Morgunblaðið - 28.10.2011, Síða 16

Morgunblaðið - 28.10.2011, Síða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 2011 BAKSVIÐ Sigrún Rósa Björnsdóttir sigrunrosa@mbl.is Eitt stærsta verkefnið framundan er að græða sárin sem opnuðust þegar íslenska efnahagskerfið hrundi, sagði Jóhanna Sigurðardóttir for- sætisráðherra í gær er hún setti ráð- stefnu stjórnvalda og Alþjóðagjald- eyrissjóðsins í Hörpu en á ráðstefnunni var fjallað um hvaða lærdóm megi draga af efnahags- kreppunni og verkefnin framundan. Einnig þurfi að ljúka sakamálarann- sókninni, sem staðið hefur yfir á gerðum óábyrgra fjármálamanna, endurvekja traust í samfélaginu og endurheimta þá þjóðarsamstöðu sem fjaraði undan í hruninu. Skiptar skoðanir um evruna Endurreisn bankanna, skulda- staða Íslands, fjárfestingar og gjald- eyrishöft voru efst í huga þeirra er til máls tóku á ráðstefnunni. Nóbelsverðlaunahafinn og hagfræðiprófessorinn Paul Krug- man og Willem Buiter, aðalhagfræð- ingur hjá Citibank, voru á öndverð- um meiði þegar kom að evrunni. Krugman sá ekki hag í upptöku evru fyrir Íslendinga en Buiter hvatti til upptöku hennar á meðan á Martin Wolf, aðalhagfræðingur breska blaðsins Financial Times, hvatti hins vegar Íslendinga til að hugsa málið vel áður. Ræðumenn voru ekki sammála þegar litið var yfir farinn veg og rætt var um gjaldeyrishöftin. Höft vantraust á krónuna Jón Daníelsson, prófessor í fjár- málum við London School of Econo- mics, taldi að setning gjaldeyrishafta hefði verið mistök og framkvæmdin í stíl við sjötta áratug síðustu aldar. Nær hefði verið að skattleggja þá sem leysa út bréf sín úr landi og fleyta krónunni. Með höftunum vær- um við að segja öðrum þjóðum að ástandið væri okkur ofviða. Vilhjálmur Egilsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka atvinnulífs- ins, var einnig á því að gjaldeyris- höftin hefðu verið dýr mistök sem fælu í raun í sér vantraustsyfirlýs- ingu á krónuna og hömluðu hagvexti. Að mati Krugmans var ótímabært að afnema gjaldeyrishöftin og Fra- nek Rozwadowski, fastafulltrúi Al- þjóðagjaldeyrissjóðsins, benti í máli sínu á að gjaldeyrishöftin hefðu verið nauðsynleg á sínum tíma enda gert stjórnvöldum kleift að fjármagna fjárlagahallann sem fylgdi í kjölfar hrunsins. Már Guðmundsson seðla- bankastjóri tók undir nauðsyn haft- anna en sagði jafnframt að daginn sem þeim yrði aflétt yrði fagnað í Seðlabanka Íslands. Áfram yrði unn- ið að afnámi þeirra til samræmis við stefnu stjórnvalda en taka yrði tillit til ytri þátta. Lítil merki um hagvöxt Jón sagði aðaláhyggjuefni stjórn- valda hljóta að vera að hvorki sæist aukning í fjárfestingum né útflutn- ingi í kjölfar falls krónunnar. Fjár- festing hér hefði verið yfir meðaltali í Evrópu fyrir kreppuna en í kjölfar hennar hefði fjárfesting innan Evr- ópu fallið um eitt prósent. Hér hefði hún hins vegar fallið um helming. Stefán Ólafsson, prófessor við fé- lagsvísindadeild Háskóla Íslands, sagði framlög til velferðarmála nú hærra hlutfall af landsframleiðslu en fyrir hrun og umskipti hefðu orðið þegar kæmi að tekjudreifingu, litið aftur til ársins 2008. Svigrúm væri fyrir meiri skattahækkanir, sérstak- lega tekjuhærri hópa. Nemat Shafik, aðstoðarforstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, vísaði til orða Stefán og sagði mjög áhrifamik- ið