Líf og list - 01.12.1950, Blaðsíða 25

Líf og list - 01.12.1950, Blaðsíða 25
— Jean, manstu eftir hlyninum? Hann fór að hlæja: — Hlyninum? Hvaða hlyni? Og þar að auki heiti ég ekki Jean, heldur Philippe. Eldri bróðir minn hét Jean . . . Það er máske hann, sem þú átt við? Ég varð óumræðilega vonsvik- inn. Þetta var þá bara litli bróðirinn, sem Jean de Blaye hafði verið að tala um í gamla daga . . . Hvernig hafði mér getað skjátlazt svona hrapalega. Andlit Pliileppes bar engan vott um innri birtu. Allt í cinu sagði hann við mig: — Lokkarnir hans . . . Lokkarn- tr hans Jean . . . Það minnir mig á dálítið . . . Hann sagði mér frá því, að á tommóðunni í herbergi móður þeirra stóð dálítið silfurskrín, læst. Jean sannfærði Philippe um, að það væri fjársjóður í skríninu. Þeir gerðu sér margar hugmyndir 11 m þennan sjóð, en móðir þeirra vildi ekki sýna þcim liann. Hún bannaði þeim að opna skrínið. Jean og móður hans lenti alltaf saman, þau voru alltaf í andstöðu hvort við annað. „Henni þótti vænna um hann en mig“ sagði l^hilippe. „Og í rauninni held ég, <lS hún hafi engan elskað nema hann . . . En það var eitthvað, sem stóð á milli þeirra, ég veit ekki, hvað það var. Dag nokkurn braut Jean upp lásinn á skríninu — það var fyrsti lásinn, sem hann braut 11 Pp, en því miður ekki síðasti! l'jársjóðurinn, já, það voru lokk- arnir frá bernsku hans. Maður gæti sagt, að það hafi verið dauðs ^ianns hár. Jean fékk eitt af æðis- höstum sínum . . . Þú veizt, hvern- ’g hann gat orðið á slíkum augna- h'likum. Æðið rann ekki af honum ‘yrr en hann sá gömlu lokkana sina loga í ofninum. Um kvöldið • • • móðir mín . . . Ég veit ekki, hvers vegna ég er að segja þér frá þessu . . .“ Hann hélt áfram að drekka. Ég hugsaði með mér: Hann talar um bróður sinn í þá- tíð. Ég vissi fyrirfram, hvaða svar ég mundi fá við spurningunni, sem ég beindi til hans með hlutlausri rödd: „Er hann dáinn?“ — í fyrra á sjúkrahúsinu í Salg- on . . . Það stóð tilkynning um það í blöðunum, en heldur ekkert meira . . . Þú skilur, eftir allt sem skeð hafði, eftir það líf sem hann hafði lifað . . . Ég hefði getað spurt: „Hvers konar líf?“ Ég kaus heldur að segja: „Já, já, ég veit það . . .“ og í rauninni vissi ég, að Jean var orðinn úrhrak, glataður sonur, þegar hann dó. TPg man það, að ég fór fótgang- andi heim þessa nótt. Vesaldar- legur hlynurinn teygði sig upp úr rótargrindinni, breiddist út yfir ó- hreint asfaltið og baðaði sig í morgunskímunni. Margt fólk var enn á sveimi á götunum. Ég sá hóp ungra manna bera drukkna konu inn í rauða leigubifreið. Augu mín leituðu langt burt frá þeirri ringul- reið, sem orsakazt hafði af jóla- gleðskapnum, upp til hins svala himins, þar sem englarnir svifu. Dynurinn frá Pey-Berland-turnin- um hafði vakið þá. Til er sú vímá, sem bregður skærri birtu yfir allt. Ég var í uppnámi, ekki vegna bernskuminninganna, heldur vegna sjálfrar bernskunnar, sem ennþá lifði hið innra með mér. Mér tókst furðu auðveldlega að gera mér grein fyrir sögu Jean de Blaye. Sé ég fæddur skáld, fædd- ist ég slíkur þessa nótt, að minnsta kosti þóttist ég þá fyrst liafa upp- götvað í mér þann hæfileika. Ég gekk hröðum, léttum skrefum, hálfuppnuminn í hrifningu yfir sköpunarkrafti mínum. Ég þekkti útlínurnar í þessari örlagasögu: lítill drengur með stúlkulokka, sem ber í hjarta sínu ástríðufulla, ólma ást til móður sinnar, og síð- an fullorðinn maðurinn, sem þó er næstum eins og barn, sem berst við dauðann í sjúkrahúsinu í Salg- on. Fyrir hugskotssjónnm mínum endurskóp ég skóladrenginn, sem mat orð móður sinnar sem heilög orð. Ég sá augnaráð hans, þegar hann komst að því, að hún gat logið; ég setti aftur á hann klipptu lokkana; þeir voru klipptir af, og um leið dó út ást hans til móður- innar . . . Hér lauk formálanum að skáldsögu minni, og ég var nú kominn að kjarna málsins: þetta unga karldýr og móðir þess standa andspænis hvort öðru. At- burðurinn um silfurskrínið verður aðalatriðið: Jean de Blaye hataði hana, sem hafði fætt hann í þenn- an heim, vegna þess, að hún hafði reynt að kyrrsetja í honum barn- ið, sem var ekki lengur til í honum, reyndi að halda honum föngnum í bernskunni, til þess að geta sjálf liaft meira vald yfir honum. Með- an hann var enn barn að aldri, fór að bera á þessu, sem baráttan var búin að breyta í liarmleik. F.rstu vináttuböndin, fyrsta ástin, fyrsta nóttin sem hann kom ekki he,m, félagar sem hann gat ekki vrður- kennt, fyrsta alvarlega afbrotið ... Ég rankaði við mér, þegar ég var kominn heim að útidyrunum. Gráa dagskímu bar á svalir húss- ins. Klukkurnar hringdu til óttu- söngs. Þó að ég væri þreyttur og jrráði að fá að sofna, settist ég við borðið; kjólklæddur, með blóm í hnappagatinu. Ég tók mér penna í hönd og óskrifað blað, svo hrædd- ur var ég um að gleyma þeim sýn- um, sem ég hafði séð. Skáld var í heiminn borið og leit oprura aug- um yfir liina ömuilegu v.eröld. M. B. þýddi. LÍF og LIST 21

x

Líf og list

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.