Morgunblaðið - 28.10.2011, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 28.10.2011, Blaðsíða 36
36 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 2011 Gunnar S. Magnússon sýnir gleymdar abstraksjónir frá sjötta áratugnum í Stúdíó Stafni, Ingólfsstræti 6, á laug- ardag kl. 15.00-17.00. Gunnar vann myndirnar í gvass í upp- hafi áratugarins, en sýnir þær nú í fyrsta sinn, enda hafa verkin legið óhreyfð lengi og ekki komið fyrir almennings- sjónir áður. Þau eru vitnis- burður um myndlist á þessum tíma og ekki síst fyrir Gunnar sjálfan. Verkin eru unnin í Noregi og á Ítalíu á árunum 1951- 1956. Sýningin í Stúdíó Stafni er sölusýning og öll- um opin. Myndlist Abstraksjónir frá sjötta áratugnum Slökkviliðsmaður, gvass Uppistands-einleikurinn Dag- bók Önnu Knúts – Helförin mín verður frumsýndur í Gafl- araleikhúsinu í kvöld kl. 21.00. Flytjandi og höfundur verksins er Anna Svava Knútsdóttir, en Gunnar B. Guðmundsson leik- stýrir því. Dagbók Önnu Knúts – Helförin mín fjallar um ung- lingsár stelpu sem glímir við það vandamál að vera í senn of- urvenjuleg en um leið ólík öll- um jafnöldrum sínum, og flestu öðru fólki ef því er að skipta, og undirliggjandi er barátta unglingsins fyrir sérstöðu í hörðum heimi. Verkið er unnið upp úr dagbók Önnu en einnig að hluta úr dag- bókum annarra stúlkna. Leiklist Dagbók Önnu Knúts frumsýnd Anna Svava Knútsdóttir Góðvinir Grunnavíkur-Jóns halda málþing á laugardag helgað Jóni Ólafssyni úr Grunnavík. Málþingið hefst kl. 13.30 og því lýkur um kl. 16.30. Flutt verða fjögur erindi. Hrefna Róbertsdóttir sagn- fræðingur ræðir um Jón Ólafs- son og Skúla Magnússon, Að- alsteinn Eyþórsson málfræðingur veltir upp spurn- ingunni hvort Jón Ólafsson hafi verið framfarasinni, íhaldskall eða bara skrýtinn, Guðrún Ása Grímsdóttir handritafræðingur fjallar um bréfaskrif Jóns Ólafssonar úr Höfn og Pétur Gunnarsson rithöfundur spyr hvað Jón hafi verið að hugsa. Fundarstjóri er Sigurgeir Steingrímsson. Fornfræði Málþing Góðvina Grunnavíkur-Jóns Pétur Gunnarsson Sveinn Dúa Hjörleifsson hlaut í gær viðurkenningu úr styrkt- arsjóði Önnu K. Nordal og opnaði í kjölfarið síðdegistónleikaröð Sal- arins með tónleikum þar sem ís- lensk sönglög eru á efnisskránni. Anna Karólína Nordal var ís- lensk kona, fædd í Vesturheimi hinn 6. september árið 1902. Hún bjó alla ævi í Kanada og kom aldrei til Íslands. Hún lést árið 1998. Styrktarsjóði í hennar nafni ber að „styrkja efnilega tónlistarnema í söng og fíólínspili“ eins og hún orð- aði það sjálf í bréfi. Áður hafa með- al annarra Ari Vilhjálmsson fiðlu- leikari, Guðrún Jóhanna Ólafs- dóttir sópran, Jónas Guðmundsson tenór og Eyjólfur Eyjólfsson tenór hlotið styrk úr sjóðnum. Sveinn Dúa Hjörleifsson hóf söngferil sinn í Karlakór Reykja- víkur. Hann stundaði tónlistarnám við Söngskóla Sigurðar Demetz í Reykjavík og við óperudeild Tón- listarháskólans í Vínarborg. Sveinn hefur sungið ýmis óperuhlutverk í námi og starfi. Fyrir stuttu kom út geisladiskurinn Værð þar sem hann syngur íslensk sönglög við undirleik Hjartar Ingva Jóhanns- sonar. Viðurkenning Tenórsöngvarinn Sveinn Dúa Hjörleifsson. Sveinn Dúa hlýtur við- urkenningu  Viðurkenning úr sjóði Önnu K. Nordal Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Ég myndi lýsa þessu verki sem sálfræðitrylli. Leikritið er mjög spennandi og uppfullt af svörtum húmor,“ segir Lilja Nótt Þórarins- dóttir leikkona um leikritið Eftir lokin eftir breska leikskáldið Dennis Kelly sem leikhópurinn Suð- suðvestur frumsýnir í Tjarnarbíói annað kvöld kl. 20.00. Eftir lokin segir frá Markúsi sem bjargar Lísu inn í sprengjubyrgi sitt eftir kjarnorkuárás. Í verkinu, sem gerist á um tveggja vikna tímabili, fylgjumst við með samskiptum þeirra þar sem þau eru innilokuð í byrginu. „Samskipti þeirra einkenn- ast af togstreitu og spennu, en þau eiga sér nokkuð erfiða sögu sem vinnufélagar,“ segir Lilja sem fer með hlutverk Lísu en með hlutverk Markúsar fer Sveinn Ólafur Gunn- arsson. Tilfinningalegur rússíbani „Sviðið sem við leikum á er 2x2 metrar og áhorfendur sitja allt í kring. Með því móti fæst mikil ná- lægð, en þetta er líka mjög krefjandi og spennandi eftir því,“ segir Lilja og lofar tilfinningalegum rússíbana. Suðsuðvestur er nýr leikhópur en hann var