Morgunblaðið - 28.10.2011, Blaðsíða 26
26 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 2011
✝ Stella RagnaEinarsdóttir
fæddist í Lúx-
emborg 27. ágúst
1975. Hún lést á
heimili sínu í Hol-
landi 12. október
2011.
Foreldrar henn-
ar voru Ásta Gunn-
arsdóttir, f. 30.
ágúst 1944, og Ein-
ar Sigurðsson flug-
stjóri, fæddur 6. október 1934, d.
10. desember 1999. Þau skildu
árið 1984. Bróðir hennar er
Gunnar Óðinn Einarsson en einn-
ig átti Stella Ragna tvö systkini
samfeðra, Ingibjörgu, sem nú er
látin, og Sigurð. Stella Ragna
ólst upp fyrstu sex ár ævi sinnar í
Lúxemborg en flutti þá heim til
Íslands og hóf skólagöngu hér.
Stella Ragna útskrifaðist sem
stúdent frá Fjölbrautaskólanum
Ragna aftur heim og hóf störf á
skrifstofu Air Atlanta. Stella
Ragna og Fakhar eignuðust sitt
fyrsta barn 4. febrúar 2004, sem
var drengur og fæddist andvana.
Hann var nefndur Elía Orri. Ári
seinna, eða 29. janúar 2005,
fæddist þeim stúlka, Míra Katrín,
sem var augasteinn móður sinn-
ar. Stella Ragna og Fakhar
skildu. Stella Ragna var mjög
listræn og mikið náttúrubarn og
hafði áhuga á ýmsum andlegum
málefnum. Hun lærði m.a. heilun
og jóga og hafði einnig mikinn
áhuga á ljósmyndun. Árið 2007
hóf Stella Ragna nám við Há-
skóla Íslands og lagði stund á
listfræði. Hún útskrifaðist með
BA-gráðu vorið 2010 og hélt þá
af stað til Hollands í meist-
aranám ásamt Míru Katrínu. Síð-
astliðið sumar voru þær mæðgur
heima á Íslandi og starfaði þá
Stella Ragna hjá Listasafni Ís-
lands. Stella Ragna var á seinna
árinu sínu í meistaranámi úti í
Hollandi þar sem hún lést.
Útför Stellu Rögnu verður
gerð frá Fossvogskirkju í dag,
28. október 2011, og hefst at-
höfnin kl. 15.
við Ármúla árið
1995. Þá hélt hún til
Madrid sem au-pair
í 1½ ár ásamt því að
vinna þar ýmis önn-
ur störf sem og að
læra spænsku. Hún
hóf störf sem flug-
freyja hjá Air Atl-
anta árið 1997 með
aðsetur í Sádi-
Arabíu. Hún var síð-
an flutt um set til
Madrid og flaug þaðan fyrir Atl-
anta í tæpt ár. Stella Ragna flutt-
ist aftur yfir til Jedda á vegum
Air Atlanta þar sem hún fór aft-
ur í pílagrímsflug. Þar kynntist
hún fyrrverandi eiginmanni sín-
um, Fakhar Abbas, ættuðum frá
Pakistan. Þau giftust árið 2001.
Sama ár fór Stella Ragna til Kan-
ada og stundaði nám við Seridan-
listaháskólann í Oakville einn
vetur. Vorið 2002 flutti Stella
Hjarta mitt og annarra ást-
vina er kramið þessa dagana og
enginn skilur tilganginn með
þessari óskiljanlegu gjörð Drott-
ins að taka í burtu unga konu í
blóma lífsins og skilja eftir litla
sex ára dúllu móðurlausa.
