Morgunblaðið - 28.10.2011, Qupperneq 27
MINNINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 2011
✝ SigríðurÁgústsdóttir
fæddist á Ljót-
arstöðum í Austur-
Landeyjum 21.
ágúst 1933. Hún
lést á Hjúkrunar-
og dvalarheimilinu
Lundi á Hellu hinn
17. október 2011.
Foreldrar henn-
ar voru Ágúst
Kristjánsson, f.
18.12. 1897, d. 3.8. 1983, frá
Auraseli í Fljótshlíð og Guð-
björg Guðjónsdóttir frá
Hamragörðum í Stóra-
Dalshverfi, f. 6.10. 1898, d.
18.1. 1996. Þau voru lengst af
bændur á Snotru í A-
Landeyjum en síðar kennd við
Hellu á Rangárvöllum. Systk-
ini Sigríðar eru: Eyvindur, f.
1937, giftur Guðrúnu Aradótt-
ur, Kristján, f. 1938, giftur
Gerði Stefaníu Elimarsdóttur,
og Bóel, f. 1939, gift Karli Við-
ari Marmundssyni.
Sigríður giftist árið 1953
Sigurði Haraldssyni frá Tjörn-
um undir Vestur-Eyjafjöllum,
f. 20.4. 1919, d. 28.1. 1998. Þau
bjuggu fyrstu árin á Hellu en
fluttu síðar að Hólum í Hjalta-
dal og loks að Kirkjubæ á
13.7. 1992. 3) Guðbjörg
Ágústa, f. 2.11. 1958, gift Ell-
ert Eiríkssyni, f. 1.5. 1938,
dóttir þeirra er Guðbjörg Ósk,
f. 17.4. 1997; áður í sambúð
með Kristófer Pálssyni, börn
þeirra eru a) Sigurður Ingi, f.
25.7. 1976, giftur Hönnu Maríu
Kristjánsdóttur, börn Ólöf
Björg, Eiríka Ýr og Ljósbrá
Líf; b) Una Björk, f. 23.2.
1982, í sambúð með Birgi A.
Sanders, sonur hennar er Elv-
ar Örn, c) Páll Kristinn, f.
27.9. 1983, kvæntur Dóru Egg-
ertsdóttur. 4) Ágúst, f. 31.10.
1964, kvæntur Unni Ósk-
arsdóttur, f. 20.6. 1967, börn
þeirra eru a) Elvar, f. 13.8.
1982, sonur Gyðu Lúðvíks-
dóttur, í sambúð með Sigríði
Arngrímsdóttur, þeirra sonur
er Arngrímur Ágúst, b) Hjörv-
ar, f. 10.8. 1991, c) Assa, f.
11.8 1996, og d) Dagur, f.
12.6.1999.
Silla átti heima í foreldra-
húsum á Snotru í Austur-
Landeyjum til tvítugs en stofn-
aði þá til heimilis og bjó lengst
af á Kirkjubæ á Rangárvöllum
og síðar í Reykjavík. Hún
starfaði sem húsmóðir og sá
fyrir sér og sínum með hand-
verki um árabil. Sillu var glað-
værð og hófsemi í blóð borin
og þeir er til þekktu töldu
skemmtilegri manneskju vand-
fundna.
Útför Sigríðar fer fram frá
Oddakirkju í dag, 28. október
2011, og hefst athöfnin kl. 14.
Rangárvöllum, en
slitu samvistir árið
1977. Þau eign-
uðust saman fjög-
ur börn en fyrir
átti Sigurður þá
Kristján, Harald,
Valgarð, Hermóð
og Þórhall. Börn
Sigríðar og Sig-
urðar eru: 1) Guð-
jón, f. 7.2. 1954, í
sambúð með Ingu
Jónu Kristinsdóttur, f. 8.10.
1966, áður giftur Guðbjörgu
Óskarsdóttur og eru þeirra
börn a) Halldór, f. 31.3. 1975, í
sambúð með Helle Laks, börn
Sunneva, Harri og Leó; b)
Davíð, f. 5.4. 1976, kvæntur
Söru Hlín Hálfdanardóttur,
börn Alvar Davíð, Hávar Daní-
el og Hugrún Eva; c) Andri
Geir, f. 19.8. 1985, og d) Guð-
björg Sandra, f. 14.2. 1991. 2)
Sigríður Járngerður, f. 24.9.