stofnaður í sumar í tengslum við uppsetninguna á Eftir lokin. „Okkur langaði til þess að vinna saman og finna flöt á því að setja upp spennandi leikrit sem höfðaði til okkar. Reyndin er sú að oft getur reynst erfitt að koma hlut- um í framkvæmd þar sem vanda- samt er að fjármagna uppsetningar sjálfstæðra leikhópa,“ segir Lilja og bendir á að eldmóður hópsins sé það mikill að þau hafi einsett sér að setja verkið upp fyrir eins lítinn pening og hægt væri til að vera viss um að koma því á svið. „Við fengum síðan smástyrk frá Reykjavíkurborg og nokkrum fyrirtækjum sem léttir róðurinn, ekki síst með tilliti til framhaldsins,“ segir Lilja og bendir á að hópurinn sé þegar farinn að leggja drög að næstu verkefnum. Eftir lokin var frumsýnt í London árið 2005 og er fjórða leikrit Dennis Kellys. Hann hefur getið sér gott orð sem leikskáld á síðustu árum og skrifað á annan tug leikrita. Þrjú verka hans hafa ratað á svið hér- lendis, þ.e. Munaðarlaus sem leik- hópurinn Munaðarleysingjar setti upp í ársbyrjun 2010, Elsku barn sem Borgarleikhúsið setti upp í byrjun þessa árs og DNA sem Stúd- entaleikhúsið setti upp síðasta vet- ur. Spenna Lilja og Sveinn í hlutverkum sínum sem Markús og Lísa. Sálfræðitryllir í sprengjubyrgi  Frumraun leikhópsins Suðsuðvesturs Kirsuberjagarðurinn eftir Anton Tsjekhov verður frumsýndur á stóra sviði Borgarleikhússins í kvöld. Leikritið er það síðasta sem Tsjek- hov samdi og einnig það leikrit hans sem oftast er sett á svið víða um heim. Hilmir Snær Guðnason leik- stýrir verkinu og með helstu hut- verk fara Sigrún Edda Björnsdóttir, Ilmur Kristjánsdóttir, Birgitta Birg- isdóttir, Þröstur Leó Gunnarsson, Rúnar Freyr Gíslason og Guðjón Davíð Karlsson. Halla Gunnarsóttir hannar leikmynd og búninga. Verkið hefst þar sem Ljúbov Ran- évskaja kemur heim á býli sitt eftir fimm ára dvöl erlendis. Búgarðurinn má muna sinn fífil fegurri, rambar á barmi gjaldþrots vegna mikilla skulda og yfirvofandi er uppboð á eigninni ásamt kirsuberjagarðinum sem verkið heitir eftir, og fram- undan að rífa óðalssetrið til að byggja nýtískulegra hús og höggva niður kirsuberjatrén til að rýma fyr- ir nýjum búskaparháttum. Gildir einu þótt aldingarðurinn sé víð- þekktur um héraðið, hann er tákn- mynd liðins tíma og verður að víkja. Samkvæmt upplýsingum frá Borgarleikhúsinu er þegar uppselt á allar sýningar út nóvember, en alls hafa ríflega 8.000 miðar selst. arnim@mbl.is Kirsuberjagarðurinn frum- sýndur í Borgarleikhúsinu Vinsælt Úr uppfærslu Borgarleikhússins á Kirsuberjagarðinum. Verkið var samið sem gamanleikur, en er yfirleitt sett upp sem sorgarleikur.  Síðasta og vinsælasta leikrit Antons Tsjekhovs Á laugardag kl. 15.00 verður haldin söngskemmtun í Hömrum, sal Tónlistarskóla Ísafjarðar, þar sem eingöngu verða flutt lög eftir eftir sænska tón- og ljóðskáldið Carl Michael Bellman sem uppi var á átjándu öld. Flytjendur á tónleikunum eru Davíð Ólafsson bassasöngvari, Kjartan Óskarsson klarinettu- og bassaklarinettuleikari, Brjánn Ingason klarinettu- og fagottleik- ari, Emil Friðfinnsson hornleikari og Snorri Örn Snorrason gítar- og kontragítarleikari. Á tónleikunum verða flutt mörg af þekktustu lögum Bellmans, en líka lög sem sjaldnar heyrast. Lögin verða sungin við íslenska texta eftir ýmsa þýðendur og í út- setningum Kjartans Óskarssonar. Á milli laga mun Davíð Ólafsson segja frá skáldinu og söngv- aranum Bellman og litríku lífs- hlaupi hans. Þetta eru fyrstu áskriftar- tónleikar Tónlistarfélags Ísafjarð- ar á yfirstandandi starfsári og haldnir með stuðningi Félags ís- lenskra tónlistarmanna, FÍT. Carls Bellmans minnst á Ísafirði  Tónleikar Tónlistarfélags Ísafjarðar Alþýðuskáld Flytjendur á tón- leikum helguðum Carl Bellman. …og því ljóst að stjörnurnar eru tiltækar þegar kallið berst frá pilti. 40 » Stefán Hallur Stefánsson leik- stýrir Eftir lokin. Brynja Björns- dóttir hannar leikmynd og bún- inga og Stefán Benedikt Vilhelmsson lýsinguna. Tónlist er í höndum Gísla Galdurs Þor- geirssonar. Leikritið þýddu Stefán Hallur Stefánsson og Lilja Nótt Þórarinsdóttir. Anna Rakel Róbertsdóttir annast grafíska hönnun og Kristján Sveinlaugsson framkvæmda- stjórn. Listrænir stjórnendur EFTIR LOKIN Í TJARNARBÍÓI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.