Líf og list - 01.12.1950, Blaðsíða 28

Líf og list - 01.12.1950, Blaðsíða 28
höf. lætur sér annt um að semja per- sónur sínar að fyrirmyndunum. Að vísu höfum við ekki mótrök höfundar- ins sjálfs. En vér getum spurt sjálfa oss: Voru skapgerðarbreytingarnar í raun og veru nauðsynlegar vegna leiksins? Því verður hiklaust að svara neitandi. Jón Arason gat verið jafn- mikil trúarhetja og þjóðhetja í sjónleik sem veruleika, enda þótt hann hefði verið sýndur rismeiri og slíkur harð- jaxl sem hann var. Persónan hefði orð- ið sannari, manngerðin mannlegri og Jón Arason hefði staðið oss skýrar fyrir hugskotssjónum eða á borð við Jón Arason sögunnar. Til að muna Jón Arason sjónleiksins var hann of orð- margur, of mildilegur, en þó er hann látinn stíga þar þau spor, sem hann steig. Hvað vakti þá fyrir höf. með þessum breytingum? Það sjáum vér, er á leikinn líður. Tryggvi vildi sýna, að sagan endurtæki sig, sýna nútíðar fyr- irbæri í gömlum búningi, svo sem margir leikritahöfundar höfðu gert á undan honum eins og t. d. Kaj Munk. Leikurinn berst inn á pólitískan vett- vang, og um leið er höfundurinn kom- inn inn á hættusvæði. Ef hann vill lýsa nútíðinni, hættir honum til að sjá allt í tveim litum, svörtu og hvítu. Eink- um var rík hneigð til þess í Danmörku á stríðsárunum, þegar Tryggvi skrifar þar leikrit sitt. Þessi ptefna í leikrita- gerð getur verið skemmtileg í fram- kvæmd, en er vandmeðfarin og felur í sér hættu fyrir sjálfan höfundinn. í tækni sinni á öllu sniði leikritsins sýndi Tryggvi bæði leikni og kunn- áttu, og hefði hann ekki verið of hald- inn hernámsanda stríðsáranna, efast ég ekki um, að honum hefði tekizt að láta persónumar rísa í þeirri tign, sem þeim bar. Haraldur Björnsson hafði leikstjórn- ina á hendi. Leikdómum bar ekki sam- an um, hversu góð hún væri. Þó hygg ég Sigurð Grímsson vera þar sönnu nær, er hann telur hana beztu leik- stjóm Haralds til þessa. Það lá mikið verk og mikil kunnátta að baki þessari leikstjórn. Að endurspegla löngu liðna tíma er eitt ærið umhugsunarefni hverjum leikstjóra. Góð leiktjöld gerðu iíka sitt til að vér fundum strax, að vér höfðum allt í einu þokazt fjórar aldir aftur í tímann. Hins vegar vom agnúar á, bæði á gervi og búningum, sem leikstjóranum var ekki einum um að kenna. Helzt mátti finna að því, að gervi Ara lögmanns var allt of ung- gæðingslegt og er hann þó kallaður lögmaður í leiknum. En sem kunnugt er hafði Ari verið lögmaður í 20 ár, þegar hann var tekinn af lífi, enda al- kunna, að Ari var elzti sonur Jóns biskups. Og því prentar Þjóðleikhúsið ekki stétt og stöðu persónanna í leik- skránni eins og alsiða er? Þar er ekki minnzt á að Ari sé lögmaður né þeir Björn og Sigurður prestar. Þá var gervi og útgangur allur á Daða bónda ekki sem heppilegastur, eins og Kristján Guðlaugsson benti réttilega á. Mundi hafa farið öllu betur á, að höfðinginn Daði hefði verið nokkuð fyrirmannlegri en Jón Hreggviðsson, gamli kunningi okkar frá Rein. En þar var mjótt á mununum, enda gat manni fundizt við að horfa á Daða, að maður væri að horfa á íslandsklukkuna, en ekki Jón Arason. Hér hefur gervimeistaranum, leikstjóranum og Brynjólfi sjálfum brugðizt bogalistin, og var þó Brynjólf- ur