Morgunblaðið - 28.10.2011, Síða 4

Morgunblaðið - 28.10.2011, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 2011 Áunnin lífeyrisréttindi jafnt sem lífeyrisgreiðslur sjóðs- félaga í Almenna lífeyrissjóðnum munu frá og með 1. nóv- ember næstkomandi minnka um 2,5%. Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningu sem sjóðurinn birti í gær á heimasíðu sinni. Á ársfundi sjóðsins í apríl síðastliðnum var samþykkt að láta framkvæma tryggingafræðilega athugun miðað við 30. september sl. og minnka lífeyrisréttindi um 2,5% frá og með 1. nóvember nk. ef áunnin skuldbinding sjóðs- ins reyndist vera 7,5% meiri en eignir. Athugunin leiddi það í ljós að áunnin skuldbinding sjóðsins er komin yfir þessi mörk og því minnka lífeyrisréttindin eins og áður segir um næstu mánaðamót. Eftir minnkunina verða heildarskuldbindingar 4,8% umfram heildareignir og áunnar skuldbindingar 10,7% umfram eignir. Trygginga- fræðileg staða sjóðsins verður þá innan löglegra marka. skulih@mbl.is Lífeyrisgreiðslur og áunnin réttindi skerðast um 2,5%  Mikil verðbólga og óhag- stæð þróun erlendra eigna Þriðji kjara- samningurinn milli flugfreyja og Icelandair var samþykktur nú í vikunni þegar hann var borinn undir atkvæði hjá Flugfreyju- félagi Íslands. Að sögn Sigrúnar Jónsdóttur, for- manns Flugfreyjufélags Íslands, var hann samþykktur með 24 at- kvæða meirihluta. Flugfreyjur höfðu áður í tvígang hafnað kjara- samningi félagsins við Samtök at- vinnulífsins fyrir hönd Icelandair. Þegar kosið var um annan samn- inginn munaði þó aðeins átta at- kvæðum. Skrifað var undir þriðja samning- inn á fimmtudaginn í síðustu viku. Þar með var áætluðu verkfalli flug- freyja Icelandair afstýrt, en það hefði annars hafist nú á mánudag. Á miðvikudagskvöld undirrituðu svo Flugvirkjafélag Íslands og SA fyrir hönd Atlanta nýjan kjara- samning. Fyrri samningur var felldur í atkvæðagreiðslu hjá flug- virkjum. Nýi samningurinn gildir til 1. febrúar árið 2014. Flug- freyjur samþykktu  24 atkvæði fram yfir Hæstiréttur hefur sýknað karlmann sem var ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. Skaðabóta- kröfu á hendur manninum var vísað frá dómi. Dómurinn telur ósannað að maðurinn hafi framið brotið. Hæsti- réttur staðfesti þar með dóm Héraðs- dóms Reykjavíkur. Maðurinn var sakaður um að hafa ráðist á annan mann í félagi við óþekktan aðila, slegið ítrekuðum hnefahöggum í andlit mannsins, velt borði yfir hann þar sem hann lá og sparkað í höfuð hans. Héraðsdómur taldi ýmsa annmarka hafa verið á lögreglurannsókn málsins og að rannsóknaraðferðir sem beitt hafði verið hefðu ekki verið í samræmi við reglur sem gilda um sakbendingu. Þóttu þessi atriði þó ekki eiga að valda frávísun málsins heldur koma til skoð- unar við mat á því hvort ákæruvaldinu hefði tekist að sýna fram á sekt ákærða. Taldi héraðsdómur að ekki yrði ráðið með vissu af myndbands- upptöku úr öryggismyndavélum, að ákærði hefði verið sá maður sem réðst að manninn í umrætt sinn og fram- burður vitna í málinu leiddi heldur ekki til þeirrar niðurstöðu. Sýknaður af líkamsárás Þessi vaski verkamaður hjá fyrirtækinu Garðmönnum mundaði hjólsög af fagmennsku í Tjarnargötu í gær