Morgunblaðið - 28.10.2011, Page 20
20
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 2011
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
VarðskipinuÞór er velfagnað
þegar það kemur í
heimahöfn, fyrst í
Vestmannaeyjum
og síðan í höfuð-
borginni. Nýlegar
skoðanakannanir sýna að
Landhelgisgæslan nýtur mik-
ils álits og trausts með þjóð-
inni. Ef aðeins er horft til
skemmri tíma er það óneitan-
lega vel af sér vikið, því Land-
helgisgæslan hefur neyðst til
að vera með mörg helstu tæki
sín í „útrás“ til að snapa sér
fjármuni til að halda sér á floti
á þrengingartímum. Þar kann
að hafa verið teflt á tæpt vað.
Þó er ekki hægt að áfellast
stjórnendur Landhelgisgæsl-
unnar eða hærra sett stjórn-
völd fyrir þessa sjálfsbjarg-
arviðleitni. En æskilegt er og
nauðsynlegt að Landhelgis-
gæslan geti eins fljótt og ger-
legt er fengið að sinna sínum
mikilvægu verkefnum af full-
um styrk.
Þeim, sem vit hafa á, ber
saman um að hinn nýi Þór sé
kostaskip, vel búið tækjum og
fái valdið verkefnum við erf-
iðar aðstæður sem engin fyrri
skipa Gæslunnar hefðu ráðið
við, þótt þau hafi oft dugað
þjóðinni vel. Forystumenn
þjóðarinnar og hún sjálf hafa
löngum verið samhent í að
tryggja sístækkandi landhelgi
í kringum Ísland.
Oft var þó við
ramman reip að
draga, harð-
skeytta andstæð-
inga, erlendar
stórþjóðir, sem
sýndu styrk sinn
og getu til yfirgangs. Sem bet-
ur fer fóru þá menn fyrir þjóð-
inni sem guggnuðu ekki né
gáfust upp. Og Landhelgis-
gæslan, fámenn og vanbúin,
ekki síst þegar horft er til getu
andstæðinganna, stóð vaktina
með einstakri prýði, svo þjóðin
fylltist í senn stolti og þakk-
læti og gleymir ekki.
Slík átök eru að baki, en
verkefnin eru enn fjölmörg og
þegar leitað er til Landhelg-
isgæslunnar um aðstoð er iðu-
lega mikið í húfi. Vel þjálfaður
mannskapur og öflugur bún-
aður Landhelgisgæslunnar
ræður þá iðulega úrslitum, og
baráttan er stundum upp á líf
og dauða.
Öflug varðskip og flugfloti
til hjálparstarfs og eftirlits eru
forsendan fyrir því að gæslu-
menn geti staðið sig eins vel í
starfi og krafist er og þjóðin
hefur vanist á að geta treyst
þeim til að gera. Landhelgis-
gæslunni og þjóðinni allri er
því óskað hjartanlega til ham-
ingju með heimkomu Þórs.
Megi guð blessa skipið og
áhöfn þess og glæsifleyið
verða giftudrjúgt.
Það er sannarlega
fagnaðarefni að
hinn nýi Þór sé kom-
inn í heimahöfn, til
þjónustu reiðubúinn}
Varðskipið Þór
Endurskoð-unarfyr-
irtækið Deloitte
hefur reiknað út
áhrif af frumvarpi
til laga um stjórn
fiskveiða á starf-
andi sjávarútvegsfélög. Delo-
itte byggir útreikninga sína á
gögnum frá stærstum hluta
útgerðarinnar í landinu og
þess vegna er óhætt að segja
að þeir gefi afar trausta vís-
bendingu um afleiðingarnar
nái stefna ríkisstjórnarinnar
fram að ganga.
Áhrifin á efnahag útgerð-
arinnar yrðu skelfileg. Eigið
fé í greininni mundi gufa upp
og gott betur, því það yrði nei-
kvætt um meira en eitt hundr-
að milljarða króna. Ástæðan
er sú að árásir ríkisstjórn-
arinnar á aflamarkskerfið
hefðu þær afleiðingar að gjald-
færa þyrfti allar keyptar afla-
heimildir þegar í stað.
Ekki er útlitið síður alvar-
legt þegar horft er á sjóð-
streymi greinarinnar. Að
óbreyttum lögum yrði sjóð-
streymi næstu fimmtán ára já-
kvætt um 150 milljarða króna.
Nái áform rík-
isstjórnarinnar
fram að ganga
snýst dæmið við og
rúmlega það, því
að sjóðstreymið
yrði neikvætt um
170 milljarða króna.
Frá því að ríkisstjórnin tók
við hefur sjávarútvegurinn
orðið að halda að sér höndum í
fjárfestingum vegna þeirrar
óvissu sem stjórnarstefnan
hefur skapað. Næði stefnan
fram að ganga tæki ekki betra
við, því að atvinnugrein með
gríðarlegt neikvætt sjóð-
streymi ræðst ekki í miklar
fjárfestingar.
