Morgunblaðið - 28.10.2011, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 28.10.2011, Qupperneq 22
22 UMRÆÐANBréf til blaðsins MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 2011 Um leið og ég sá hvernig Landeyja- höfn mundi líta út var ég viss um að hún yrði ekki í lagi með þessari lög- un. Að undanförnu hafa verið um- ræður í Morgun- blaðinu um höfn- ina. Skipstjórar Herjólfs hafa tjáð sig og talið að eystri hafnar- garðurinn ætti að vera utar. Eins og sést á þessari mynd. Í sumar gerði ég síðu á Facebook sem heitir Endurgerð Landeyja- höfn. Það var svo mánudaginn 17. október sem hún var kynnt í Morg- unblaðinu. Nokkur viðbrögð urðu við því, flest jákvæð. Ég hvet til lesturs á pistlum Gests Gunnarssonar um höfnina sem ég setti inn á síðuna um þessar tillögur mínar. Þar segir hann meðal annars að það þurfi að gera leiði- garð sem leiðir sandburðinn til vest- urs. Staðreynin er að þarna eru ríkjandi straumar frá austri sem bera sandinn vestur svo þetta er leiðin til að losna við sandinn frá höfninni. Þar sem ég hef séð hafnir víða og gengið ýmsa hafnargarða þá er ein- kennilegt að það hafi ekki verið byggður svona garður sem lokar fyrir að hafaldan lendi beint inn í hafnarmynnið. Ég hef sett myndir af nokkrum höfnum inn á síðuna www.facebook.com/Endurgerð Landeyjahöfn og þar sést að flestar þeirra eru með slíkan garð nema höfnin í Hanstholm í Danmörku sem virðist vera fyrirmynd Land- eyjahafnar eins og hún var hönnuð. Rokið í ríkjandi austanáttunum skapar háar öldur, nokkurra metra, og gerir hafnarmynnið ófært fyrir venjuleg skip eins og Herjólf. Hafaldan æðir beint inn í mynnið og ýtir sandinum inn. Dýpi á enda framlengds hafnar- garðs þarf að vera í það minnsta sjö metrar til að mynda sog sem gæti fleytt sandi framhjá. Siglingamála- stofnun segir ef þetta yrði gert myndi sandurinn safnast í mynnið. En það tæki mörg ár að gerast og ef til þess kæmi yrði að setja upp dælubúnað sem staðsettur væri í landi og gæti verið sjálfvirkur og fylgst með dýpt. Og sandinum dælt á land því hann er verðmæti. Það er margt í greinargerð Sigl- ingamálastofnunar sem er ekki rétt. T.d. að þarna séu ríkjandi vest- anáttir. Ég er nú Sunnlendingur að ætt og veit að þetta er ekki rétt, en auðvitað eru til tölur um þetta. Sá hafnargarður eystri sem er nú við höfnina er á alltof litlu dýpi. Það er Siglingamálastofnun til varnar að þetta mátti ekki kosta nema tak- markað. Ég tel að það þurfi að fara strax í framkvæmdir til að gera eystri garðinn lengri og steyptir yrðu teningar úr fjörusandinum og sandinum sem dælt væri á land sem væru burðurinn í þessum nýja garði. Hann væri með steypuplani og lýsingu sem gerði siglingu skipa auðveldari í myrkri. Ég tel að Sigl- ingamálastofnun eigi að samþykkja þennan málflutning og hefja fram- kvæmdir strax. Setja upp litla steypustöð sem gerir teninga sem undirstöðu. Sennilega 3-500 milljóna kosnaður. Og höfnin verður örugg í nokkra framtíð. Of dýrt er að sprengja uppi í fjalli. ÁRNI BJÖRN GUÐJÓNSSON, húsgagnasmíðameistari með próf í bylgjufræðum. Landeyjahöfn og Siglingamálastofnun Frá Árna Birni Guðjónssyni Árni Björn Guðjónsson Allsherjarþing Sameinuðu þjóð- anna lýsir árið 2011 „alþjóðlegt ár skóga“ sem lið í að fylgja eftir áherslum og yfirlýsingum, allt frá ráðstefnunni um umhverfi og þróun í Ríó árið 1992. Það er verk- efni allra sem vinna undir merki ársins að stuðla að aukinni vitund fólks um mikilvægi sjálf- bærrar umhirðu allra skóg- argerða, til hags- bóta fyrir fram- tíð jarðar. Þótt átakið