Morgunblaðið - 28.10.2011, Page 38

Morgunblaðið - 28.10.2011, Page 38
38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 2011 Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is Hljómsveitin Reykjavík!, sem þrátt fyrir nafnið á eins konar varnarþing á Vest- fjörðum, hefur sent frá sér þriðju breið- skífu sína, Locust Sounds. Sveitin er skip- uð þeim Kristjáni Frey Halldórssyni, Ásgeiri Sigurðssyni, Valdimar Jóhanns- syni, Bóasi Hallgrímssyni, Guðmundi B. Halldórssyni og Hauki S. Magnússyni. Sá síðastnefndi sat ljúfmannlega fyrir svörum. Allt látið flakka – Þriðja platan. Umturnun? „Í rauninni eru engar breytingar – og al- gerar breytingar. Hljómsveitin er mjög „organic“, byggir á opnu flæði ef svo mætti segja og það sem við gerum alltaf miðast við það sem við getum gert hverju sinni. Það sem hefur kannski breyst er að við er- um alltaf að læra betur hver inn á annan. Hljómsveitin breyttist t.d. við það að vinna með Ernu Ómars í Belgíu að verkinu The Tickling Death Machine fyrr á árinu. Þar var skrifað handrit að tónleikunum okkar, en fram að því snerust þeir um að láta allt flakka og vera í augnablikinu einhvern veg- inn. Það var gífurlega lærdómsríkt að þurfa að aga okkur svona og þessi nýja nálgun gaf okkur aukinn kraft og sjálfs- traust. Þessir nýju starfshættir þéttu bandið enn frekar. Það er hollt og gott að komast út fyrir íslensku senuna, en þar er auðveldlega hægt að missa móðinn ef mað- ur gætir sín ekki. Þetta er eins og tölvu- leikur, mann langar eðlilega að komast á næsta borð. Íslenska senan – eins dásam- leg og hún annars er – á það til að renna eins og Tetris frekar en borðleikur.“ – Hvar var platan tekin upp? „Hún var tekin upp í Sundlauginni með Bigga (Birgir Jón Birgisson). Við byrj- uðum á henni í fyrra en vorum þá að pæla í allt öðruvísi nálgun. Ætluðum að gefa út tíu lög á fimm tveggja laga plötum, allar með mismunandi upptökustjórum. En við urðum svo hressir með Bigga að við ákváðum bara að halda áfram með hon- um.“ – Myndir þú lýsa Reykjavík! sem vest- firskri hljómsveit? „Algerlega! Ég þreytist reyndar seint á að tala um það en flestir meðlimirnir voru í klíku sem var að gera mjög spennandi hluti á Ísafirði á tíunda áratugnum. Hún flutti inn hljómsveitir, stofnaði Funklistann og vann mjög skapandi og framsækið starf. Það er einhver dýnamík á milli okkar sem spillist ábyggilega út í tónlistina.“ – Hvernig semjið þið annars lögin? „Það er allur gangur á því. Valdi er t.d. mjög afkastamikill, kemur með mikið af riffum og alls kyns hugmyndir að upp- byggingu. Þetta fer svo allt í meðferð hjá hljómsveitinni, við vinnum allir saman að því að smíða lögin og tálga þau til. Lög og textar eru skrifaðir á hljómsveitina til að undirstrika að ekkert gæti orðið til án allra hinna.“ Þroski – Maður skynjar mikið bræðralag í sveitinni. „Já, það er sannarlega til staðar. En þetta er ekki svona karlrembuskot- veiðiklúbbur. Við erum búnir að þekkjast mjög lengi allir saman og erum líklega orðnir pínu þroskaðir. Það slær í brýnu annað veifið eins og í öllum mannlegum samskiptum en virðingin sem við berum hver fyrir öðrum er mikil. Við gerum okk- ur grein fyrir því að hljómsveitin er sam- eiginlegt verkefni, þetta er farartæki fyrir okkur alla, ekki einhvern einn. Heildin skiptir öllu. Reykjavík! snýst líka mikið til um heiðarleika. Tónlistin er mér allt og ég tek hana alvarlega. Á þeim vettvangi set ég fram öll mín myrkustu leyndarmál. Að knýja fram eitthvað hreint, eitthvað satt, það er það sem þetta snýst allt saman um á endanum.