Líf og list - 01.12.1950, Blaðsíða 14
um freistazt til að gera hlutina of
auðveldlega. En flestum verkum
hans er þó sameiginlegt, að þau
eru gerð af hugkvæmni og hug-
sýni, goðgáfunni að sjá, skynja,
skilja. Áhugi hans á manninum er
augijós; honum virðist mannsálin
hugleiknari og dularfyllri en lands-
lagsfyrirbæri. I>ví eru andlitsmynd-
ir hans svo innlifaðar og sýna, að
Jistamaður hefir oft lagt í þær sál
sína, smbr. teiknimynd hans af
stúlkunni á kránni.
Altaristajlan stóra er snilldarlega
byggð, sviðsetning ritningarper-
sónanna sérstaklega smekkleg.
Kristmyndin í miðjunni verður
aðalatriðið, án þess að dregið sé úr
lífi hinna persónanna. Og yfir allri
myndinni hvílir mildur, en vold-
ugur friður, sem minnir á klassísk
verk gömlu meistaranna.
Tréskurðarmyndir frú BAR-
BÖRU ÁRNASON eru unnar af
kvenlegum fínleik og smekkvísi.
Listakonunni virðist láta vel þessi
gerð myndlistar — mun óhætt að
fullyrða, að við eigum fáa lista-
menn hérlendis, sem eru henni fær-
ari í bókaskreyting (illustration),
en tréskurðarmyndir eru lieppilcg-
ar til slíkra hluta. Frú Barbara er
ensk, en tréskurðarmyndir eru í
miklum blóma í enskri myndlist.
Bretar eiga marga kunnáttumenn á
því sviði.
ÞORVALDUR SKÚLASON sýn-
ir þarna nýjar myndir, sem eru
hver annarri nýstárlegri. Það er
merkilegt hugðarefni að fylgjast
með þróunarbreyting, sem sífellt
er að gerast í list hans. Þorvaldur
virðist vinna markvisar að mynd-
rænum tilraunum en títt er um ís-
lenzka málara. Sparar hann hvergi
að beita dirfsku í því að stifla lita-
stigann, stillir jafnvel lidna í svo
háa tóntcgund, að slíkt nálgast að
vera ofurmannleg tilraun í lita-
gjöf. En kunnátta hans og skiln-
ingur fær þó undarlega oft ráðið
við þá örðugu, myndrænu gátu,
sem hann svo hugkvæmnil. leggur
fyrir sjálfan sig (smbr. í myndinni
Sjávarþorp) Því miður njóta mál-
verk hans sín ekki sem skyldi —
bæði vegna raflýsingarinnar og
hins, að þau eru á afleitum stað í
salnum. En hverjum fær þó duliz.t
sú heillandi stemning, sem hvílir
yfir myndum hans í heild? T. d. er
myndin Sjávarþorp svo spennumik-
il og föst í kynngikrafd lína og lita-
tóna, en þó jafnframt svo friðandi
og sönn, að manni opnast ný sýn
á dýpt þessa málara, þegar honum
tekst bezt upp. Hins vegar er bygg-
ing myndarinnar „Komposition“
Jóhannes
Sveinsson
Kjarval:
Listin er vinno
ekki eins hnitmiðuð. Hana vantar
þann sjálfkrafa (spontant) sam-
hljóm forms og Iita, er einkennir
minni myndarinnar. Engm að síð-
ur vinnur liún á við kynningu.
Þorvaldur fær betur flestum mál-
urum hérlendis ráðið við þá mynd-
rænu örðugleika, að láta skynsemi
og tilfinningar vega salt.
GUNNLAUGI SCHEVING hef-
ir alla tíð verið að vaxa ásmeg-
in í list sinni. Hann hefir náð per-
sónulegri og sterkari heildartökum
á túlkun íslenzks landslags en yfir-
leitt tíðkast í íslenzkri myndlist.
Myndir hans frá sjávarsíðunni eru
shóli út af fyrir sig, sem markar
nýtt tímabil í sögu íslenzkrar
landslagslistar. Hér er sæbarið
land okkar blásið lífsneista, land-
ið mótað í stórbrotnu formi og
með einfaldri, en sannri litagjöf.
Sumar myndir hans ná svo til ytri
og innri skynjana, að stundum er
sem líkast jjví, að bragðið af sjáv-
arseltunni finnist í munninum. Og
annað: þær færa manni heim sann-
inn um, að sá kaldi blær, sem hvíl-
ir yfir íslandi við hafið og strend-
urnar, býr yfir meiri mýkt og töfr-
um en almenn sjón eygir. Málar-
anurn tekst að setja hlýju í kuld-
ann, ef svo mætti að orði kveða.
Myndir Gunnlaugs virðast mótað-
ar með svipuðum hætti: í þeim
birtist sá kyrrláti kraftur, sem jafn-
an er samfara karlmannlegri hlé-
drægni. Þannig tekst honum bezt
upp í mynd sinni Haust, sem er
eitt hið allra stílhreinasta málverk
sýningarinnar.
ÁSGRfMUR JÓNSSON er elzt-
ur núlifandi íslenzkra listmálara.
Hann hefir verið brautryðjandi
ýmissa nýrra sjónarmiða á íslenzku
landslagi. Á hinum langa ferli sín-
um hefir skilningur hans á ís-
lenzkri náttúru tekið miklum
stakkaskiptum, áhrifa hans, hollra
LÍF og LISÍ