Líf og list - 01.12.1950, Blaðsíða 19

Líf og list - 01.12.1950, Blaðsíða 19
höfundum, og einn þeirra hefir verið gæddur heppilegri málkennd og skáldlegri sköpunargáfu, en Shaw flæktist í þá gildru að gera einn rnann úr höfundi „Coriolan- us“ og höfundi „A Midsummer Night’s Dream“ (Jónsmessudraums) og heildarárangurinn af því varð sá, að Shaw fann þar hættulegan keppinaut, sem hann varð að bera ofuriiði og skara fram úr. Ein aðferð hans til að öðlast sjálfsöryggi var fólgin í því að safna andlitsmyndum. Ótrúlegur var sá aragrúi ljósmynda, brjóst- líkana og andlitsmynda, sem í- þyngdi heimili Shaws. Mér datt oft í hug, að þar væri mikill bylt- ingarseggur að skapa nýtt Herkúl- usarsafn í London. Þá er hver list- munurinn væri grafinn upp á fæt- ur öðrum, mundi heimurinn bráð- lega að fara að trúa því, að Lon- don hafi eingöngu verið byggð af kynþætti, sem líktist mjög ásýnd- um hinum fyrstu Etrúríubúum — mönnum með kartöflunef og til- gerðarlegan limaburð. Þetta var ein aðferð Shaw til þess að öðlast trú á sjálfan sig og auðkenndi hann svo mjög. Önnur almennari aðferð til þess að öðl- ast öryggi um sjálfan sig hefir ver- ið notuð frá upphafi mannkyns- ins ,en það er að sæia aðra. ☆ Frumhlaup hans og fljótræði. ^haw gerði mér þennan grikk þrátt fyrir mótbárur sinnar ynd- islegu konu: Ég var erlendis, er mér bárust þau skilaboð frá sonum mínum að snúa hið bráðasta heim til Eng- lands aftur. Konan mín hafði fyrir nokkrum árum verið skorin upp við óeðlilegu æxli og innvortis- meini, án þess að tekizt hefði til fullnustu að nema það á brott, og Frh. á bls. 16 Persónuleiki SHAWS Eftir HESKETH PEARSON G. B. Shaw raw kom öllum lesendum sínum til þess að taka við sér, kom þeim eftir eðli þeirra og sannfær- ingu annaðhvort til þess að dásama sig eða bölva sér. Og jafnvel þeir, sem höfðu ímugust á skoðunum hans, gátu ekki varizt því að ræða um og lesa hann. Áður á tíðum voru það einkum prófessorarnir og bókmenntafræð- ingarnir, sem voru honum reiðir og höfðu liorn í síðu hans, en nú hefja eftirmenn þeirra hann til skýjanna eins og sígildan gullald- arhöfund (klassiker). Hann fylltist hryllingi, þegar ég sagði honum eitt sinn á ævihausti hans, að nú væru ritsmíðar hans um leikbók- menntir á góðri leið með að verða kennslubækur í æðri skólum lands- ins. ,,Ef það fer ekki alveg með mig — þá veit ég ekki hvað!“ sagði hann. Jafnframt því, sem hann á sín- um tíma kepptist við að koma helztu mönnum tónlistar og leik- listar út úr jafnvægi með skrifum sínum, lá hann ekki á liði sínu að reyna að skapa bylting og umrót í stjórnmálum og efnahagsmálum. Rösklega fjörutíu ár fórnaði Shaw megnið af tíma sínum til að boða sósíalisma, skrifaði í sífellu greinar, flugrit og bækur í því skyni, hélt ótal fundi, skipulagði og lagði á ráðin, efndi til kapp- ræðna og flutti ræður, hvar sem hann fór, allt frá hafnarhverfinu East End upp í viðhafnarsali VVest End hverfis, réri í öllum stéttum, allt frá námuverkamann- inum til auðkýfingsins. *** þó að Shaw hal'i haft mikil áhrif á bókmenntir, trúarlíf, vísindi, stjórnmál og hagfræði kynslóðar sinnar, lagði hann drýgsta og var- anlegasta menningarskerf sinn til leiklistarmenningarinnar bæði sem gagnrýnir og leikritahöfundur. Á fyrri árum hans var brezk leikrita- gerð komin á það stig, að líkja næstum því alveg eftir hinni frönsku. Leikhúsin sýndu þá nær eingöngu sjónleiki í eftirlíkingu við leikrit eftir- Scribe og Sardou. Brezkt leiksvið var þá alveg undir- lagt af orðagjálfri um föðurlands- ást, væmnum sælukcnndarkómedí- um og æsandi harmleikjum, sem gerðir voru til þess eins að sam- jjýðast leikendunum. Shaw blés lífsneista í hefð hinna sígildu leikbókmennta af einurð Frh. á bls. 16 Hesketh Pearson hefir ritað Hcr kveður við annan tón en hjó Wclls. ævisögur ýmissa brezkra skálda og rithöfunda — þykir sanngjarn gagnrýnir og vandur að heimildum. Hann hefir einkum tekið til mcðfcrðar höfunda leikbók- mennta, en sjálfur er Pcarson gamall lcikari, gagnkunnugur brezkri leikhús- menningu af sjón og raun. Hann hefir m. a. ritað um ævi Shakespcarcs og Oscars Wildcs — og, siðast en ekki sízt, hcilmikið rit um Bernard Shaw, sem út kom fyr- ir nokkrum árum. LÍF og LIST 15

x

Líf og list

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.