Morgunblaðið - 28.10.2011, Síða 12

Morgunblaðið - 28.10.2011, Síða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 2011 SVIÐSLJÓS Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is „Þetta er allt annað skip en ég byrj- aði á hjá Gæslunni fyrir rúmlega 60 árum, það eru um 4.000 tonn á milli,“ segir Sigurður Árnason, fyrr- verandi skipherra hjá Landhelgis- gæslu Íslands, um stærðarmuninn á Víkingi, fyrsta skipinu sem hann vann á fyrir Landhelgisgæsluna 1948, og varðskipinu Þór sem kom í fyrsta sinn til Reykjavíkur í gær. Landhelgisgæslan bauð fyrrver- andi skipherrum sérstaklega að skoða skipið eftir komu þess til Reykjavíkur í gær. Sigurður Árna- son starfaði á öllum skipum Gæsl- unnar, loftförum og í stjórnstöð frá 1948 til 1992 og þar af sem fastráð- inn skipherra 1959 til 1992. „Þegar ég kem um borð í þetta skip dettur mér fyrst í hug varðskipið Óðinn sem síðar varð Gautur, fyrsta varð- skipið sem ég var á, en það var um 86 tonn og smíðað á Akureyri. Það, eins og önnur skip Gæslunnar, var afburðaskip og ég lenti með af- burðaskipsmönnum í gegnum tíð- ina, sem bjargaði málunum, en við hefðum ekki ráðið við flotann eins og hann er núna. Það gerir þetta skip, en ég kem eins og villuráfandi sauður um borð. Þetta er það stórt og mikið að það tekur sólarhring að átta sig á farartækinu. Við kæmum Maríu Júlíu fyrir hérna á aft- urdekkinu.“ Þór er 4.049 brúttótonn og gang- hraðinn 18 hnútar. Sigurður var síð- ast á Tý og segir ólíku saman að jafna. Hann bendir líka á að nú fari gæslan öll fram á djúpmiðum og miklu betur fari um mannskapinn í Þór en á gömlu skipunum. Sumarið 1948 leigði Gæslan rek- netabátinn Víking, sem var 37 tonn og gerður út frá Keflavík. Sigurður fylgdi með sem fyrsti mótorvélstjóri og eftir það varð ekki aftur snúið. „Það er himinn og haf á milli þess- ara skipa,“ segir hann. Betra en systurskipið Halldór Nellett, skipherra og framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar, hefur fylgst með gangi mála frá byrjun. Hann bendir á að þrír skipstjórnarmenn, hann, Sigurður Steinar Ketilsson og Einar Valsson, hafi kynnt sér norska varðskipið Harstad, systur- skip Þórs, í október 2006, rætt við nánast alla um borð um það sem betur mætti fara og farið að flestum ábendingum þeirra. „Við gerðum gott skip ennþá betra,“ segir hann. „Þetta er geysilega mikið skip, allt sem ég hef séð er stórbrotið og ég hefði vel þegið að vera aðeins yngri,“ segir Höskuldur Skarphéð- insson, fyrrverandi skipherra, sem byrjaði 1958 hjá Gæslunni. „Það er stórkostlegt að fá þetta skip í hend- urnar og án þess að öfunda þá er ég ánægður fyrir þeirra hönd.“ Morgunblaðið/Ómar Við Miðbakka Nýja varðskipið Þór kom í fyrsta sinn til Reykjavíkur í blíðunni gær og beið margmenni komu skipsins á hafnarbakkanum auk þess sem margir fylgdust með því í nágrenninu. Ólýsanleg breyting á 60 árum  Skipherrar Landhelgisgæslunnar hrósa varðskipinu Þór í hástert og segja ólíku saman að jafna  Sigurður Árnason byrjaði á 37 tonna skipi hjá Gæslunni en nýja skipið er 4.049 brúttótonn Brú Halldór B. Nellett og Höskuldur Skarphéðinsson.Gamlir skipsfélagar Haukur Jónsson bryti heilsar Sigurði Árnasyni um borð í Þór. Margt var um manninn á Miðbakka þegar varðskipið Þór lagðist að bryggju. Allir biðu með mikilli eft- irvæntingu eftir skipinu en sumir meira en aðrir. Þar voru fjölskyldur áhafnarinnar fremstar í flokki. „Þetta er ágætis afmælisgjöf,“ sagði Páll Geirdal Elvarsson, yfir- stýrimaður á Þór. Hann átti 25 ára starfsafmæli hjá Landhelgisgæslu Íslands 24. október og fagnaði því með sínum við komuna, en Kolbrún Rut Pálmadóttir, eiginkona hans, og börn þeirra, Ísa- bella Dís Geirdal Pálsdóttir 4 ára og Pálmi Geirdal Páls- son 8 ára, færðu honum blóm í tilefni dagsins. Páll var að heiman í um 8 vikur. Það er lengsta fjar- vera frá fjölskyldunni síðan börnin fæddust. „Það er gott að hitta pabba aftur, eitt stórt plús,“ sagði Pálmi. „Það er bara yndislegt, alveg æði enda hefur þetta verið langur tími,“ bætti Kolbrún við og Páll tók í sama streng, en Ísa- bella Dís hélt sig til hlés. Páll var á Tý og segir mun- inn á skipunum ótrúlega mik- inn. „Þetta er krefjandi verk- efni,“ segir hann um breytta stöðu og bætir við að það taki tíma að venjast nýjum tækjum og tileinka sér alla tæknina. „Það er eiginlega ekki hægt að líkja skipunum saman.“ Fagnaði 25 ára starfsafmæli við komuna FJÖLSKYLDUR SAMEINUÐUST VIÐ MIÐBAKKA EFTIR LANGAN AÐSKILNAÐ

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.