Morgunblaðið - 28.10.2011, Qupperneq 44
FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 301. DAGUR ÁRSINS 2011
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550
1. Léttist um 33 kg á einu ári
2. Segist hafa fengið líflátshótun
3. Margt skrítið við þetta … mál
4. Madoff-hjónin reyndu að svipta …
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Gagnrýnendur hafa keppst um að
hlaða liðna Airwaves-hátíð lofi og
fóru erlendir þungavigtarmenn fögr-
um orðum um hana. Dagsetningar
fyrir hátíðina 2012 liggja nú fyrir en
hún fer fram dagana 31. október til 4.
nóvember á næsta ári.
Dagsetningar kynntar
fyrir Airwaves 2012
Hið árlega
hrekkjavökuball
verður haldið á
Square í þetta
sinnið og leiða nú
teknógæðingar og
rapphundar sam-
an hesta sína.
Fram koma limi-
ted copy, Emmsjé
Gauti vs. Frigore, BLAZ ROCA vs.
Dusk og Bent vs. Exos & A.T.L. Óli Of-
ur, Oculus President Bongo þeyta
skífum.
Hið árlega hrekkja-
vökuball á Square
Götuspilarinn Jójó er búinn að vera
á flandri um Austurríki undanfarna
tvo mánuði þar sem hann hefur tekið
lagið í hinum og þessum alpa-
þorpum. Í nóvember
leggst hann í upptökur á
jólalagi með þeim Pálma
Sigurhjartarsyni,
Guðmundi Jóns-
syni og Sigga
Sig. Lagið er til-
einkað íslensk-
um eldri borg-
urum.
Jójó gerir það gott
í Austurríki
Á laugardag NA 8-13 m/s. Þurrt sunnan- og suðvestanlands, ann-
ars rigning eða slydda og snjókoma inn til landsins. Hiti 0 til 5 stig.
Á sunnudag NA 10-18 m/s og él eða slydduél. Hiti 0 til 4 stig.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG NA 5-10 m/s á norðvestanverðu landinu og
dálitlar skúrir eða slydduél, en hægari vindur og þurrt að mestu í
öðrum landshlutum. Hiti yfirleitt 2 til 8 stig.
VEÐUR
Þrjú efstu lið úrvalsdeildar
karla í handknattleik, Fram,
Haukar og FH, héldu sínu
striki þegar 6. umferð N1-
deildarinnar fór fram í gær
og unnu öll leiki sína. Þessi
þrjú lið ásamt HK virðast
vera að skilja sig frá hinum
fjórum liðum deildarinnar.
Haukar lögðu Val, 34:28,
Fram vann Gróttu og FH
lagði Aftureldingu en bæði
FH og Fram þurftu að hafa
fyrir sigrum sínum. »2-3
Deildin að
skiptast í tvennt
Jörundur Áki Sveinsson, sem í gær
var ráðinn þjálfari knattspyrnuliðs
BÍ/Bolungarvíkur í stað Guðjóns
Þórðarsonar, segist vera mikill lands-
byggðarmaður í sér þó að hann sé
fæddur og uppalinn á mölinni. „Það
verður hvergi betra að vera en í ná-
lægð við fjöllin og hreina loftið fyrir
vestan,“ segir Jörundur Áki. »1
Vildi komast í hreina
loftið fyrir vestan
Frábær byrjun Stjörnunnar dugði
skammt gegn Íslandsmeisturum KR
þegar liðin mættust í úrvalsdeildinni
í körfubolta í gærkvöld. Blaðran
sprakk snemma hjá Garðbæingum og
KR vann öruggan sigur. Nýliðar Þórs
úr Þorlákshöfn gerðu góða ferð til
Njarðvíkur og lögðu þar heimaliðið að
velli, og ÍR-ingar unnu góðan sigur á
Snæfelli. »4
Blaðran sprakk snemma
hjá Stjörnunni
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Árgangur 1971 á Akranesi hefur alla
tíð verið samheldinn og á nýliðnum
árum hefur hann í auknum mæli
sameinað krafta sína með það að
markmiði að láta gott af sér leiða í
uppeldisbænum. Skipulögð starf-
semi eins og til dæmis fótboltaæf-
ingar, keppni, ferðalög, skemmtanir,
styrktarsamkomur og safnanir fyrir
góð málefni hófust eftir að nem-
endur höfðu hist í nokkrum form-
legum árgangaveislum. Skemmst er
að minnast sólarhringssöfnunar í lið-
inni viku, sem skilaði 665 þúsund
krónum til ungra tvíbura sem misstu
foreldra sína á nýliðnum mánuðum.
„Þetta hefur hlaðið utan á sig,“
segir Pétur Magnússon og leggur
áherslu á að um 100 manna grasrót-
arsamtök án stjórnar sé að ræða.
Hann segir að til að byrja með hafi
nokkrir strákar í hópnum byrjað að
spila fótbolta saman einu sinni í
viku. Stofnaður hafi verið óformlegi
félagsskapurinn Club71 og í hópnum
sé að finna þverskurð samfélagsins,
nemendur sem hafa haslað sér völl á
ýmsum sviðum og vilja láta Skagann
og Skagamenn njóta krafta sinna.
Félagslegi þátturinn
Auk þess að spila fótbolta hafa
strákarnir lagt áherslu á margs kon-
ar félagsmál. Í kjölfarið hafi æ fleiri
bæst í hópinn og stúlkurnar stöðugt
komið meira inn í starfið og þá sér-
staklega þegar um styrk til góðra
málefna er að ræða, að sögn Péturs.
Hann bendir sérstaklega á sólar-
hringssöfnun skólafélaganna í liðinni
viku til styrktar tvíburunum Júlíusi
og Jóel og fjölskyldu þeirra, en móð-
ursystir þeirra, Þórdís Ingibjarts-
dóttir, sem er í fyrrnefndum ár-
gangi, hefur tekið þá að sér.
Markmiðið var að safna 150 þúsund
krónum en afraksturinn í átakinu
varð 665 þúsund krónur.
Þorrablót árlega
Stærsta verkefni árgangsins til
þessa var fyrr á árinu þegar ákveðið
var að koma á þeirri menningarhefð
á Akranesi að halda árlega þorrablót
fyrir bæjarbúa og nota ágóðann til
þess að styrkja góð málefni á Skag-
anum. „Þetta heppnaðist mjög vel
og Knattspyrnufélag ÍA naut góðs af
þessu fyrsta blóti,“ segir Pétur.
Undanfarin ár hefur félagsskap-
urinn staðið fyrir brekkusöng á
Írskum dögum, bæjarhátíð Akra-
ness fyrstu helgina í júlí. Jafnframt
hefur hann flutt inn írskan sekkja-
pípuleikara til að spila fyrir bæj-
arbúa. „Markmiðið hjá okkur er að
bæta mannlíf og menningu á Skag-
anum,“ segir Pétur.
Bæta mannlíf og menningu
Árgangur 1971
á Akranesi styrkir
heimamenn
Brekkusöngur Yfir 2.000 manns komu og sungu saman í brekkusöng árgangsins í sumar sem leið.
Sólarhringssöfnun Samfara styrktar- og minningartónleikum á Akranesi
fór fram sérstök söfnun fyrir tvíburana og fjölskyldu þeirra.