þekktur að því áður fyrr, að koma fram í nýjum og nýjum gervum og sýna nýjar „týpur“. Um hina einstöku leikendur er. það að segja, að fullkominn og ágætan leik sýndu Arndís Björnsdóttir (í löngu og erfiðu hlutverki), Jón Aðils, Haraldur Björnsson og Inga Þórðardóttir. Inga hefur nú unnið hug og hjarta Reyk- víkinga, en hlutverk hennar var lítið og alleinkennilegt sem Þórunn biskups- dóttir frá höfundarins hendi. Arndís stendur á miklu eldri merg sem leik- kona. En innlifunarhæfileiki hennar hefur alltaf verið frábær og ekki sízt í þessu mikla hlutverki. Jón Aðils naut sín hér ágætlega sem „nazistinn" í hlutverkinu Kristjáni skrifara. En ég tek undir með öðrum leikdómurum, að Jón má vara sig á, að einhæfa sig of mikið sem skálkur, vilji hann sem flestir aðrir verða fjölhæfur listamað- ur. Leikur Haralds var óvenjulega sterkur (miðað við leik á íslenzku sviði yfirleitt) og hnitmiðaður. Og er óþarfi að hnýta athugasemdum aftan við hann eins og t. d., að gervið hafi minnt á gamlan peningajúða. Tjúguskeggjar voru uppi á þeim tímum, og þarf ekki annað en minna á myndina af Guð- brandi biskupi Þorlákssyni. Og þá kem ég að leik Vals Gíslason- ar sem sjálfur Jón biskup Arason. I slíkar höfuðkempur höfum við ekki mörgum mönnum á að skipa. Trúað gæti ég því, að Valur hefði hugsað sig vandlega um, áður en hann undir- gekkst þann vanda. Og margt á Valur gott til að bera til að taka að sér svo vandasamt starf. Leikur Vals, bæði svipbrigði og látbragð, var lifandi, og sýndi hann okkur fyrirmannlegan og gögugan mann m. ö. o. þann Jón bisk- up, sem höfundurinn bauð oss upp á — en einn strengurinn brast í leik hans: röddin. Það var rödd Jakobs en hendur Ésaú, stendur þar. Ég hef áður minnzt á, að taltækni og raddbeiting væri veikasta hlið Vals sem leikara, en það er hlutur sem honum er nú orðið mjög erfitt að bæta úr. (Til gamans vil ég geta þess í svigum, að öndvegishöf- undar eins og Sigurður Grímsson og Bjarni Guðmundsson leiða saman hesta sína í Morgunbl. 11. nóv. og deila þar öllum til ánægju og kannski sjálfum sér líka mjög skemmtilega um keisar- ans skegg, n. 1. taltækni, á erlendu máli Diktion, Sprechteknik, Talteknik, sem annar vill kalla „málfar" en hinn „mæli“! Ég er hissa á, að jafn skarp- gáfaðir menn skuli ekki þekkja merk- ingu þessara orða. En hvað um það, „diktion" er hvorki hljóðfræðilega eða leikrænt séð hægt að þýða „málfar“ eða „mæli“. Hins vegar hafði ég einmitt þýtt orðið í októberhefti „Lífs og list- ar“, sem komið var þá út. Kallaði ég „diktion" þar „taltækni" í leikdómi um Óvænta heimsókn. En ef til vill lesa þeir Sigurður og Bjarni ekki aðra leik- dóma en eftir sjálfa sig, þ. e. hvorn annan. En annað íslenzkt orð en „tal- tækni“ þekki ég ekki, sem getur náð merkingunni „diktion".) Það er ekki hægt að ná valdsmannslegum blæ í röddina við að hækka hana og pressa. Slíkt veit hver einasti skólakennari. Enda minnti rödd herra Jóns oft á mæðutón kennara í óstýrilátum bekk, sem á erfitt með að ná tökum á nem- endum sínum. Tvennt gerði sitt til að minnka valdsmanninn Jón biskup á sviðinu. Tilsvörin voru yfirleitt of löng 24 LÍF og LIST

x

Líf og list

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.