hvernig íslenskum stjórnvöldum hefði tekist að verja velferðarkerfið í kjölfar efnahagshrunsins. Ósammála um höft og evru  Bankar ættu að lækka skuldir í 70% og breyta afganginum í hlutafé  Staða fjárfestinga ætti að vera aðaláhyggjuefni stjórnvalda  Skipti sköpum við endurreisn að gera lánardrottna og hluthafa ábyrga Morgunblaðið/Sigurgeir S Stór ráðstefna Fjöldi gesta sótti ráðstefnuna í Hörpu sem stjórnvöld og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn efndu til. Með- al ræðumanna voru nóbelsverðlaunahafinn Paul Krugman og hagfræðingarnir Willem Buiter og Simon Johnson. Joseph Stiglitz, prófessor við Columbia-háskóla, sagðist telja að ekki hefði verið þörf á jafn miklum niðurskurði ríkisútgjalda og raunin varð á eftir fjármálahrunið. Það væri opin spurning hvort minni niðurskurður hefði leitt til meiri hagvaxtar og minni fólksflótta til útlanda. Efna- hagsáætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fyrir Ísland hefði þó verið mun sveigjanlegri en slíkar áætlanir hefðu ver- ið áður gagnvart öðrum ríkjum. Krafa um niðurskurð hefði ekki verið jafn mikil og stjórnvöld hefðu fengið svigrúm við endurreisnina. Þetta hafi því allt verið skref í rétta átt. Stiglitz sagði að sú stefna íslenskra stjórnvalda að gera lánardrottna og hluthafa bankanna ábyrga fyrir falli þeirra hafi skipt sköpum við endurreisnina hér á landi. Þó væri ekki enn búið að leysa vanda fjármálakerfisins. Tveir íslensku bankanna væru í erlendri eigu og slíkt eignarhald gæti skapað löndum erfiðleika ef hagsmunir þjóðar og fjármálakerfis færu ekki saman. Þó að enn væri eftir að útkljá ýmsar laga- deilur þá hefðu Íslendingar hins vegar gert rétt í málum Icesave. Skorið of mikið niður í ríkisútgjöldum Joseph Stiglitz Willem Buiter, aðalhagfræðingur Citigroup, fór mikinn í gær og sagði m.a. að Ísland hefði áratuginn fyrir hrun verið dæmi um „sameiginlega sturlun“ þar sem heil- brigð skynsemi hefði farið lönd og leið. Hann sagðist ekki skilja hvernig svona lítilli þjóð hefði dottið í hug að hún gæti stutt þrjá alþjóðlega banka með eignir sem voru nærri 1.000% meiri en landsframleiðslan. Buiter hvatti Íslendinga til að taka upp evru og ganga í ESB; ef hvorttveggja lifði af. „Það myndi þýða að þið hefðuð enga þörf fyrir sjálfstæðan seðlabanka og fjár- málaeftirlit og vonandi mun Evrópa þróast í átt að sam- eiginlegu fjármála- og bankaeftirliti.“ Buiter taldi of miklar skuldir í íslenska kerfinu og þær virkuðu hamlandi á hagvöxtinn. Ísland þyrfti á einskonar trúarhátíð að halda þar sem „skuld- ir væru fyrirgefnar“ á 50 ára fresti eða svo. Varðandi innlendu skuldirnar ætti annaðhvort að afskrifa þær eða breyta þeim í hlutafé. Svonefnd 110% leið, sem farin væri hér á landi, væri „brjálæði.“ Lækka ætti skuldirnar niður í 70% og láta bankana breyta afganginum í hlutafé. Svonefnd 110% leið er „brjálæði“ Willem Buiter Ástandið hér er mun betra en ætla mætti en það er ekki tímabært að losa gjaldeyrishöftin þar sem hættan á gengishruni er enn of mikil, sagði Paul Krugman í gær. Hann lýsti einnig þeirri skoðun sinni að það kæmi hon- um spánskt fyrir sjónir að Íslendingar vildu taka upp evruna og halda svo að hún bjargaði öllu. Krugman furðaði sig jafnframt á fullyrðingum margra Íslendinga um að íslenska hagkerfið byggi yfir nægjanlegum sveigjanleika til þess