1955, var gift Ingvari Elías-
syni og börn þeirra eru a)
Hildur Sjöfn, f. 23.2. 1976, gift
Valgeiri Guðlaugssyni, börn
Fannar Daði og Embla Kristín;
b) Davíð Örn, f. 2.3. 1983 í
sambúð með Önnumaríu Þor-
steinsdóttur og er þeirra son-
ur Daníel; c) Sigríður Sara, f.
Kveðja frá börnum
Ég flyt þér móðir þakkir þús-
undfaldar,
og þjóðin öll má heyra kvæðið mitt.
Er Íslands mestu mæður verða taldar,
þá mun það hljóma fagurt nafnið þitt.
Blessuð sé öll þín barátta og vinna.
Blessað sé hús þitt, garður feðra
minna,
sem geymir lengi gömul spor.
Haf hjartans þakkir, blessun barna
þinna,
og bráðum kemur eilíft vor.
(Davíð Stefánsson)
Guðjón, Sigríður
(Sirrý), Guðbjörg og
Ágúst.
Lífið streymir fram endalaust
eins og óstöðvandi elfur. „Kyn-
slóðir koma og kynslóðir fara.“
Mannlegur máttur er ekki þess
umkominn að stöðva þann
straum, enda ekki æskilegt.
Þessi staðreynd varð mér svo
augljós þegar tengdamóðir mín
Sigríður Ágústsdóttir kvaddi
þennan heim, þreytt. Aðeins 38
klst. áður hafði gengið í heilagt
hjónaband í Breiðabólstaðar-
kirkju í Fljótshlíð barnabarn
hennar. Ungu hjónin ganga nú
saman út í lífið full bjartsýni.
Kynslóðir koma. Framtíðin
er þeirra. Silla tengdamóðir mín
er aftur á móti af þeirri kynslóð
sem er að fara. Hún var sveita-
stúlka, fæddist og ólst upp í
sveit og búskaparár sín helgaði
hún sig húsfreyjustarfinu. Fyrir
tveimur áratugum lágu leiðir
okkar saman, en þá giftist ég
dóttur hennar. Silla var þá flutt
úr sveitinni til höfuðborgarinn-
ar, og var búsett að Iðufelli 12.
Mun ég minnast þess tímabils í
ævi hennar. Hún var einstak-
lega ljúf og hlý kona sem var
gestrisin og góð heim að sækja.
Veraldleg gæði voru ekki mulin
undir hana, en sparsemi og skil-
vísi voru henni í blóð borin. Hún
barðist við geðsjúkdóm sem á
stundum lék hana grátt, en
þeim mun bjartari voru góðu
tímarnir, sagði brandara og lék
á als oddi. Mörg gullkorn hrutu
henni af vörum sem eru geymd.
Hún var elsk að börnum sínum
og barnabörnum. Hangikjöt var
hennar veislumatur sem hún
vildi hafa sem oftast á borðum,
góð heim að sækja. Þá var Ni-
vea-krem og rauður varalitur
ómissandi í hennar daglega lífi,
án þeirra gat hún ekki verið. Jó-
hannes í Bónus kom óafvitað
töluvert við sögu hjá henni. Silla
hafði ekki bílpróf og fór því allra
sinna ferða fótgangandi eða með
strætó. Bónus rak um árabil
verslun við húsdyrnar í Iðufell-
inu, henni fannst það ákaflega
hentugt og jók lífsgæði hennar,
hún dásamaði Jóhannes oft og
mörgum sinnum. En svo kom
reiðarslagið, Bónus var lokað í
Iðufellinu þegar hún var komin
á efri ár og átti erfiðara með að
fara í langar verslunarferðir.
Hún vonaði í lengstu lög að þeir
Bónusmenn endurskoðuðu
ákvörðun sína. En svo varð ekki.
