Morgunblaðið - 28.10.2011, Síða 23

Morgunblaðið - 28.10.2011, Síða 23
UMRÆÐAN 23 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 2011 Samkvæmt skoð- anakönnunum er mikill meirihluti þeirra Ís- lendinga sem taka af- stöðu til sjálfstæðis Palestínu hlynntur því að okkar þjóð hjálpi Palestínumönnum áleiðis í baráttunni til að stofna eigið ríki. Þó er til lítill hópur fólks á Íslandi sem er andsnúinn því að Palestínumenn njóti sömu mannréttinda og venju- legir Íslendingar telja sjálfsögð. Það hlýtur að vekja furðu margra að þennan hóp skorti mannúð til að samþykkja að hrakin þjóð í fjarlægu landi öðlist sjálfsagðan rétt til bú- setu og eðlilegs lífs í sínu eigin landi. Tveir úr þessum hópi hafa nýlega skrifað greinar í Morg- unblaðið. Skríbentarnir heita Skúli Skúlason og Ólína Klara Jóhanns- dóttir og eru í félaginu Ísland-Ísrael. Bæði ráðast þau gegn Pal- estínumönnum, fólki af annarri trú en þeirra eigin, og reyna að sannfæra lesendur sína um að hér fari hið versta fólk sem ætli að vinna okkur allt til miska sem það mögu- lega getur. Það er athyglisvert að sjá hve þessi skrif ríma við aðferðir sem gyðingahatarar fyrri tíma notuðu. Gyðingum voru eignaðir allir lestir og illur tilgangur og því var réttlæt- anlegt að ráðast gegn þeim. Há- punktur ofsóknanna var helför nas- ista. Líkt og Skúli og Ólína byggðu of- sækjendur gyðinga málflutning sinn á trúarofstæki og kynþáttahyggju. Norski fjöldamorðinginn Anders Breivik var á sömu slóðum í sínum málflutningi. Hann jós hatri sínu yf- ir múslima og eignaði þeim allt hið versta, eins og Skúli og Ólína. Sumir skrifa – aðrir skjóta. Gyðingahatarar nútímans Eftir Hjálmtý V. Heiðdal » Þó er til lítill hópur fólks á Íslandi sem er andsnúinn því að Pal- estínumenn njóti sömu mannréttinda og venju- legir Íslendingar telja sjálfsögð. Hjálmtýr V. Heiðdal Höfundur er kvikmyndagerð- armaður. Ársalir fasteignamiðlun og fyrirtækjasala Ef þú vilt selja, leigja eða kaupa fasteign eða selja eða kaupa fyrirtæki í rekstri, hafðu samband. Ársalir FASTEIGNAMIÐLUN Engjateigi 5, 105 Rvk 533 4200 Ársalir ehf fasteignamiðlun 533 4200 og 892 0667 arsalir@arsalir.is Engjateigi 5, 105 Rvk Björgvin Björgvinsson, löggiltur fasteignasali Ný fjarskiptaáætlun stjórnvalda 2011-2022 Opinn fundur verður haldinn miðvikudaginn 2. nóvember klukkan 11:50 til 14:00 á Grand Hótel Reykjavík í samstarfi við Ský - Skýrslutæknifélag Íslands. Yfirskrift fundarins: Ný fjarskiptaáætlun stjórnvalda fyrir árin 2011-2022 Dagskrá: 11:50 - 12:05 Afhending gagna 12:05 - 12:20 Fundur settur og hádegisverður borinn fram 12:20 - 12:30 Ávarp innanríkisráðherra, Ögmundar Jónassonar 12:30 - 12: 50 Kynning á áætluninni: Sigurbergur Björnsson, skrifstofustjóri 12:50 - 13:05 Öryggismál og mikilvægi fjarskiptainnviða: Þorleifur Jónasson og Stefán Snorri Stefánsson, fulltrúar frá Póst- og fjarskiptastofnun 13:05 - 13:25 Snertifletir fjarskiptaáætlunar við upplýsingasamfélagið: Guðbjörg Sigurðardóttir, skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu 13:25 - 13:55 Umræður 13:55 - 14:00 Samantekt: Gunnar Svavarsson, formaður Fjarskiptasjóðs Fundarstjóri: Steinunn Valdís Óskarsdóttir, sérfræðingur í innanríkisráðuneyti. Fundurinn er opinn hagsmunaaðilum og áhugamönnum um fjarskiptamál. Skráning og upplýsingar um verð er að finna á www.sky.is. Ég vissi það og var reyndar búinn að skrifa um þetta fyrir löngu að svona mundu þau enda