“ „Að knýja fram eitthvað hreint, eitthvað satt“  Reykjavík! sendir frá sér nýja plötu  Sannur bræðralagsandi stýrir meðlimum  Ögun brjálæðisins þéttir hópinn enn frekar Bræður Þessi ágenga mynd gefur öfuga mynd af andanum sem ríkir í Reykjavík! Frásagn-ir ummann-líf og menningu í Austur- Skaftafellsýslu hafa jafnan haft yfir sér æv- intýrablæ. Vel- þekktar eru æskuminningar Þórbergs Þórð- arsonar úr Suðursveit; ein- staklega tærar lýsingar úr veröld sem var. Svo hafa á seinni árum komið út myndgerð glæsirit þar sem segir frá búskap fólks sem hefur í aldanna rás háð harða baráttu við elfur stórfljóta sem falla fram til sjávar frá Vatna- jökli. Má í þessu sambandi nefna ágætar bækur Hjörleifs Gutt- ormssonar og Helga Björns- sonar og mætti sjálfsagt fleiri nefna. Fjögur viðtöl Bók Arnþórs Gunnarssonar, Á afskekktum stað, er af öðrum meiði sprottin. Í bókinni er rætt við sex Austur- Skaftfellinga sem koma hver af sínum staðnum í héraðinu og hafa ólíkar sögur að segja. Að stofni til eru þetta segulbandsviðtöl sem höfundur hefur unnið úr og svo sett kjöt á beinin með því að leita í ritaðar heimildir. Og útkoman úr þessu eru svo fjórir pistlar sem hafa meðal annars það inntak að „leiða í ljós hið margþætta gangvirki samfélagsins, hlutverk einstaklingsins í því sambandi og samspil hans og heildarinnar“, eins og í formála segir. Viðmælendur eru hjónin Álf- heiður Magnúsdóttir og Gísli Ara- son á Hornafirði, Ingibjörg Zop- haníasdóttir á Hala í Suðursveit, feðgarnir Sigurður Bjarnason og sonur hans Einar Rúnar, jöklaf- arar á Hofsnesi í Öræfum, og loks Þorvaldur Þorgeirsson sem í ára- tugi var yfirmaður í bandarísku ratsjárstöðinni á Stokksnesi. Líf í lygnum straumi Með nokkurri einföldun má segja að flest viðtölin í bókinni séu næsta fyrirsjáanleg. Líf fólksins rennur í lygnum straumi, dagur fellur af degi og hverju tímaskeiði fylgja ákveðin viðfangsefni. Bú- skaparbasl og brauðstrit. Tals- verður fengur er að viðtalinu við Ingibjörgu á Hala en bitastæðast er þó viðtalið við Þorvald á Stokksnesi. Sá virðist hafa verið góður sögumaður auk heldur sem í eðli starfseminnar á Stokksnesi bjó að með henni bárust að nokkru leyti ný áhrif í samfélagið eystra. Og voru ef til vill meiri en menn vilja vera láta, segir Arnþór í ályktunarorðum með viðtalinu. Fyrir áhugafólk um land og sögu er bókin Á afskekkum stað hvalreki. Frásagnirnar eru sumar að vísu tilþrifalitlar og höfundur hefði að ósekju mátt ydda þær betur; en þær eru samt frábær heimild um svo margt í Austur- Skaftafellssýslu; landinu milli fljótanna. Í landinu milli fljótanna Á afskekktum stað bbbmn Eftir Arnþór Gunnarsson Hólar, Reykjavík 2011 Hólar, Reykjavík 2011. SIGURÐUR BOGI SÆVARSSON BÆKUR Arnþór Gunnarsson Íþessaridönskuglæpasögufinnst lík ungrar konu. Augu hennar hafa verið fjar- lægð. Í ljós kem- ur að önnur morð hafa verið framin af svip- uðum toga. Grunur leikur á að hægrisinnaðir öfgamenn beri ábyrgð á morðunum. En er það svo? Þetta er að ýmsu leyti dæmi- gerð norræn glæpasaga. Saka- málið er flókið og vekur siðferð- islegar spurningar. Aðalpersónan, Dicte Svensen, ritstjóri sakamála á Blaðinu, fæst ekki einungis við að ráða gátuna heldur þarf hún að glíma við erfið mál í einkalífi. Einkalíf annarra persóna er held- ur ekki slétt og fellt. Allt er þetta hinn þokkalegasti lestur án sérstakra tilþrifa. Fram- vindan er fremur hæg en spennan eykst undir lokin. Höfundur teygir lopann um of og bókina hefði mátt stytta þó nokkuð. Hún gegnir hins vegar vel því hlutverki að hafa of- an af fyrir lesandanum meðan hann les hana. Eftir að hafa lokið við bókina leggur hann hana frá sér og gleymir henni mjög fljót- lega. Þokkaleg afþreying Líf og limir  Eftir Elsebeth Egholm. Mál og menning gefur út. 384 síður, kilja. KOLBRÚN BERGÞÓRSDÓTTIR BÆKUR Rithöfundurinn Elsebeth Egholm.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.