Að leiðarlokum flutti hún aft-
ur í sveitina sín þar sem hún lést
og verður jarðsett. „Römm er sú
taug er rekka dregur föður túna
til“ á við nú sem oftar, hvort
sem karl eða kona á í hlut. Ljúf-
sárar minningar hrannast upp á
kveðjustund og hinar góðu
standa uppúr, en þær lakari
hverfa í móðu sem betur fer.
Blessuð sé minning Sigríðar
Ágústsdóttur frá Snotru.
Ellert Eiriksson.
Sunnudagurinn 16. október
var erfiður dagur, en þá áttaði
ég mig á því að ég ætti ekki eftir
að fá að hitta ömmu Sillu aftur.
En ég er engu að síður mjög
þakklátur fyrir að hafa náð að
kveðja. Það er ótrúlegt að mað-
ur sjái það svona seint hvað tím-
inn er fljótur að líða og að fólk
er ekki til eilífðar.
Amma Silla var falleg og góð
kona, mikið man ég hvað það var
gaman að koma í stóru blokkina
í heimsókn, þá fór amma á fullt
að finna til eitthvað gott að
borða svo litli drengurinn færi
nú pottþétt ekki svangur í
burtu. Öll þau skipti sem maður
gisti hjá ömmu Sillu, alltaf gat
maður gramsað og fundið eitt-
hvað sem maður hafði ekki séð
fyrr. Hún tók öllum uppátækj-
um og fíflagangi með miklu jafn-
aðargeði og ekki man ég eftir að
hún hafi nokkurn tímann
skammað mig.
Ég er mjög þakklátur fyrir að
hafa átt ömmu Sillu og mun
gera mitt besta í að segja sögur
af henni í framtíðinni svo að
barnabarnabörnin viti að hún
var æðisleg kona sem var þess
virði að kynnast og vera í kring-
um. Ég veit að þú munt fylgjast
grannt með í framtíðinni og
munt fylgja mér alla ævi, mér
þykir vænt um þig amma mín og
ég vona svo innilega að þér líði
vel þar sem þú ert núna og þú
mátt skila kveðju frá mér. Þín er
sárt saknað amma mín.
Þinn
Páll.
Elsku Silla amma. Nú er
komið að kveðjustund. Margar
góðar minningar koma upp í
hugann þegar ég hugsa til baka,
enda dvaldi ég oft hjá þér þegar
ég var lítill strákur. Það var
mikið ævintýri að fá að fara til
þín í pössun í Reykjavík því þar
fékk ég að gera marga spenn-
andi hluti eins og að fara í
strætó og bíó, sem þótti mikið
sport á þeim tíma.
Það var líka fátt skemmti-
legra en að fá þig í heimsókn í
Garðinn. Minningar um smit-
andi hlátur þinn, heimagerðar
flatkökur og ís með kokteil-
ávöxtum fá mig til að brosa. Þú
hefur örugglega ekki verið sú
vinsælasta í stigaganginum þeg-
ar þú bakaðir flatkökur á elda-
vélarhellunni með allt opið út, en
góðar voru þær.
Ég veit að nú líður þér vel, í
faðmi langömmu og langafa, og
ég er þakklátur fyrir að hafa
fengið tækifæri til að kveðja þig.
Hvíl í friði elsku amma mín.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum)
Sigurður Ingi Kristófersson.
Elsku fallega amma mín er
fallin frá og margar minningar
koma upp í hugann. Sterk er
minningin um hversu gaman var
að koma í heimsókn eða í pössun
til ömmu Sillu á Njálsgötuna.
Þar fékk ég að fara í skápinn
hennar ömmu og máta fínu kjól-
ana og skartið hennar. Það vakti
mikla gleði hjá mér og ekki síð-
ur hjá henni. Einnig lumaði hún
oft á einhverju góðgæti eins og
súkkulaði og tyggjói í veskinu
sínu sem hún bauð okkur upp á.
Henni ömmu fannst nú gam-
an að bjóða til veislu og var þar
oft hangikjöt og meðlæti enda
var það uppáhaldsmaturinn
hennar. Síðustu ár hefur þér
hrakað en það var vel hugsað
um þig á hjúkrunar- og dval-
arheimilinu Lundi á Hellu og
það var greinilegt hversu starfs-
fólkinu þótti nú vænt um þig
elsku amma mín. Ég mun ávallt
hugsa til þín og er þakklát fyrir
stundirnar sem ég átti með þér.