að yfirstíga erfið efnahagsáföll án þess að gengi gjaldmiðilsins lækkaði. Það er að segja að hagkerfið hefði getað komist út úr bankahruninu 2008 með annaðhvort fastgengisstefnu eða með aðild að myntbandalagi en það hefði þýtt að endurreisn sam- keppnishæfni útflutningsiðnaðarins hefði komið til eingöngu með lækkun launa og annars innlends framleiðslukostnaðar. Þegar kæmi að útflutningsaukningu skiptu þrír þættir máli: Ál, fiskur og skuldir. Hafa yrði í huga að fiskur og ál eru háð framleiðslutakmörk- unum. Skuldir settu einnig stórt strik í reikninginn. Afnám gjaldeyrishafta ótímabært Paul Krugman „Ég borða fiskinn. Sérfræðingarnir hafa sannfært okkur um að það sé al- veg óhætt og sýkin smitast ekki áfram,“ segir Þorsteinn Hjaltested á Vatnsenda sem á sæti í stjórn Veiði- félags Elliðavatns. Fram hefur komið að PKD-sýki sem leggst á laxfiska, hrjáir stórar hluta bleikjunnar í Elliða- vatni og Vífilsstaðavatni. Þorsteinn segir að menn hafi tekið eftir breytingum í vatninu í nokkur ár, sérstaklega síðustu þrjú ár. Bleikjan hefur verið á undanhaldi og veiðist lítið sem ekkert en þeir urriðar sem veiðast eru stærri en áður. Þorsteinn tengir þessar breytingar við hlýnandi loftslag enda sé vitað að betur eigi við urriðann að vera í hlýrri vötnum en kjör- aðstæður bleikjunnar séu í kaldari vötnum. Vísindamenn telja að PKD-sýkin eigi þátt í fækkun bleikjunnar í Elliða- vatni. Þorsteinn segir að þótt fá vötn hafi verið rannsökuð meira en Elliða- vatn þurfi að rannsaka það enn betur í ljósi þeirra breytinga sem nú eru að verða, til að fá gleggri mynd af því sem er að gerast. Breytingar vegna hlýinda? „Ég hef verið að reyna að skoða sveiflur sem áður hafa orðið í vatninu, til að athuga hvort þær tengjast hlý- indaskeiðum eins og núna. Ég get ekki fært sönnur á það,“ segir Þorsteinn. Eftir er að gera upp veiðina í vatn- inu í sumar. Þorsteinn telur að sýkin hafi ekki haft áhrif á sölu veiðileyfa, enn sem komið er, en óttast að um- ræðan nú geti skaðað. „Ég held þó að flestir sem hafa stundað „háskóla fluguveiðimannsins“, eins og Elliða- vatn er stundum nefnt, viti að það er í góðu lagi að borða fiskinn og að sýkin smitast ekki í aðra fiska,“ segir Þor- steinn. helgi@mbl.is Óhætt að borða fisk úr Elliðavatni Morgunblaðið/Golli Stangaveiði Elliðavatn er eftirsótt veiðivatn á höfuðborgarsvæðinu.  PKD-sýkin er talin eiga þátt í fækkun í bleikjustofnum vatnanna Skannaðu kóðann til að sjá myndskeið frá blysför við Hörpu Hollvinasamtök líknardeilda Landspítalans, Landakoti og Kópavogi, voru stofnuð á mið- vikudaginn. Á annað hundrað manns sóttu stofnfundinn. Óli Þ. Guðbjartsson, fyrrverandi skólastjóri, átti frumkvæðið og stjórnaði fundinum. Í stjórn voru kosin: Formaður sr. Örn Bárður Jónsson sóknarprestur, gjaldkeri, Tryggvi Gíslason, fyrrv. skóla- meistari, ritari, Oddrún Kristjáns- dóttir, framkvæmdastjóri og form. Kvennadeildar RKÍ í Reykjavík, meðstjórnendur, Helga Guð- mdsdóttir, fyrrv. forseti Kven- félagasambands Íslands og Helgi Ágústsson, fyrrv. sendiherra. Ný stjórn samþykkti ályktun þar sem m.a. er skorað á Alþingi að koma í veg fyrir lokun líknardeildarinnar á Landakoti og þá skertu þjónustu sem fyrirséð er að lokunin hafi í för með sér. Hollvinasamtök líknardeilda stofnuð

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.