Áður hefur verið sýnt fram á
það með tölum hve hættuleg
stefna ríkisstjórnarinnar er
fyrir fjárhag sjávarútvegsins
og þar með efnahag landsins í
heild. Fjandskapur stjórn-
arliða í garð sjávarútvegsins
hefur hingað til komið í veg
fyrir að röksemdir hafi haft
nokkur áhrif á stefnuna. Því
miður er lítil ástæða til að ætla
að nýir útreikningar breyti
nokkru fyrir þá sem hafa
ákveðið að taka rangan kúrs.
Nýir útreikningar
sýna hrikalegar af-
leiðingar stefnu rík-
isstjórnarinnar}
Sláandi útreikningar
A
rabíska vorið hefur varað lungann
úr árinu. Á þeim tíma hafa tveir
þjóðhöfðingjar sagt af sér, einn
særðist þegar uppreisnarmenn
vörpuðu sprengju á höll hans og
annar var tekinn af lífi á almannafæri, lík hans
dregið um götur og stræti uns honum var
komið fyrir í frystigeymslu þar sem áhuga-
samir gátu virt limlestan líkama hans fyrir
sér.
Svo tilkynnti einn nýlega að hann hygðist
láta af embætti, en hann hefur reyndar gert
það nokkrum sinnum án þess að standa við
orð sín. Enn einn situr sem fastast þrátt fyrir
sívaxandi þrýsting frá alþjóðasamfélaginu og
murkar lífið úr þjóð sinni á grimmilegan hátt
og hefur þurft að breyta knattspyrnuvöllum
landsins í fangelsi og pyntingabúðir til að
hafa pláss fyrir alla andstæðinga sína. Þá eru ótaldir allir
þjóðhöfðingjar þessa heimshluta, sem láta mótmæli og
óánægju þegnanna sem vind um eyrun þjóta og treysta á
að þetta líði hjá.
Engan óraði fyrir því hversu mikil áhrif yrðu af því
þegar ávaxtasali í Túnis kveikti í sér um miðjan desem-
ber í fyrra til að mótmæla harðræði og yfirgangi lögreglu
landsins. Fjöldamótmæli hófust í landinu, fljótlega sagði
forseti Túnis af sér og ekki leið á löngu þar til Egypta-
landsforseti fetaði í fótspor hans. Það sem á eftir kom er
flestum kunnugt. Fólk sem aldrei hafði kynnst öðru en
kúgun og valdníðslu sá að það gat haft áhrif á eigið líf.
Flest þessara landa eiga það sameiginlegt
að hafa litla reynslu af lýðræði, að minnsta
kosti eins og mörg okkar þekkja það. Víða
hafa kosningar ekki farið fram í árafjöld og
margir þjóðhöfðingjar í þessum heimshluta
eiga það sammerkt að hafa ríkt í áratugi. Vald
þeirra er víða óskorað, þeir virðast hafa full
völd yfir auðlindum og efnahag lands síns og
lifa í dýrðlegum vellystingurm á meðan stór
hluti þjóðar þeirra á vart til hnífs og skeiðar.
Verði breyting þarna á, er það mikið fram-
faraskref; að efnahagsstjórn þessara landa,
sem verið er að reisa úr rústum verði á þann
veg að sem flestir geti lifað mannsæmandi lífi
og að innviðir samfélagsins verði byggðir
upp. Nýrra valdhafa bíður vandasamt verk. Til
þeirra eru gerðar miklar væntingar, en fæstir
þeirra hafa nokkra reynslu af því hvernig það
er að búa við lýðræði. Almenn mannréttindi, eins og þau
eru gjarnan skilgreind, eru mörgum þeirra framandi,
enda eru margir uggandi um þróun mannréttindamála á
þessum slóðum, ekki síst eftir að út spurðist að sjaríalög-
um yrði komið á í hinni nýju Líbíu. Hver verður staða
kvenna og barna í þessari nýju þjóðfélagsskipan?
Vissulega eru þessi lönd langt í burtu frá okkur. En við
erum hluti af alþjóðasamfélagi og við berum ábyrgð.
Auðvelt er að segja að við eigum nóg með okkar vanda-
mál, en við byggjum á langri lýðræðishefð og höfum
miklu að miðla. Óskandi væri að við fengjum til þess
tækifæri. annalilja@mbl.is
Hvað kemur á eftir vorinu?
Anna Lilja
Þórisdóttir
Pistill
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
FRÉTTASKÝRING
Kjartan Kjartansson
kjartan@mbl.is
E
f Íslendingar ætla ekki
að dragast aftur úr í
nútímafjarskiptum þarf
ríkið að leita nýrra leiða
til þess að fjármagna
nýja fjarskiptaáætlun sem stendur til
að leggja fyrir Alþingi í næsta mán-
uði. Í vikunni birti innanríkisráðu-
neytið drög að þingsályktun um fjar-
skiptaáætlun til tólf ára í skugga þess
að fjármagn er ekki til staðar til þess
að hrinda henni í framkvæmd. Leitar
ráðuneytið nú fjármögnunarleiða.