Ég kveð þig nú í hinsta sinn með
þessu ljóði:
Bros þú færðir í marga.
Hlýju í hjarta allra.
Góðhjarta við allt og alla.
Nú á góðum stað þú fórst og alltaf á
báðum fótum stóðst.
Minning þín mun alltaf vera í mínu
hjarta,
elsku amma góða ferð til þíns
heima,
guð og englar munu þig geyma.
(Davíð, 1991)
Hvíldu í friði amma mín.
Þín
Una Björk.
Elsku langamma, ég vildi að
þú hefðir lifað lengur því það var
svo gaman að hitta þig í sveit-
inni. Það var líka gaman að
heimsækja þig í Reykjavík. Þú
varst alltaf svo góð við mig. Þú
varst ljúf og góð kona.
Láttu nú ljósið þitt
loga við rúmið mitt.
Hafðu þar sess og sæti,
signaði Jesús mæti.
(Höf. ók.)
Þinn
Elvar Örn.
Kær mágkona mín, Sigríður
Águstsdóttir, eða Silla, eins og
hún var ævinlega kölluð af vin-
um og vandamönnum, er látin.
Andlát hennar kom ekki á óvart,
en samt er eins og maður sé ald-
ei viðbúinn. Jafnvel þótt vitað sé
að bati er ekki framundan, þá
ríkir alltaf sorg og söknuður hjá
ættingjum og vinum við lífslok.
Söknuður eftir því sem áður var
og kemur aldrei aftur. En svona
er lífið og ekkert annað að gera
en að sætta sig við það og halda
áfram veginn, þangað til að
manni sjálfum kemur.
Silla fékk hægt andlát, sofn-
aði út af hægt og hljótt, sem mér
finnst vera í stíl við hennar
framgöngu alla, eins og ég
þekkti hana. Ég var átta og hún
fimmtán ára þegar hún og fjöl-
skylda hennar fluttu í nágrenni
við mig og mína. Við höfðum þó
vitað hvor af annarri áður,
vegna vináttu fjölskyldna okkar.
Silla hafði góða söngrödd og
gott tóneyra. Á æskuheimili
hennar var til orgel og átti hún
auðvelt með að spila á það eftir
eyranu, eins og sagt er, ein
systkina sinna, held ég mér sé
óhætt að seigja. Ég man líka eft-
ir Sillu og vinkonum hennar, þar
sem þær sungu raddað við gít-
arundirleik á einhverri sam-
komu á Krossi í gamla daga.
Silla giftist ung Sigurði Har-
aldssyni, sem síðar kenndi sig
við Kirkjubæ og bjó með honum
þar og víðar. Eftir að leiðir
þeirra skildi flutti hún til
Reykjavíkur og bjó þar ein, á
meðan hún hafði heilsu til eða
þar til fyrir u.þ.b.tveimur árum,
að hún flutti á Dvalar- og hjúkr-
unarheimilið Lund á Hellu.
Silla var aldrei rík af verald-
legum auði, hennar auðlegð fólst
í börnum hennar og afkomend-
um öllum, sem hún elskaði og
dáði. Lífið var henni ekki alltaf
auðvelt en hún átti við vanheilsu
að stríða á tímabilum ævinnar,
en ég held samt að góðu stund-
irnar hafi verið fleiri, og þá var
hún björt og brosandi og góð
heim að sækja. Þannig man ég
hana. Silla var falleg sem ung
stúlka og hún var falleg fullorðin
kona og hélt þeirri fegurð til
hinsta dags. Hún var líka góð
kona, sem öllum vildi vel. Við
Eyvindur vottum aðstandendum
innilega samúð. Sillu þökkum
við samfylgdina og biðjum henni
blessunar Guðs.
Guðrún Aradóttir.