sé nokkuð mannmiðlægt og líti einkum til þess sem er til hagsbóta fyrir núlifandi og óbornar kynslóðir manna þá er sérstök áhersla á vernd viðkvæmra skógarvistkerfa, einkum í hitabelt- inu þar sem jarðyrkja til mat- vælaframleiðslu ógnar skógum. Þá notar Allsherjarþing SÞ tæki- færið og minnir á samninginn um líffræðilega fjölbreytni, loftslags- sáttmála SÞ, samninginn um varnir gegn myndun eyðimarka, sem og aðra samninga sem máli skipta og fást við flókin úrlausnarefni er varða skóga og skógarvistkerfi. Merki (logo) ársins er hannað um þemað „Skógar fyrir fólk“ og undir- strikar að skógar hafa fjölþætt gildi, m.a.: * veita skjól og eru mikilvæg bú- svæði fjölmargra lífvera og upp- spretta matar og nauðsynlegir fyrir lyfjagerð * varðveita gæði ferskvatns * eru mikilvægir fyrir jarðvegs- vernd og líffræðilega fjölbreytni * gegna stóru hlutverki í að við- halda stöðugu loftslagi og hring- rásum vatns og næringarefna * eru vistvænn efniviður, bæði endurvinnanlegur og til nýsköp- unar Allsherjarþingið telur að samtillt átak þurfi á öllum sviðum til að auka vitund og styrkja sjálfbæra umhirðu, vernd og sjálfbæra þróun allra skógargerða. Með sífellt vax- andi jarðyrkju höfum við eytt helm- ingi allra skóga á jörðinni. Kröfur okkar hafa kallað á stöðugan vöxt á öllum sviðum. Erum við að eyði- leggja skóga, „lungu jarðar“, til að framleiða óþarfa? spyr Yann Arth- us-Bertrand sem gert hefur stutt- myndina „Of Forests and Men“ sem valin var kynningarmynd um heim allan á alþjóðlegu ári skóga. Í upphafi ársins var skorað á rík- isstjórnir, svæðisbundnar stofnanir og hópa að styðja viðburði sem tengjast árinu, meðal annars með frjálsum framlögum, og með því að tengja viðburði á sínum vegum við árið. Hér á landi hefur Pokasjóður styrkt nokkur verkefni, m.a. end- urgerð Pakkhússins í Vatnshorni úr íslenskum skógviði og ráðstefnuna „Heimsins græna gull“ sem haldin var 22. okt. sl. Fleiri hafa stutt ein- staka verkefni og enn er tími til stefnu. Morgunblaðið tileinkaði ári skóga aukablað 29. apríl í vor með myndarlegum hætti og Rík- isútvarpið hefur flutt þætti í tilefni af ári skóga. Þá mun Sjónvarpið sýna stuttmynd Yanns Arthus- Bertrands „Of Forests and Men“ að loknu Silfri Egils nk. sunndag. Frekari upplýsingar um ár skóga er að finna á heimasíðunni ar- skoga2011.is. K. HULDA GUÐMUNDSDÓTTIR, talsmaður á ári skóga. Alþjóðlegt ár skóga – til hvers? Frá K. Huldu Guðmundsdóttur K. Hulda Guð- mundsdóttir Í lok annars fjórð- ungs þessa árs námu heildarskuldir rík- issjóðs um 1.803 millj- örðum króna. Það eru ríflega 111,3 prósent af vergri landsfram- leiðslu. Og er ekki um ný sannindi að ræða – þvert á móti. Skulda- söfnun ríkissjóðs er, og hefur verið seinustu ár, gegndarlaus. Stjórnmálamenn hafa ár eftir ár eytt um efni fram og ef svo fer fram sem horfir blasir algjört greiðslufall við. Það er öllum orðið ljóst að vinda þarf almennilega ofan af halla- rekstri ríkisins og boða straumhvörf í rekstri ríkissjóðs. Það er fátt sem bendir til þess að núverandi ríkisstjórn geti komið böndum á hallarekstur hins op- inbera. Þegar allt kemur til alls er það hún sem hefur rekið ríkið vísvit- andi með halla í hartnær þrjú ár. Það sem stendur á milli hallarekstr- ar og hallalauss rekstrar er ekkert annað en vilji stjórnmálamanna til að stemma stigu við skuldasöfnuninni. Af störfum núverandi rík- isstjórnar að dæma er bersýnilegt að skulda- byrðinni verði einfald- lega velt yfir á kom- andi kynslóðir. Hvað er þá til ráða? Hvernig skal taka á þessum ólestri? Fyrir