afglöp sín. Þetta skrautlega vel- ferðarferðalag þeirra Jóhönnu og Stein- gríms. Það er lítill vandi að halda úti svona ferðalagi þegar þau geta setið við þetta í rólegheitum, jafnvel í minni- hluta á þingi og einstaklega aumk- unarverðu þrasi við virðulegan for- seta Íslands. Ég var löngu búinn að segja að Steingrímur og Jóhanna myndu finna sér upp eitthvert bellibragð og setja allt á fullt seinasta árið í stjórnarsetunni til að láta fólkið halda að þetta væru verk vinstri- stjórnar. Hvað varðar Steingrím um hvað ríkisendurskoðandi segir? Bara að afgreiða hann með því að segja að hann sé asni eða alla vega með fíflalæti og svo kom Ögmundur og skar hann úr snörunni (vinur er í raun reynist). Það var löngu ljóst að Stein- grímur og Jóhanna myndu aldrei treysta sér í kosningar með öll þau asnaspörk á bakinu sem nú eru þar. Það var aðeins spurning um hvern- ig þau reyndu að dylja svikin sem sennilega eru þau svæsnustu sem nokkur ríkisstjórn hefur fundið upp. Steingrímur og hans lið heldur áfram, meira segja slær öll met í sínum gjörðum, hann vogar sér að opinbera þetta fyrir þjóðinni. Mað- ur skilur bara ekki hvað þeim gengur til. Hann játar aðspurður að hann ætli ekki að hlífa mörgum í ár því nóg verði um peninga næst. Miklir peningar séu væntanlegir og því muni fjárlög næsta árs verðaallt önnur. Nú sé hægt að loka sjúkra- stofnunum og gildir þá einu hvar þær eru staðsettar, frekar illt að gera en ekkert. Þau gleyma að nefna fólk sem þúsundatali sár- vantar nauðþurftir, nær ekki end- um saman til að geta lifað. Og held- ur ekki þó að umsóknum um nauðþurftir hafi aukist um 62% frá árinu 2006. Þau bíta höfuðið af skömminni og loka mikilvægum líknarstofnunum. Þetta er svo brjál- æðislegur hugsunarháttur, og hvað þá framkvæmd, að slíkt væri varla hægt að telja mannlegt. Þarna fara fremst í flokki Steingrímur J. Sig- fússon, Jóhanna Sigurðardóttir og Guðbjartur Hannesson, kennari og svokallaður velferðarráðherra, en samt er hægt að kenna þetta allt við svokallaða norræna velferð. Stjórn er það ekki því landið er stjórnlaust. Ég skora á einhvern er telur sig hafa kjark til að fella þessa ólukkustjórn að gera það nú þegar og lofa fólki að komast að sem kann að stjórna. Að endingu bið ég fólk í landinu að muna vel hver situr í stjórnarráðinu 2008 til næstu kosn- inga. Mér er vel kunnugt um þær greiðslur sem sveitarfélögin eiga að greiða en það ber allt að sama brunni, ríkið er búið að mergsjúga þau inn að beini og þau eru ekki af- lögufær með neitt, standa sig jafn- vel betur en þetta tætingslið sem kennir sig við velferð og er að berja saman fjárlögin, á kostnað smæl- ingjanna. Reykjavík haustið 2011 Eftir Karl Jóhann Ormsson »Ég skora á einhvern er telur sig hafa kjark til fella þessa ólukkustjórn að gera það nú þegar og lofa fólki að komast að sem kann að stjórna. Karl Jóhann Ormsson Höfundur er fv. deildarstjóri. Morgunblaðið birtir alla útgáfudaga aðsendar umræðugreinar frá lesendum. Blaðið áskilur sér rétt til að hafna greinum, stytta texta í samráði við höfunda og ákveða hvort grein birtist í umræðunni eða í bréfum til blaðsins. Blaðið birtir ekki greinar, sem eru skrifaðar fyrst og fremst til að kynna starfsemi einstakra stofnana, fyrirtækja eða samtaka eða til að kynna viðburði, svo sem fundi og ráðstefnur. Móttaka aðsendra greina - nýr auglýsingamiðill  569-1100finnur@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.