Slík fjarskiptaáætlun var fyrst
lögð fram fyrir árin 2005 til 2010 og
var þar lögð megináhersla á uppbygg-
ingu háhraðanets og að GSM-væða
þjóðveg eitt. Í áætluninni sem nú á að
leggja fyrir og gilda á til 2022 eru sett
frekari markmið um háhraðanet.
Þannig er gert ráð fyrir að helmingur
heimila og vinnustaða eigi kost á 100
Mb háhraðaneti árið 2014 og að það
hlutfall verði komið upp í 99% árið
2022.
Símapeningar ekki lengur til
Að sögn Steinunnar Valdísar
Óskarsdóttur, sérfræðings á skrif-
stofu innviða hjá innanríkisráðuneyt-
inu, standa Íslendingar mjög fram-
arlega í þessum efnum á heimsvísu en
þeir verði að passa sig að dragast ekki
aftur úr.
„Við höfum staðið okkur mjög
vel sem helgast af því að það voru til
fjármunir. Í áætluninni 2005-2010 var
tveir og hálfur milljarður af söluvirði
Símans settur í hana og það var farið í
gríðarlega uppbyggingu á há-
hraðaneti á svæðum þar sem fyr-
irtækin sáu sér ekki hag í að fara,“
segir Steinunn.
Þessum fjármunum er hins veg-
ar ekki til að dreifa í dag og því þarf
að leita nýrra leiða til að standa undir
þeim markmiðum sem ríkið hefur sett
sér í fjarskiptamálum.
„Það er gríðarlega margt sem er
framsýnt í þessari áætlun en við erum
bundin eins og allir aðrir af því efna-
hagsumhverfi sem er þessa dagana.
Aðalatriðið er að halda í við þróunina
þó fjármunir séu ekki lengur til stað-
ar,“ segir hún.
Treysta þurfi á samvinnu við
fjarskiptafyrirtækin, skoða alls kyns
laga- og reglugerðarbreytingar og
vera opin fyrir nýjum fjármögn-
unarleiðum til að koma áætluninni í
framkvæmd.
Á meðal þeirra fjármögnunar-
möguleika sem verið er að skoða er
frekari útfærsla á tíðnigjaldi sem inn-
heimt hefur verið af fjarskiptafyr-
irtækjum fyrir að nota tíðnir fyrir net
og farsíma.
Mega styrkja
póstsendingar
Fjarskiptaáætlunin nær einnig
til póstmála og er meðal annars
fjallað um opnun póstmarkaðarins
sem yfirvofandi er vegna tilskipunar
Evrópusambandsins um afnám
einkaréttar á póstþjónustu. Ísland
var eitt þeirra ríkja sem fengu leyfi
til að fresta því að hún tæki gildi en
það rennur út um áramótin 2012 til
2013.
Í drögunum að fjarskipta-
áætlun kemur fram að þá þurfi að
tryggja að neytendur á landsvísu
hafi aðgang að póstþjónustu.
Geti markaðsöfl ekki
tryggt þeim hann mega ríki
útnefna alþjónustuveitanda
sem stjórnvöld mega styrkja
með ríkisstyrkjum,
jöfnunarsjóði eða mögu-
lega að und-
angengnu útboði til
þess að dreifa
kostnaði við að
þjóna afskekktum
byggðum.
Haldi í við tæknina
þrátt fyrir minna fé
Morgunblaðið/Ernir
Netið Á meðal markmiða sem sett eru fram í fjarskiptaáætluninni er að
helmingur heimila og vinnustaða hafi 100 Mb háhraðanet árið 2014.
Eftir að póstmarkaðurinn verður
opnaður skiptir öllu máli hvernig
ríkið hyggst útfæra alþjónustu
um landið að sögn Ingimundar
Sigurpálssonar, forstjóra Ís-
landspósts. Fyrirtækið hefur
einkarétt á dreifingu almennra
bréfa undir 50 grömmum gegn
því að fyrirtækið annist
dreifingu til allra lands-
manna.
Ingimundur segir að
síðustu misseri hafi
einkarétturinn verið
rekinn með tapi og
markaðurinn fari
minnkandi vegna
tæknibreytinga og
efnahags-
ástandsins.
Fyrirtækið sé undir
það búið að halda þjón-
ustunni áfram enda með
öflugt dreifikerfi en spurn-
ingin sé helst hver greiði
kostnaðinn þar sem hún
kosti umtalsverða fjármuni.
Alþjónustan
kostar mikið
EINKARÉTTUR ÚR GILDI