verði held- ur betur að passa sig. Enginn kemur þeim til bjargar, ef sú staða kemur upp að þeir þurfa að fá hjálp með þyrlu,“ segir Árni Bjarnason, formað- ur Félags skipstjórnarmanna, um stöðuna í þyrlumálum Landhelgis- gæslunnar. Önnur björgunarþyrla Landhelgis- gæslunnar, TF-Líf, fer í mikla við- gerð um áramót og ekki hefur tekist að fá nýja þyrlu til að leysa hana af hólmi þá þrjá mánuði sem viðgerðin tekur. Það dregur mjög úr björgunar- getu Gæslunnar því þær vinnureglur eru viðhafðar að ekki er farið til björgunar meira en 20 sjómílur á haf út nema önnur þyrla sé til taks. Að- eins önnur björgunarþyrlan var til taks um tíma í sumar og þá urðu erf- iðleikar við björgunaraðgerðir í Kverkfjöllum. „Það er skelfilegt að horfa fram á það að vetur er að ganga í garð með sínum fylgikvillum og engrar björg- unar að vænta ef menn lenda í sjáv- arháska utan við 20 sjómílur frá landi. Það er óásættanleg staða,“ segir Árni. „Hvað sem allri kreppu líður, þá verð- ur það okkur til ævarandi skammar ef þetta fer á versta veg. Það er víða að- hald í þjóðfélaginu en ég hefði talið að þetta væri innan ramma en ekki utan, og myndi falla undir grunnþjónustu sem verður að veita.“ Ögmundur Jónasson innanríkis- ráðherra segir að Landhelgisgæslan hafi ekki setið aðgerðalaus heldur kannað allar leiðir í málinu. „Við höf- um ekki viljað semja vegna þess að okkur hafa ekki borist nægilega góð leigutilboð. En við erum vongóð um að þetta muni núna ganga eftir og tímamörkin eru áramót þegar Líf fer í klössun.“ Árni Bjarnason Ögmundur Jónasson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.