Líf og list - 01.12.1950, Blaðsíða 20
— BERNARD SHAW
Frh. af bls. 14
nú hafði þetta krabbameinsæxli
tekið sig upp á nýjan leik, og var
nú útséð um, að hún ætti ekki
lengur en sex mánuði ólifað.
Ég hafði alltaf búizt við að deyja
á undan konu minni. Þetta fékk
hræðilega á mig.
En atburður þessi kom af stað
einkennilegu gönuhlaupi hjá
Shaw.
Hann fékk þá flugu í höfuðið að
skrifa mér, að þettá væri allt sam-
an tilbúningur og vitleysa úr konu
minni, og ef hún dæi, væri það
sjálfri henni mestmegnis að kenna.
Það væri alls ekki til neitt, sem
héti krabbamein, og þar fram eftir
götunum.
Þetta kjánafega og óskamm-
feilna bréf kom til skila ásamt bréfi
frá Charlotte Shaw, konu sans.
Ég átti ekki að skipta mér af
þessu, skrifaði Charlotte. Ég átti
livorki að særa mig né hann með
því. Hann varð að gera þetta.
Hún reyndi að sporna við þessu
atferli eiginmanns síns — og það
varð æ meir og meir hlutskipti
liennar síðar á ævinni að halda aft-
ur af honum.
Hún hafði gifzt þessum torskilda
og geðflókna manni og orðið yfir
sig heilluð af honum. Hún lagði fé
sitt af mörkum, til þess að koma
leikritum hans vel á framfæri, svo
að hann varð brátt háður henni.
Og henni varð ljóst, að hún hafði
átt sinn þátt í því að ýta þessu ó-
útreiknanlega, hverfula vandræða-
barni með snillingsgáfuna út í
heiminn.
☆
Tár hans.
ghaw grét sáran, þegar hans ást-
kæra eiginkona dó; hann grét
hvar sem hann fór um London.
Flest okkar, sem komin eru eitt-
hvað til ára okkar og kynnzt hafa
ástinni, þekkjum þá ólæknandi
sorg, sem hlýzt af því, að kasta á
glæ ótai tækifærum til þess að
sýna ástúð, og liversu ýmis smávæg
atvik geta spillt fyrir velferð ástar-
lífs og skapað hugarvingl. Síðar
vitnast ætíð, að allt hefði mátt fara
á annan og miklu betri veg.
Shaw saup dreggjarnar af þess-
um bikari sorgarinnar — og síðan
virtist allt gleymt.
Þannig er því háttað með okkur
gamla fólkið. í hrörnun þankans
verður fyrst vart við gleymnina.
Shaw sá, sem nú er nýlátinn, er
sami Shaw og hann var fyrir tutt-
ugu árum. Shaw sá, sem á eftir
kemur, hefur verið grátinn á
braut. En mig langaði aldrei til
þess að sjá hann, er Charlotte var
horfin honum. Og ég forðaðist
hann upp frá því að fundum okk-
ar hafði eitt sinn borið saman.
Shaw er ein þeirra sálgerða, sem
líta á jarðnesk auðæfi raunsæjum
augum, en skoða þau ekki sem
spilapeninga, og mér kæmi ekki á
óvart, að hann hefði ráðstafað
hinum mikla auði sínum í eins
konar Þjóðleikhús, sem mun halda
nafninu Shakespeare-Shaw hátt á
lofti um ókomnar tíðir.
Stgr. Sig. ísl.
— Persónuleiki SHAWS
Frh. af bls. 15
sinni. En ekki gátu þó gagnrýnend-
ur sannað á hann eftiröpun eða
stuld úr verkum Euripidesar,
Shakespeares og Molieres, vegna
Jiess hve efnið í leikritum hans var
óvenjulegt, málsnillin einstök og
heimspekin kreddulaus. Shaw
tókst að gera Jrá blinda á, hve sjálf
meðferð lians á efninu var ófrum-
leg, vegna þess hve hugsunin í leik-
ritum hans var frumleg.
En vegna þess að nokkur gam-
anleikrit hans teljast nú til sí-
gildra (klassiskra) bókmenntra, er
hægara að gera sér grein fyrir Jjví,
að brellur hans eru jafn-gamlar
leikritabókmenntum heimsins,
enda Jrótt að listamaðurinn Shaw
eigi engan sinn líka.
***
JjJn að öllum líkindum mun minn-
ingin um manninn George
Bernard Shaw lifa lengur en það,
sem eftir hann liggur.
Undravert lífsmagn hans, ótæm-
andi forvitni hans, óþreytandi elju-
semi hans, óskeikul glaðværð hans,
fyndni hans og andríki, heilbrigði
hans og góð kímnigál'a, óvanalegur
skilningur lians, ómótstæðileg hé-
gómagirni og eðlisl. einlægni hans,
manngæði, ljúfmennska hans og
umburðarlyndi, hve laus hann var
við alla öfund og illgirni, vitifirrt
öryggi um sjálfan sig og hversu
frjáls liann var undan oki mann-
legs breyskleika: að sameina slíkar
eigindir í einum og sama persónu-
leika er einstakt í sögu veraldar-
innar.
Stgr. Sig. ísl.
r -\
L í F o g L I S T
i
óskar lesendum sínum
GLEÐILEGRA JÓLA
og GÓÐS KOMANDI ÁRS -
og þakkar þeim fyrir örvandi viðkynning
á árinu, scm er að liða.
RITSTJÓRAR
V ___________________________________________)
16
LÍF og LIST