Þegar sólargeislarnir voru
farnir að lækka á lofti haustið
1975 fékk ég þær fréttir að ég
hefði eignast litla frænku í Lúx-
emborg. Þrátt fyrir að ég væri
einungis lítil stelpa sjálf hlakkaði
ég gríðarlega mikið til að fá að
sjá hana. Ég man alltaf eftir því
þegar Ásta kom loksins með
hana í litlu hvítu burðarrúmi og
ég gat ekki beðið eftir að fá að
halda á litlu frænku. Þegar
Stella Ragna var sex ára fluttist
hún loks til Íslands og frá þeim
tíma hafa leiðir okkar legið þétt
saman enda ósköp lítil fjölskylda
á ferð. Stuttu áður en Stella
Ragna fluttist heim frá Lúxem-
borg bauð Ásta mér að koma út
til þeirra og dveljast þar í einar
þrjár vikur yfir sumarið. Þá var
Stella Ragna lítil skotta sem mér
þótti voða gaman að passa. Hún
var með einstaklega fallegt
krullað, sítt rautt hár og var allt-
af svo mikil dúlla. Það er ým-
islegt sem við höfum brallað
saman í gegnum tíðina, t.d. var
oft farið í mömmó þar sem Stell-
urnar tvær, Stella Ragna og
Stella María, voru lillurnar og ég
og Valli bróðir vorum foreldr-
arnir eða ég átti þau öll þrjú. Í
mömmó lét ég þær alltaf fara í
skólann í þykjustunni og þá
breyttist ég úr mömmunni yfir í
kennarann og fannst okkur það
hinn eðlilegasti hlutur. Þær eru
svo ótalmargar sögurnar sem ég
á um hana Stellu Rögnu mína
sem nú eru orðnar að dýrmætum
minningum. Hún var góður
hlustandi og naut ég góðs af því.
Stella Ragna eignaðist tvö börn
um ævina, dreng sem fæddist
andvana er hún nefndi Elía Orra
og ári síðar eignaðist hún sól-
argeislann sinn hana Míru Katr-
ínu. Þær voru mjög nánar
mæðgur og gerðu alla hluti sam-
an. Stella Ragna var mikil lista-
gyðja og hafði fágaðan smekk á
hinum ýmsu gerðum listarinnar.
Hún hafði mikinn áhuga á and-
legum málefnum og lærði m.a.
heilun og jóga. Hún var mikið
náttúrubarn, alltaf kurteis og yf-
irveguð en óskaplega hláturmild
enda var ekki leiðinlegt þegar
við systkinabörnin hittumst því
þá lágum við oft í hláturskasti
yfir öllum gömlu minningunum
og bara yfir engu – það var bara
svo gaman. Stella Ragna var
glæsileg ung kona sem starfaði í
nokkur ár sem flugfreyja hjá Air
Atlanta og bjó um tíma bæði í
Jedda og Madrid þar sem hún
hafði aðsetur á meðan hún starf-
aði í fluginu. Hún hóf nám við HÍ
og lauk BA-gráðu í listfræði áður
en hún hélt af stað til Hollands í
meistaranám ásamt Míru Katr-
ínu sinni. Hún var á öðru ári í
meistaranáminu sínu þegar hún
varð bráðkvödd á heimili sínu að
morgni 12. október.
„Þú komst við hjartað í mér“
segir í ljóðinu fallega og er ég
hugsa til þín heyri ég röddina
þína, pínu djúpa, og svo hlát-
urinn og það er sárt.
Elsku Míra Katrín, Ásta,
Gunni og amma, stórt skarð er
höggvið í okkar litlu fjölskyldu.
Megi algóður Guð umvefja ykk-
ur hlýju og skilningi sem og að
styrkja ykkur í þessari miklu
sorg.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(Vald. Briem)
Margrét Ármann.
Þegar stórt er spurt er fátt
um svör og við sem eftir sitjum
spyrjum okkur þeirrar stóru
spurningar hver sé tilgangurinn
í því að ung móðir sé tekin í
burtu eins og hendi sé veifað, en
fáum ekkert svar. Lífið er óút-
reiknanlegt og aldrei hefði mér
dottið í hug að ég ætti eftir að
skrifa minningarorð um Stellu
Rögnu frænku mína svona
snemma.
