Líf og list - 01.04.1950, Side 6
W. H. AUDEN:
ÚR „FERÐ TIL ÍSLANDS"
Svo kynnum þá heiminum eyna, hans eltandi skugga,
með oflœti i búningi og versnandi fisksölukjör.
í afdal hvin jazzinn, og œskunnar fegurð
fær alþjóðlegt filmbros d vör.
Þvi hvergi d vor samlimi vé þau, er allir unna.
Vor œska ekki neina staðhelgi, verndaðan reit.
Og fyrirheitið um ævintýraeyna
er eingöngu fyrirheit.
Tár falla í allar elfur og ekillinn setur
aftur upþ glófa og bil sinn á vegleysur knýr
i œðandi blindhrið, og emjandi skáldið
aftur að list sinni flýr.
Magnús Ásgeirsson þýddi.
W. H. Auden
um ekki í miklum heiðri haft í
Sovétríkjunum? —
— Nei, þeir leggja áherzlu á að
gera þjóðina að góðum og dugandi
bændum og ötulum insjeníörum. —
— En er ekki þjóðin töluvert
litterer? Einhvern tímann var það
haft eftir rússneskri konu í „Pict-
ure Post“, er giftist til Bretlands
skömmu eftir styrjöidina, að rúss-
neska þjóðin almennt væri meira
andlega sinnuð og vakandi en sú
hin enska, læsi meira af góðri klass-
ik?
— Já, það kann vel að vera. Rit-
höfundar eins og Gorki, Tolstoy,
Púskin og Gogol eru þar mikið
lesnir. Dostojcvsky er hins vegar
andstæður „ídeologí" þjóðarinnar
og því ekki eins lesinn.
Nú varð nokkur þögn í stofunni.
Verður okkur litið um herbergið
og sjáum þar ýmsar kynlegar fígúr-
ur hanga á vegg, sem minna á
frumstæðar grímur.
— Eru þetta afríkanskir „mask-
ar“?
— Já, þetta er Afríka, segir Kilj-
an. — Þetta er Afríka, bætti hann
aftur við og strauk hökuna. Það
kom hingað maður og bað mig um
að taka þær í geymslu, en hann
hefir ekki sótt þær enn.
— Kristján Daviðsson? —
— Já, og ég á ánnað höfuð niðri,
sem Þjóðverjar kalla Ahnenkopf,
eða langfeðgahöfuð, sem ættað er
frá svertingjaþjóð í Afríku. —
Enn varð nokkur þögn, en svo
fitjum við upp á öðru fersku um-
ræðuefni.
— Hvernig lizt yður á verk
yngstu höfundanna, sem nú eru að
koma út?
— Hafið þér lesið Hanann hans
Agnars? —
— Já, hann hefir auðsýnilega
vandað sig við þá bók. —
— En Thor Vilhjálmsson — haf-
ið þér séð eitthvað eftir hann?
— Já, hann er sérkennilegur,
hann er miklu sérkennilegri en all-
ir hinir. Það má vel vera, að hann
verði mikill rithöfundur. Það er
ómögulegt að segja. Það er alveg
ómögulegt að segja.------Og svo
gekk hann út að glugganum og
sagði: „Áin hefir brotið sig í nótt.“
— Thor er sagður yrkja ljóð í
stíl Eliots. —
— Já, T. S. Eliot, — hann er roy-
alisti, hann vill kóng í Ameríku.
Það er eiginlega óvenjulegt. í Ame-
ríku. Þegar enska skáldið Auden
var hér á ferð um árið, sendi hann
Eliot hákarl. Sjálfur gekk hann
alltaf með hákarlsbita upp á vas-
ann, jafnvel inni á Hótel Borg, og
lyktaði herfilega. Honum fannst
íslenzki hákarlinn svona góður! —
Stuttu síðar kvöddum við Kilj-
an og þökkuðum honum elskulegar
viðtökur, en áður en við fórum,
sýndi hann okkur borðstofuna og
setustofuna eftir beiðni okkar. Þar
bar allt órækt vitni um „estetísk-
an“ „sans“ og kúltíveraðan heims-
borgarabrag. Á leiðinni til baka
skildist okkur enn betur, að þessi
maður liefði góð efni á því, að
ávíta íslendinga fyrir molbúalegt
smekkleysi í heimilisprýði og öðr-
um hliðstæðum menningarlegum
og fagurfræðilegum efnum, item
fyrir lágkúruhátt í ýmsu lífsvið-
ílorfi- Stgr. Sig.
6
LÍF og LIST