það fyrsta þarf að skera niður ríkisút- gjöld – og það all- rækilega. Raunar þarf að skilgreina grunn- hlutverk ríkisvaldsins að nýju og í kjölfarið selja eignir og fyrirtæki í eigu ríkisins til einkaaðila. Það þýð- ir ekki að skera örlitlar sneiðar hér og þar, heldur þarf að breyta hug- arfari fólks gagnvart ríkinu og hlut- verki þess. Þessi niðurskurður yrði óneitanlega gríðarlega sársauka- fullur, en er engu að síður bráð- nauðsynlegur. Skattahækkanir núverandi stjórnvalda hafa ekki skilað sínu. Á það var bent margsinnis, að lausnin á skuldavanda ríkissjóðs væri ekki sú að kæfa hagkerfið, heldur að opna það upp á gátt. Stjórnvöld létu slíkar ráðleggingar eins og vind um eyru þjóta og þarf nú öll þjóðin að súpa seyðið. Staðreynd málsins er alltént sú að þrátt fyrir íþyngjandi skattahækkanir frá árinu 2009 hafa skuldirnar farið stigmagnandi og nálgast nú hæstu hæðir. Lækkandi skattar ættu hins vegar að kveikja neista vonar í brjósti fjárfesta sem og óþreyjufullra landsmanna. Ef ekkert verður aðhafst frekar mun níðþungur skuldaklafi leggjast á næstu kynslóðir. Börnin okkar og barnabörn munu þá koma til með að glíma við eintómar skattahækkanir og afborganir í fjöldamörg ár. Bundin í slíka fjötra er torvelt að eygja von um bjarta framtíð. En hvað með núverandi ráðamenn? Þeirra bíða eflaust ljúfir dagar á góðum eftirlaunum. Skuldaklafi ríkisins Eftir Kristin Inga Jónsson »Ef ekkert verður að- hafst frekar mun níðþungur skuldaklafi leggjast á næstu kyn- slóðir. Kristinn Ingi Jónsson Höfundur er menntaskólanemi. Eftir að fólk varð fyrir alvarlegum auka- verkunum fóru for- eldra- og ýmis áhuga- mannafélög gegn HPV-bólusetningu að verða til í Svíþjóð, Ír- landi og víðar. Þá hafa læknar í Bandaríkj- unum verið að mynda hópa, félög og samtök gegn bólusetningum eins og t.d. „Anti- Vaccine Friendly Doctors“ (novaxdoctors.webs.com) og Int- ernational Medical Council on Vacc- ination en innan IMCV eru einnig hjúkrunarfólk og vísindamenn sem eru ekki bara á móti HPV- bólusetningu, heldur öllum bólu- setningum. Á íslensku er meira að segja hægt að nálgast yfirlýsingar frá þeim eins og þessa: „Bóluefni: Fáðu alla söguna“ með harðri gagn- rýni gegn bóluefnum (nat- uralnews.com/SpecialReports/ VaccinesFullStory/v1/Vacc- ineReport-IS.pdf). Hvað þarf að fela? Það líður sjaldan langur tími að ekki sé komin út einhver ný bók á netinu eða einhverjar upplýsingar gegn bóluefnum, en það sem maður sér ekki erlendis eins og hér er þessi ljóti yfirgangur innan grunnskól- anna, þar sem hér er ekki einu sinni beðið um undirskrift foreldra og for- ráðamanna fyrir bólusetningunni, hvað þá beðið um bólusetningar- skírteinið. Hvað þá að foreldrum séu veittar nægilegar upplýsingar varð- andi öryggi, innihaldsefni HPV- eða MMR-bóluefnanna. Af hverju er al- menningi ekki kynnt hvaða efni eru í bóluefnum því þau eru jú flokkuð undir lyf og það er víst skylda að hafa upplýsingar með öllum lyfjum hér á landi? Kannski yrði hætta á því að foreldrar eða forráðamenn barna og unglinga myndu ekki láta bólusetja börnin sín ef þeir fengju allar upplýsingar og innihaldslýs- ingar á mannamáli. Fólk ætti einnig að fá eitthvert ráðrúm til að ákveða sig, en það getur ekki gert það vegna þess að það fær engar upplýs- ingar nema eitthvað sem hinu háa heilbrigðisbatteríi þóknast að láta frá sér í fjölmiðlum. Ef for- eldri hefur ekki náð að hringja inn og afpanta bólusetninguna er stúlkan allt að því þvinguð í bólusetn- inguna undir þeim þrýstingi sem þekkist í viðkomandi