Stella var ævintýragjörn, ró-
leg og góðhjörtuð með fallegt
krullað, rautt hár sem mér
fannst vera eitt hennar mesta
djásn. Hún var heimsborgari og
leið vel að búa erlendis enda
prófaði hún nokkra staði um æv-
ina. Við erum mjög lítil og náin
fjölskylda og eru minningarnar
sem ég á um Stellu margar. Við
nöfnurnar brölluðum margt
saman enda ekki nema þrjú ár
sem skildu okkur að. Ég man að
ég var ótrúlega stolt af því að
eiga frænku sem var þremur ár-
um eldri og sagði fólki óspart frá
því ef það kom sér vel í ein-
hverjum aðstæðum. Ég man
einnig vel eftir öllum barbíleikj-
unum heima hjá henni í Búð-
argerðinu þar sem dúkkan henn-
ar hét um tíma alltaf Ísabella þar
sem það var mikið uppáhalds-
nafn hjá henni. Þegar ég rifjaði
það upp fyrir stuttu við hana
mundi hún reyndar ekki eftir því
hve mikið hún hélt upp á það og
hlógum við að þessari minningu
saman. Okkur frænkunum
fannst við líka voða fyndnar þeg-
ar við hringdumst á og sögðum
„Stella, hæ þetta er Stella“.
Við nöfnurnar fórum út fyrir
þægindarammann í tvö sumur
og skelltum okkur saman í
Skagafjörðinn í sveit þar sem við
áttum góðan tíma þó svo að
borgarbarnið hafi haldið fast í
okkur. Við reyndum þó að borða
sveitamatinn, umgangast dýrin
og gefa þeim að éta eftir okkar
bestu getu.
Við Stellurnar ásamt Sissý
frænku minni stofnuðum SSS-
tríóið og tróðum upp við öll tæki-
færi sem við mögulega gátum
innan fjölskyldunnar nokkur ár
þar á eftir. Eurovision-lögin
ásamt landslögunum voru vinsæl
og æfðum við tímunum saman
sönginn og hermdum eftir atrið-
um. Eftirminnilegast hjá okkur
þremur saman var lagið Gleði-
bankinn þar sem ég var Sigga,
Sissý var Pálmi og Stella var Ei-
ríkur enda kom ekkert annað til
greina þar sem hún var alveg
með rétta hárið í hlutverkið.
Fyrir tæpum átta árum varð
Stella fyrir miklu áfalli þegar
hún fæddi andvana fullburða
dreng. Mikið rosalega fann ég til
með henni og held að það sé sorg
sem maður jafnar sig aldrei á.
Stella var mjög sterk og var ég
ótrúlega stolt af henni og hvern-
ig hún tók á þessari miklu sorg.
Ári seinna eignaðist hún annan
gullmola, Míru Katrínu, sem hún
fékk að halda og var sólargeisl-
inn í lífi hennar. Þær mæðgur
voru tvær að mestu og sinnti
Stella móðurhlutverkinu af mikl-
um dugnaði. Eftir situr því lítil
yndisleg sex ára stúlka sem skil-
ur ekkert í því hvað varð um
mömmu sína og erfitt að útskýra
fyrir henni tilganginn þegar eng-
inn annar skilur hann.
Elsku fjölskylda, Míra Katrín,
Ásta, Gunni og amma. Skarðið
er mikið og því enn meiri ástæða
til að halda fast utan um hvort
annað og þakka fyrir hvern dag
sem við höfum saman.
Takk fyrir allt og allt elsku
Stella mín og mun minningin um
þig lifa um aldur og ævi.
Stella María Ármann.
Það fyrsta sem kemur upp í
huga minn þegar ég hugsa um
Stellu Rögnu frænku mína er
mynd af henni og hennar ein-
staklega hlýja og fallega brosi.
Bros sem var svo einlægt og
sýndi svo mikinn kærleika.
Stella Ragna hafði alveg einstak-
lega góða nærveru og þegar við
frænkurnar rákumst hvor á aðra
voru samskipti okkar innileg og
hlý.
