Líf og list - 01.04.1950, Page 21

Líf og list - 01.04.1950, Page 21
kunnugt er standa þeir nú flestum þjóðum framar á leiklistarsviðinu. Hafa þeir og lagt ósþart kapp á að vanda til kvikmyndagerðar eftir styrjöldina. Hefir þeim fleygt svo ótrúlega fram á því sviði, að nú standast þar fáar þjóðir þeim snún- ing. Því til sönnunar mætti benda á myndir eins og Hamlet, Oliver Twist, „Odd man out“ og „Great Expectations, svo að örfá dæmi séu tilfærð. — Stjörnubíó sýndi fyrir skemmstu „T heSmallVo i ce“, enska kvikmynd, sem ekki var af lakara tæinu. Leikstjóri hennar, Alexander Korda, sem stjórnað hefir mörgum beztu kvikmyndum Breta, virðist vera óvenju hugvit- samur náungi. Stöku ,„erótískar“ myndir frá Finnlandi skjóta hér upp kollinum annað veifið. Finn- ar eru sannast sagt iðnir við kol- ann. Aldrei þreytast þeir á að taka „erótíkina" til meðfer-ðar í kvik- myndum sínum. Hún gengur eins og rauður þráður í flestum mynd- um þeirra. Ein þeirra (Ó1 g u- b 1 ó ð hét hún og var sýnd í Aust- urbæjarbíó í skammdeginu) fékk góðar undirtektir, eins og vænta mátti. - Þýzku myndirnar „Razzia“ og „Morðingjar meðal vor“, sem báðar eru gerðar eftir styrjöldina, skáru sig úr. Þá var og á ferðinni all-frambærileg þýzk kvikmynd í Tjarnarbíó, sem fjallaði um ævi rússneska tónskáldsins Tschaikovsk- ys. Z a r a h L e a n d e r fór þar með annað aðal-hlutverkið - hún virtist vera hreint „únikum“ af leikara og kvenmanni - ekki síðurl - Að síðustu ber að geta sérstaklega tveggja franskra mynda, „Moskva- nætur“ og „Kafbátsforinginn", sem að vísu efnislega var ekki sérlega mikið í spunnið. En Harry Baur fór með aðalhlutverk í þeim báð- um. Hann er risavaxinn persónu- leiki, ógleymanlegur leikari. Stgr. Sig. - KVIKMYNDIR - Þó að hér hafi svipað og endra- nær verið völ á fáum góðum kvik- myndum, hafa þokkalegar myndir slæðzt hingað í vetur og einstaka þeirra verið frábærar. H a m 1 e t - myndin, sem farið hefir sigurför um allan heim, var sýnd hér aftur í Tjarnabíó á dögunum. Sennilega er hún einhver mikilfenglegasta kvikmynd, sem gerð hefir verið um langan aldur, enda skipuð beztu leikkröftum Breta, en eins og al- Munaðarleysingj ar. Brauð! Sverrir Haraldsson: ÉG SIGLDI ÚR HÖFN Ég sigldi úr höfn á sumardegi, er seglin vindurinn þandi og hirti lítið um hrakspá þeirra. sem hímdu eftir í landi. Hvað varðaði mig um veslings fólkiS, sem vildi svo gjarnan frétta, að ég hefði síðast bátinn brotið í brimi við Svörtukletta? Alls staðar mætti ég illgjömu brosi og augum, sem lýstu háði. Hver einasti maður, sem eitthvað sagði, ógæfu minni spáði: — Þér væri nær að hanga heima og hugsa minna um þetta. Þú mundir aðeins bátinn brjóta í brimi við Svörtukletta. Himinninn var svo heiður og bjartur og hafið fagurt að líta, þegar ég leit í ljóma hverfa landið mitt jökulhvíta. Hérna þurfti ég ekkert að óttast, aldrei skyldu menn frétta, að ég hefði villzt og bátinn brotið í brimi við Svörtukletta. Nú ætlaði ég um heiminn hálfan, hamingju mína að finna, eignast svo gull og græna skóga, glæsileg afrek að vinna. Síðarmeir heim ég svlfi aftur, svo að menn skyldu frétta, að ekki hefði ég bátinn brotið í brimi við Svörtukletta. Dagarnir liðu einn af öðrum, aldrei sá ég til landa. Þau voru hulin mistri og móðu, myrkur til beggja handa. Áttu nú kannski óskir að rætast allra, sem vildu frétta, að ég hefði loksins bátinn brotið í brimi við Svörtukletta? Báturinn minn var brothætt glingur, sem byltist á trylltum öldum. Stormurinn æddi, stórar bylgjur steyptust með hvítum földum. Illgjarnir menn sem hímdu heima höfðu gaman að frétta, að flakið af bátnum fannst í morgun á fjöru við Svörtukletta. Þið, sem að alltaf furðu fúsir fleygðuð að manni steini, hrakspár ykkar og ólánsóskir urðu mér loks að meini. Vel máttu una, vesæll lýður, vildirðu ekki þetta? Á morgun finnur þú lík mitt liðið liggja við Svörtukletta. LÍF og LIST 21

x

Líf og list

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.