skóla. Yfirgangur látinn viðgangast Hvaða heimild í lög- um hafa heilbrigðis- og skólayfirvöld fyrir bólusetningum yfirhöfuð þegar foreldrar hafa ekki veitt neitt skriflegt leyfi fyrir HPV- og MMR- og fleiri bólusetningum? Þögn er ekki það sama og samþykki. Hvernig stendur á því að þessi yf- irgangur er látinn viðgangast innan allra grunnskóla? Það er hins vegar alveg vitað mál, að ef sett yrðu hér lög eins og þekkist erlendis í þessu sambandi, og hvað varðar að prenta út á íslensku allar helstu upplýs- ingar með öllum bóluefnum, þá er ég hræddur um að Haraldur Briem og félagar myndu bara fara í felur það sem eftir væri. Í allri herferð- inni sem staðið hefur yfir fyrir HPV-bólusetningu er öll áherslan lögð á að HPV-bóluefnin séu örugg og komi í veg fyrir um 70% smit- tilfella. Hvaða tilgangi þjónar HPV- bóluefnið (gegn u.þ.b. 70% HPV- tilfella) þegar vitað er til þess að ónæmiskerfið losar sig við 70% HPV-sýkinga innan tveggja ára, 90% HPV-sýkinga innan þriggja ára (CDC 2004 Report to Congress on Prevention of HPV, hpvforum.com/) og þegar bólusetningin sjálf gengur út á ekkert annað en að fá ónæm- iskerfið til að búa til mótefni? Af hverju að taka áhættu með notkun HPV-bóluefnanna (gegn uþb. 70% HPV-sýkinga) þegar flestar konur með HPV-sýkingar verða ekki veik- ar af þeim og í 90% HPV-tilfella þá losar ónæmiskerfið sig við sýking- arnar (cdc.gov/std/hpv/stdfact- hpv.htm) og þegar vitað er til þess að bóluefnið er ekki 100% öruggt og ekki fullkannað? Áhættan meiri en hugsanlegur ágóði Eins og vísindakonan dr. Diane Harper sem rannsakaði bóluefnið hefur viðurkennt, þá er bóluefnið ekki 100% öruggt og hefði átt að rannsaka bóluefnið lengur áður en almenn bólusetning byrjaði (Scotsman.com, 2. nóv. 2008), en menn hér eru ekkert á því og full- yrða bara að bóluefnið sé öruggt. Þrátt fyrir að það sé víða vitað að stór hópur indverskra lækna og fleiri aðilar hafi gefið út yfirlýsingu gegn notkun HPV-bóluefnanna (vaccineriskawareness.com/ Gardasil-and-Cervarix-The- Cervical-Cancer-Vaccines), eða þar sem 4 dauðsföll og 120 alvarlegar aukaverkanir komu upp í klínískum rannsóknum, þannig að stjórnvöld ákváðu að hætta öllum HPV- bólusetningum. En hér láta menn eins og þeir hafi aldrei heyrt neitt slíkt og auglýsa að bóluefnið sé öruggt og alvarlegar aukaverkanir ekki þekktar. Þá mæla menn hér með Gardasil-bóluefninu, þrátt fyrir að öll þessi 463 sérkennilegu tilfelli sjálfsónæmissjúkdóma („potentially indicative of systemic autoimmune disorder(s)“) hafi komið upp í klín- ískum rannsóknum í Bandaríkj- unum á 29.323 þátttakendum og þar sem 37 voru skráðir látnir í tengslum við bóluefnið, en 255 skráðir með alvarlegar aukaverk- anir (holyhormones.com/womens- health/cervical-cancer/hpv-vaccine- controversy-indias-response-puts- the-world-to-shame/). Vonandi þarf ekki fleiri en tvö alvarleg tilfelli hér eins og komu upp á Spáni (sane- vax.org/victims-2/cervarix-victims/ cervarix-spain/) til að hætta þessari HPV-bólusetningu með Cervarix, þar sem læknar hér virðast auk þess ekki vilja taka á sig persónulega fjárhagslega ábyrgð fyrir því að bóluefnið sé öruggt. Viðbrögð við alvarlegum aukaverkunum eftir HPV-bólusetningu Eftir Þorstein Sch. Thorsteinsson » Af hverju er almenn-ingi ekki kynnt hvaða efni eru í bóluefn- um því þau eru jú flokk- uð undir lyf ... Þorsteinn Sch. Thorsteinsson Höfundur er formaður Samstarfs- nefndar trúfélaga fyrir heimsfriði og er meðlimur í félagi áhugamanna um bóluefni

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.