Elsku amma mín, þegar ég
hugsa til baka og minnist þess
hvað við áttum góða tíma saman
þá er ótrúlegt hvað tíminn hefur
í raun liðið hratt. Flestar minn-
ingar mínar sem ég á frá því ég
var 3-6 ára eru um þig enda var
ég hjá þér alla virka daga eftir
leikskólann. Við urðum strax
perluvinir þar sem við höfðum
sama húmorinn og mér leið allt-
af vel heima hjá ömmu.
Ég var í leikskóla hinum
megin í Reykjavík en þér þótti
ekki tiltökumál að sendast á eft-
ir mér alla daga. Það breyttist
sem betur fer aldrei, þú hafðir
alltaf tíma fyrir okkur barna-
börnin þín.
Á jólunum var líka gaman að
fylgjast með þér þar sem þú
varst í raun alveg jafn mikið
jólabarn og við hinir krakkarnir.
Þú varst alltaf svo spennt og
stundum varstu búin að kaupa
allar gjafir í september og
skreyta allt heima hjá þér mán-
uði síðar.
Þegar ég varð orðinn eldri þá
hjólaði ég eða tók strætó oft til
þín og stundum með vini með
mér. Þú varst alltaf með eitt-
hvert góðgæti á boðstólum, flat-
kökurnar frá ömmu voru engu
líkar enda grunar mig að góðum
skammti af sykri hafi verið bætt
við, a la amma.
Seinna þegar ég var farinn að
hjálpa þér með því að keyra þig
á hina og þessa staði og í raun
farinn að nálgast fullorðinsaldur
þá varst þú alltaf að reyna plata
inn á mig peningum fyrir, jafn-
vel þótt ég þvertæki fyrir það!
Þú varst alltaf með hugann við
okkur barnabörnin þín.
Það sem í raun einkenndi þig
var hversu glöð þú varst alltaf,
yfirleitt stutt í hlátur hjá þér.
Seinustu árin hjá þér hafa verið
erfið og því er það huggun að þú
færð hvíld núna. Það breytir því
ekki að ég mun alltaf sakna þín,
amma mín.
Kær kveðja,
Davíð.
Elsku amma mín.
Það eru margar minningar
sem koma í hugann þegar ég
sest niður til að skrifa. Þegar ég
var yngri og þú bjóst á Nálsgöt-
unni þá tók ég oft strætó úr Ár-
bænum og kíkti í heimsókn til
þín. Ég var alltaf velkomin og
vinir mínir líka og alltaf dróstu
fram fullt af góðgæti handa okk-
ur. Enginn fór heim svangur eft-
ir að hafa heimsótt þig, amma
mín. Þau eru líka ofarlega í huga
mér þau ófáu skipti sem þú
komst í strætó til okkar með
pönnukökur sem þú varst nýbú-
in að baka.
Ég man líka eftir öllum jól-
unum sem þú varst hjá okkur og
fannst okkur systkinunum það
ómissandi hluti af jólunum að
hafa ömmu með okkur. Þú varst
mikið jólabarn og hafðir mikið
gaman af því að taka upp pakk-
ana. Þú gafst líka mjög margar
jólagjafir og hjálpaði ég þér oft
að kaupa og pakka inn gjöfun-
um. Þótt barnahópurinn væri
orðinn stór þá tókstu ekki í mál
annað en að kaupa jólagjafir
handa þeim öllum. Meðan
langamma lifði þá fór ég oft með
þér austur að heimsækja lang-
ömmu. Þetta er alveg ómetan-
legt að hafa fengið að fara með
þér í þessar ferðir. Ég á eftir að
sakna þín mikið en það er hugg-
un að vita að þér líður betur
núna.
Kær kveðja,
Hildur.