en á stuttum kafla við Ráðhúsið fara fram framkvæmdir á gangstétt. Gular línur vísuðu beittri söginni leið og að sög- uninni lokinni stóð til að helluleggja. Það viðraði vel til framkvæmda í gær en veður var milt og stillt. Í dag er hins vegar gert ráð fyrir rigningu en spáð er logni og fimm stiga hita. Hamast með hjólsög á stéttinni Morgunblaðið/Kristinn Að sögn Gunnars er rekstrar- umhverfi lífeyrissjóða krefjandi um þessar mundir, ekki síst vegna gild- andi gjaldeyrishafta. „Það er hugsanlegt að við séum að fara inn í tímabil þar sem ávöxtun lífeyrissjóða gæti orðið lág í nokkur ár vegna lækkandi vaxta og tak- markaðra fjárfestingarkosta … Slíkt umhverfi hefur áhrif á afkomu líf- eyrissjóðanna og getu þeirra til að greiða lífeyri,“ segir Gunnar. Framtíðin ekki björt SEGIR GJALDEYRISHÖFTIN DRAGA ÚR FJÁRFESTINGARTÆKIFÆRUM SJÓÐSINS Gunnar Baldvinsson Einstakt uppflettirit um lækningajurtir á Íslandi Ný bók eftir Önnu Rósu grasalækni Glæsil egar ljósmy ndir ~ notkun jurta ~ rannsóknir ~ aldagömul þekking Ísland er í hópi þeirra landa þar sem er mestur jöfnuður til náms. Þetta kemur fram í tölum frá OECD. Töl- urnar sýna að mikill munur er á milli landa innan OECD þegar kemur að fátækt og jafnrétti til náms. Banda- ríkin, Þýskaland og Bretland eru í 20.-22. sæti en könnunin náði til 31 lands. Almennt er niðurstaðan sú að lönd Norður-Evrópu standa sig best í því að tryggja öllum þegnum sínum jöfn tækifæri. Fjöldi ríkja stendur sig hinsvegar miður vel og fá Bandarík- in, Grikkland, Síle, Mexíkó og Tyrk- land lægstu einkunn í nýrri rannsókn Bertelsman Stiftung- stofnunarinnar í Þýskalandi. Stofn- unin kannaði stefnu OECD-land- anna varðandi jöfn tækifæri á vinnumarkaði og í heilbrigðis- og menntakerfinu og aðgerðir þeirra til að draga úr fátækt. OECD birtir m.a. tölur um hversu hátt hlutfall barna býr við fátækt. Norðurlöndin koma þar best úr og lægst er hlutfallið í Danmörku 2,7%. Hlutfallið er í kringum 4% í Svíþjóð, Noregi og Finnlandi, en er 8,3% á Ís- landi. Þetta hlutfall er 10,1% í Bret- landi, 19,9% í Þýskalandi og 20,6% í Bandaríkjunum. Mismikill jöfnuður  8,3% barna á Íslandi búa við fátækt, en 2,7% í Danmörku  Tölurnar fyrir Bandaríkin og Þýskaland ekki jákvæðar Standa sig illa » Þau lönd sem standa verst að þessu leyti eru samkvæmt rannsókninni Írland, Ísland, Ítalía, Grikkland og Japan. » Ísland, Finnland, Svíþjóð og Danmörk eru þau lönd sem standa sig best. » 12,3% barna í OECD-löndum búa við fátækt. Hæst er hlut- fallið í Tyrklandi. Nokkrir jarðskjálftar urðu í Mýr- dalsjökli í gær. Frá klukkan 15 mældust sex skjálftar í Kötlu stærri en 2 á Richter. Þeir hörð- ustu voru af stærðinni 3,2 og áttu sér stað með aðeins einnar sek- úndu millibili, sá fyrri 7 km norður af Hábungu en sá síðari 5,7 km norður af Goðabungu. Að sögn jarðskjálftafræðings hjá Veðurstofu Íslands er skjálfta- virknin í Mýrdalsjökli nú svipuð því sem verið hefur að undanförnu. Menn hafi því ekki meiri áhyggjur af þessum jarðhræringum en vana- lega. Smáskjálftar hafa mælst reglu- lega í Mýrdalsjökli síðan í sumar. Mýrdalsjök- ull nötrar  Tveir mældust 3,2

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.