Þegar ég hugsa til baka þá
finnst mér Stella Ragna alltaf
hafa verið fullorðin því hún hafði
svo þroskaða og fágaða fram-
komu, alveg frá því hún var ung
stúlka. Hún bjó yfir einhverju
æðruleysi og maður fékk það á
tilfinninguna að hún væri svolítið
gömul sál sem vissi meira um líf-
ið og tilveruna en ungt fólk á
hennar aldri. Kannski var Stella
Ragna búin að læra allt sem hún
gat lært hér hjá okkur, ég veit
það ekki. Það er eitthvað svo
ósanngjarnt að ung, hraust móð-
ir á besta aldri sem gekk vel í
námi og starfi hafi þurft að
hverfa frá okkur svona fljótt en
ég mun alltaf minnast Stellu
Rögnu sem eins fallegasta kar-
akters sem ég hef á ævi minni
kynnst.
Megi Guð og englar vernda
Stellu Rögnu á þeim stað sem
hún mun nú dvelja á og vaka yfir
elskulegri dóttur hennar um
ókomna tíð.
Klara Stefánsdóttir.
Brosmild, geislandi og gáfum
gædd. Stella Ragna bauð af sér
góðan þokka með mikið og fal-
legt rautt hár. Við þekktumst frá
blautu barnsbeini þar sem fjöl-
skyldur okkar tengjast og mikill
samgangur þar á milli. Við stöll-
ur; Stella Ragna, Stella María og
ég, brölluðum margt á yngri ár-
um. Við stofnuðum hið bráð-
skemmtilega „SSS tríó“ og tróð-
um upp í ýmsum
fjölskylduboðum. Þar tókum við
t.d. Gleðibankann við mikinn
fögnuð viðstaddra. Þar var Stella
Ragna í hlutverki Eiríks Hauks-
sonar, Stella María lék Helgu
Möller og ég Pálma Gunnarsson.
Er ég afar þakklát fyrir allar
þær góðu stundir sem ég átti
með Stellu Rögnu.
Með fágaða framkomu, hóg-
vær og heilsteypt. Stella Ragna
vissi hvert hún stefndi. Það var
gaman að hitta hana í sumar.
Hún var ánægð í náminu úti í
Hollandi og glöð með sumarvinn-
una í listasafninu hérna heima.
Og stolt var hún af sólargeisl-
anum sínum, henni Míru Katr-
ínu. Ég dáðist alltaf að þeim
mæðgum. Samband Stellu
Rögnu við móður sína og ömmu
var að sama skapi aðdáunarvert,
byggt á kærleika, vináttu og
virðingu. Ég veit að Stella
Ragna mun vaka yfir fjölskyldu
sinni af himnum ofan.
Sorglegt, óraunverulegt og
ósanngjarnt. Enginn skilur svip-
legt fráfall Stellu Rögnu. Ætt-
ingjar hennar og vinir eru á
sáran hátt minntir á að enginn
veit hvað morgundagurinn ber í
skauti sér. Minningarnar um
yndislega stúlku ylja. Hlutverk
ástvina er að hlúa vel að elsku
Míru Katrínu. Reynast henni
stoð og stytta um ókomin ár og
heiðra minningu móður hennar
um alla framtíð.
Elsku Míra Katrín, Ásta,
Gunni og amma Stella. Missir
ykkar er mikill. Við systkinin,
foreldrar okkar og makar vott-
um ykkur okkar dýpstu samúð
og biðjum góðan Guð að vaka yf-
ir ykkur alla daga.
Sigþrúður Ármann.