Sigríður
Ágústsdóttir
V i n n i n g a s k r á
26. útdráttur 27. október 2011
A ð a l v i n n i n g u r
Kr. 2.000.000 kr. 4.000.000 (tvöfaldur)
1 3 9 8 2
V i n n i n g u r
Kr. 100.000 Kr. 200.000 (tvöfaldur)
9 8 0 8 6 0 6 3 4 6 9 3 5 3 7 0 7 2 9
V i n n i n g u r
Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur)
45 5665 13189 18025 43662 57532
3341 10324 16685 21205 51598 66846
V i n n i n g u r
Kr. 15.000 Kr. 30.000 (tvöfaldur)
3 0 1 4 2 2 5 2 3 2 5 8 3 2 4 9 1 4 0 5 4 4 5 2 9 5 5 6 3 0 7 1 7 3 3 6 0
5 3 3 8 1 5 0 5 4 2 5 3 5 4 3 2 5 0 2 4 0 6 6 2 5 4 9 9 9 6 4 2 6 8 7 4 1 0 1
6 5 1 7 1 6 9 5 3 2 6 3 0 0 3 2 5 9 8 4 1 9 2 4 5 5 6 5 6 6 5 2 4 8 7 5 1 4 0
7 5 7 9 1 7 1 3 0 2 6 5 2 8 3 3 7 1 6 4 1 9 5 9 5 8 5 7 9 6 5 9 7 5 7 6 3 8 7
7 7 3 8 1 7 9 5 9 2 7 0 5 3 3 5 7 0 3 4 3 0 4 9 6 0 1 7 7 6 6 6 3 7 7 6 4 8 0
1 0 7 3 6 1 8 5 1 1 2 7 2 9 8 3 7 1 8 1 4 5 5 7 9 6 0 5 1 5 6 8 2 0 6 7 7 1 4 8
1 1 4 0 8 2 1 0 7 5 2 7 7 4 3 3 8 2 5 4 4 5 7 6 0 6 1 1 9 3 6 8 2 7 0 7 8 6 6 1
1 1 9 1 0 2 1 2 9 7 2 8 3 3 0 3 8 6 0 7 4 8 8 6 6 6 1 5 3 0 6 9 2 6 2 7 8 9 4 9
1 2 3 7 8 2 1 5 1 0 2 8 9 5 1 3 9 1 1 5 4 9 6 9 8 6 2 4 4 4 7 2 0 0 2 7 8 9 5 3
1 2 8 5 3 2 1 6 6 2 2 9 1 5 3 4 0 4 6 8 4 9 8 1 1 6 2 8 1 9 7 2 8 2 9 7 9 9 3 7
V i n n i n g u r
Kr. 9.000 Kr. 18.000 (tvöfaldur)
3 3 8 8 2 1 1 9 0 8 8 3 0 4 0 4 4 1 6 3 3 5 2 4 5 0 5 9 9 8 2 6 9 3 0 3
2 7 9 9 0 2 5 1 9 1 4 2 3 0 6 1 6 4 1 8 5 2 5 2 9 2 2 6 0 0 3 2 6 9 9 6 0
5 3 5 9 1 4 9 1 9 6 0 0 3 1 1 1 1 4 3 2 6 9 5 3 3 0 9 6 0 7 1 5 6 9 9 9 6
5 4 1 9 3 6 0 1 9 6 3 8 3 1 9 4 6 4 3 3 9 2 5 3 3 2 8 6 0 7 5 0 7 0 5 0 1
5 6 1 9 7 1 8 1 9 8 8 5 3 3 8 0 8 4 3 5 6 4 5 3 6 3 4 6 0 9 6 3 7 0 6 3 1
6 3 6 1 0 8 4 4 1 9 9 2 5 3 3 8 3 7 4 4 0 5 3 5 3 7 7 4 6 1 2 0 0 7 0 9 8 5
7 2 8 1 0 9 0 2 2 1 1 5 2 3 3 9 1 7 4 4 5 2 2 5 4 2 9 4 6 1 4 5 5 7 1 4 0 5
8 9 3 1 1 1 2 4 2 1 2 2 6 3 4 1 8 7 4 5 1 2 0 5 5 0 4 4 6 1 6 0 2 7 1 5 5 3
