Líf og list - 01.12.1950, Blaðsíða 21

Líf og list - 01.12.1950, Blaðsíða 21
JÖLASAGA eftir FRANgOIS MAURIAC I. ITesaldarlegur hlynur teygði sig af " öllum mætti eftir lífslofti upp yfir múrvegginn umhverfis garð- inn, sem nýbúið var að hleypa okk- ur út í. En þegar við heyrðum í hljóðpípunni hans Garoustes þennan dag, rákum við ekki upp sama hvella ópið og við vorum vanir að gera í frímínútunum. Það var aðfangadagur. Okkur hafði verið skipað að fara út á göngu, út í þokuna, í liinum sóðalegu út- hverfum borgarinnar, og við vor- um nærri dauðuppgefnir, þegar fimm kílómetra gönguþreyta hafði safnazt í fætur okkar, sjö ára gam- alla snáða. Drengirnir í heimavistinni fóru nú í inniskóna sína. Hinir, sem voru í skólanum aðeins á daginn, stóðu í hnapp og einblíndu á dyrn- ar í von um að fá að sjá þann sem átti að koma og sækja þá, frelsii þá úr hinu daglega fangelsi. I rælni tuggði ég brauðbita, og með í- myndun minni var ég horfinn langt í burtu. Eg hugsaði um undrið, sem ég átti að fá að skoða og hina eilífu helgisiði, sem bundnir voru við það. Við myndum bíða fyrir utan dyrnar á stofunni, þar sem jólagjaf- irnar voru geymdar, þangað til tími væri kominn til að kveikja ljósin i kringum jötuna . . . Móðir mín myndi hrópa: — Nú megið þið koma inn fyrirl og við þjótum inn í stofuna, stofuna, sem aðeins á þessu eina kvöldi ársins er reglu- lega lifandi. Litlu kertaljósin draga okkur til sín, ljósin kringum fjár- hirðana og dýrin, sem standa í þyrpingu umhverfis lítið barn. Höllin hans Heródesar, með turn- um og tindum, stendur uppi á háu íjalli úr samanböggluðum um- búðapappír, og inni í lröllinni stendur náttlampinn og varpai' að okkur töfraljóma hins leyndar- dómsfulla og forboðna. Krjúpandi á hnjám syngjum við liinn fagra sálm: Une étable est son logement, Un peu de paille est sa couchette, Une étable est son logement, Pour un Dieu, quel abaissement! Niðurlæging drottins nísti hjörtu okkar . . . Á bak við jötuna liggja jólapakkar handa okkur öll- um, og bréf, þar sem drottinn sjálf- ur hafði skrifað um höfuðsynd okkar. Ég sé nú þegar rökkrið í mannlausu herberginu. Enginn þjófur hefði getað staðið rneira á öndinni af spenningi á bak við rós- óttu gluggatjöidin. Á veggjunum hlusta myndir af löngu liðnu fólki handan úr djúpi eilífðar sinnar á veikar raddir okkar. Og svo kom nóttin. Áður en barnið sofnar, lít- ur það í síðasta sinn á skóna sína, þá stærstu sem það á. Skórnir, sem liggja þarna í ösk- unni í eldstæðinu, eru virkir þátt- takendur í undrinu, sem ég á hverjum jólum reyni árangurslaust að skilja. En svefninn er hyldýpi, sem barnið getur ekki komizt yfir. Þannig lifði ég upp fyrirfram þetta blessaða kvöld og hallaði liöfðinu að dyrunum, þar sem barnfóstran rnyndi brátt birtast. Það var farið að rökkva. Þó að klukkan væri aðeins fjögur, beið ég þess og vonaði, að fóstran kæmi venju fyrr.Allt í einu heyrðust köll frá einu horninu í garðinum. All- PRANCOIS MAURIAC er fæddur 1885, og flestar skáldsögur hans eru látnar gerast í heimaliögum hans, í vín- ræktarhéruðunum kringum Bordeaux, þar sem gamlar erfðavenjur eru ríkj- andi og lítið hefur gætt umróts síðari tíma. Mauriac er mjög trúhneigður rit- höfundur, gæti líklega kallazt kristinn siðferðispostuli, og þó reyndar af öðru tagi en þeir gcrast flestir. Hann er sem sé ckki trúaður á, að mannkynið verði bætt með því einu að boða því siðgæði og hugsjónir. f sögum sínum dregur hann hins vegar hlífðarlaust fram verstu þættina í fari manna, þar sem valdabarátta og dýrkun á efnalegum gæðum eru samfara svikum, undirferli og grimmd. Uppgerðarmanngæska og hefðbundinn kristindómur eru honum þyrnir í augum. Mauriac er skarpur sálfræðingur, samvizkusamur höfund- ur og samúðarríkur, en aldrei væminn. Sögupersónumar trúa honum fyrir leyndarmálum sínum, eins og hann væri læknir þeirra eða skriftafaðir. Mannlýsingarnar í skáldsögum hans og lýsingar á atburðum og aðstæðum eru ljóslifandi og þó með undirtónum hins leyndardómsfulla. Mauriac er ótvírætt í fremstu röð núlifandi franskra rit- höfunda, í Englandi er hann yfirleitt talinn þeirra mestur, enda hefur hann iðulega verið nefndur í sambandi við Nóbelsvcrðlaunin. Auk skáldsagna, smásagna og ritgerða hefur hann sam- ið ævisögur þeirra Racines og Volt- aires. ir drengirnir þutu þangað og æptu! „Stelpanl Stelpan!“ Það voru síðu lokkarnir hans Jean de Blaye, seni orsökuðu aðsúg að honum. Hinir snoðklipptu skallar okkar hötuðu lokkana hans. Það var bara ég, sem dáðist að þeim í laumi, af því að þeir minntu mig á lokkana lians Fauntleroy litla lá- varðar, en sagan um hann hafði staðið í Saint-Nicolas árið 1887, og liaíði gagntekið mig. Þegar ég var veikur eða að gráti kominn, þurfti ég ekki annað en að liorfa á mynd- ina af litla lávarðinum í faðmi móður sinnar og lesa það sem stóð LÍF og LIST 17

x

Líf og list

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.