Að setjast niður og skrifa
nokkur orð um svo stórbrotna
manneskju sem Stella var er
nær ómögulegt. Hvar skal byrja,
hvað skal skrifa? Stella er mér
afar kær og hefur verið ein af
mínum bestu vinkonum síðan við
vorum 17 ára. Samskipti okkar
hafa alltaf verið náin og deildum
við öllum okkar helstu hugðar-
efnum hvor með annarri. Við
gátum talað saman tímunum
saman og hlegið þangað til svit-
inn rann af okkur og kinnarnar
voru orðnar stirðar. Kaldhæðni
og stór orð voru okkar fag á
þessum stundum. Helstu ein-
kenni Stellítu, eins og hún var
kölluð okkar á milli, voru þau að
hún hafði sterkar skoðanir á öllu
og tjáði þær jafnóðum. Stellíta
vissi hvað hún vildi og fann leiðir
til að láta það verða. Það sem
hún tók sér fyrir hendur gerði
hún ekki 100% heldur 170%,
sama hvort það var foreldrahlut-
verkið, vinna, skóli eða allt þetta
í senn. Stella var líka hlý og
glaðlynd. Móðurhlutverkið fór
Stellu afar vel, hún naut þess að
stússast í kringum Míru litlu og
skapa henni gott líf. Stella var
svo margt og svo mikið, veröldin
verður ekki sú sama án hennar,
ekki eins litrík.
Ég votta Ástu, Míru, Gunnari
og fjölskyldu samúð á þessum
erfiðu tímum.
Guðrún Sv. og Embla.
Stella Ragna
Einarsdóttir
HINSTA KVEÐJA
Við biðjum að þér ljóssins englar
lýsi
og leiði þig hin kærleiksríka hönd
í nýjum heimi æ þér vörður vísi,
sem vitar inn í himnesk sólarlönd.
Þér sendum bænir upp í hærri
heima
og hjartans þakkir öll við færum
þér.
Við sálu þína biðjum guð að
geyma,
þín göfga minning okkur heilög er
(Guðrún Elísabet Vormsdóttir)
Við sendum aðstandend-
um Stellu okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Fyrir hönd fyrrverandi
samstarfsfólks í viðhalds-
deild Air Atlanta,
Viðar Hjartarson.
✝
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, sambýlis-
maður, bróðir, afi og langafi,
MAGNÚS GUÐMUNDSSON
fyrrum vegaverkstjóri
frá Drangsnesi,
sem lést á hjúkrunarheimilinu Eir mánu-
daginn 17. október, verður jarðsunginn frá
Drangsneskapellu laugardaginn 29. október kl. 14.00.
Valgerður G. Magnúsdóttir, Ásbjörn Magnússon,
Guðmundur B. Magnússon, Guðrún Guðjónsdóttir,
Sigríður B. Magnúsdóttir, Arinbjörn Bernharðsson,
Ester Friðþjófsdóttir,
Sigurgeir H. Guðmundsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Hjartanlegar þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför ást-
kærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu,
langömmu og langalangömmu,
GUÐRÚNAR S. BJÖRNSDÓTTUR
frá Hálsi,
Vestmannaeyjum.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Hraunbúða og Heilbrigðis-
stofnunar Vestmannaeyja fyrir góða umönnun.
Sveinbjörg Óskarsdóttir, Stefán B. Ólafsson,
Elín Óskarsdóttir Hafberg, Eysteinn Hafberg,
Sigursteinn Óskarsson, Sigrún Ágústsdóttir,
Birgir Óskarsson, Pálína Svanhvít Guðbrandsdóttir
og fjölskyldur.
✝
Elskuleg systir okkar,
KATRÍN ATLADÓTTIR,
lést á Landspítalanum fimmtudaginn
13. október.
Útförin hefur farið fram.
Þökkum sýnda samúð og hlýhug.
Fyrir hönd aðstandenda,
Atli Elfar Atlason,
Ómar Atlason.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
ÞÓREY J. BJARNADÓTTIR,
umboðsmaður
Happdrættis Háskóla Íslands,
lést á hjúkrunarheimilinu Eir mánudaginn
10. október.
Útförin hefur farið fram.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á hjúkrunarheimilinu
Eir fyrir alúð og góða umönnun.
Ríkarður Másson, Herdís Þórðardóttir,
Björn Másson, Kolbrún Dexter,
María Másdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar og afi,
ÓLI TYNES JÓNSSON
fréttamaður,
Hamrahlíð 23,
Reykjavík,
lést aðfaranótt fimmtudagsins 27. október á
líknardeild Landspítalans í Kópavogi.
Vilborg Halldórsdóttir,
Jón Gunnar Ólason,
Jón Þór Ólason
og barnabörn