9 1 8 1 1 1 5 4 2 1 3 7 0 3 4 3 3 3 4 5 1 4 1 5 5 4 0 0 6 1 6 3 6 7 2 5 7 0
1 4 3 1 1 1 4 5 7 2 1 5 6 4 3 4 4 9 9 4 5 2 0 1 5 5 7 5 1 6 1 6 5 0 7 3 3 3 1
1 5 7 0 1 1 6 4 2 2 1 8 6 5 3 5 8 3 4 4 5 4 0 3 5 6 0 1 2 6 2 0 3 5 7 3 4 6 8
1 8 0 4 1 1 6 8 0 2 1 9 3 2 3 6 0 6 5 4 5 6 0 9 5 6 2 0 0 6 2 3 1 1 7 4 1 3 9
2 3 5 9 1 1 8 1 6 2 2 1 5 2 3 6 2 3 7 4 5 8 6 6 5 6 3 6 4 6 3 6 1 4 7 4 6 0 4
2 9 1 0 1 2 0 0 9 2 2 1 7 4 3 6 4 5 0 4 5 9 7 2 5 6 9 2 5 6 3 7 5 9 7 5 0 5 4
3 7 2 7 1 2 6 2 0 2 2 7 6 6 3 6 6 5 0 4 6 2 1 9 5 7 1 8 8 6 3 9 3 4 7 5 1 4 9
4 1 2 2 1 2 7 0 7 2 2 8 5 5 3 6 6 9 3 4 6 2 8 8 5 7 2 1 6 6 4 0 0 3 7 5 4 3 3
4 5 1 7 1 2 8 1 5 2 3 0 8 6 3 7 2 8 1 4 6 4 0 8 5 7 5 7 8 6 4 7 6 9 7 5 6 2 8
4 6 2 1 1 3 0 9 9 2 3 2 5 4 3 7 5 0 7 4 7 5 3 1 5 8 0 3 4 6 5 5 9 9 7 6 0 7 4
4 6 3 9 1 4 0 1 2 2 3 9 3 2 3 7 6 3 4 4 7 5 8 0 5 8 1 9 5 6 5 7 8 2 7 7 5 0 3
4 7 9 8 1 4 4 5 2 2 3 9 5 7 3 7 6 9 5 4 7 7 3 1 5 8 3 7 0 6 5 8 1 3 7 7 8 8 5
5 0 0 7 1 4 6 4 4 2 4 1 3 6 3 7 7 3 1 4 8 0 7 3 5 8 4 9 0 6 6 0 6 8 7 8 3 8 3
5 1 9 4 1 4 9 8 1 2 4 2 9 5 3 8 1 1 4 4 8 1 9 4 5 8 4 9 4 6 6 2 8 0 7 8 8 4 3
5 2 3 5 1 5 9 8 7 2 5 0 7 6 3 8 2 7 1 4 9 1 2 5 5 8 7 8 3 6 6 4 0 3 7 8 8 8 8
5 5 4 2 1 6 0 4 3 2 6 0 5 1 3 8 3 6 4 4 9 6 8 0 5 8 9 1 4 6 6 4 8 6 7 9 0 6 4
5 7 8 0 1 6 8 5 5 2 6 1 6 6 3 8 8 1 9 5 0 3 8 5 5 9 0 4 2 6 6 6 1 1 7 9 4 9 4
6 5 5 9 1 7 1 0 3 2 6 1 7 5 3 8 9 0 5 5 0 5 2 5 5 9 4 1 6 6 6 7 9 0 7 9 5 6 8
6 7 9 8 1 7 2 3 5 2 7 0 2 7 3 9 2 4 8 5 0 9 0 3 5 9 4 8 7 6 7 0 3 1
7 3 8 0 1 7 6 4 9 2 7 3 5 0 3 9 6 1 1 5 0 9 3 0 5 9 5 6 2 6 7 0 7 3
7 6 5 1 1 7 6 9 0 2 7 5 3 7 3 9 6 5 3 5 1 4 1 2 5 9 5 8 6 6 7 5 5 0
7 6 7 6 1 8 1 6 6 2 8 0 2 3 4 0 1 4 8 5 1 5 7 6 5 9 6 4 5 6 8 3 8 4
8 1 8 6 1 8 4 6 1 2 8 1 5 1 4 0 8 5 0 5 1 8 1 4 5 9 8 5 5 6 8 4 2 0
8 5 6 4 1 8 7 4 5 2 8 4 1 3 4 1 0 0 8 5 2 1 6 9 5 9 9 2 0 6 8 9 6 1
Næstu útdrættir fara fram 3. nóv, 10. nóv, 17. nóv, 24. nóv & 1. des 2011
Heimasíða á Interneti: www.das.is