Líf og list - 01.12.1950, Blaðsíða 22
fyrir neðan myndina: „Já, hún
hafði alltaf verið bezti og nærgætn-
asti vinurinn hans . . .“ En hinir
drengirnir áttu ekki Saint-Nicolas
frá 1887. Þeir vissu ekki, að Jean
de Blaye líktist litla lávarðinum.
Þeir ofsóttu hann, og mér fannst
ég svo lítilmótlegur, að ég í hug-
leysi mínu stóð bara álengdar og
hafðist ekki að.
En í dag varð ég samt hissa af
því að hópurinn æpti ekki aðeins:
„Stelpan! Stelpan!,“ heldur einnig
önnur orð, sem ég skildi fyrst ekki.
Ég gekk nær veggnum, hræddur
um, að fyrirliði aðsúgsins hinn
svarni óvinur Jean de Blaye, tæki
eftir mér. Hann hét Campagne,
hafði verið tvö ár í sama bekk og
var höfðinu hærri en við hinir. í
okkar augum var hann sannkall-
aður risi og var gæddur nærri yfir-
náttúrlegum kröftum. Drengirnir
slógu hring um Jean de Blaye og
hrópuðu:
— Hann trúir því! Hann trúir
því! Hann trúir því!
— Hvað er það, sem hann trúir,
spurði ég einn félaga minn.
— Hann heldur að það sé jesú-
barnið, sem kemur niður um
strompinn.
Án þess að skilja þetta fyllilega
spurði ég: „Og hvað um það?“ En
hinir voru þegar farnir að öskra á
ný með úlfunum. Ég gekk nær:
Campagne kleip í úlnliðinn á de
Blaye litla og ýtti honum upp að
múrveggnum.
— Trúirðu því, já eða nei?
— Þú meiðir migl
— Viðurkenndu, og þá skal ég
sleppa þér . . .
Þá mælti de Blaye litli með
hárri, ákveðinni röddu, eins og
píslarvottur, sem staðfesti trú sína:
— Hún mamma sagði það.
Mamma getur ekki skrökvað.
— Heyrið þið! hrópaði Cam-
pagne. Mamma stelpunnar getur
ekki skrökvað!
Meðan við hlógum í þrælsótta
okkar, endurtók Jean de Blaye í sí-
fellu: „Mamma skrökvar ekki,
mamma gabbar mig ekki . . .“ í
sama bili kom hann auga á mig og
beindi orðum sínum til mín:
— Frontenac, þú veizt að það er
satt. Við vorum að tala um það
áðan, þegar við vorum úti að
ganga!
Campagne sneri sér að mér og
andspænis grimmum kattaraugum
hans stamaði ég: „Ég var bara að
gera grín að honum . . .“
Sjö ára: aldur hugleysis og veik-
leika.
Herra Garoustes kom á vettvang
í sama mund. Hópurinn tvístraðist
þegar. Við fórum að sækja yfir-
hafnir okkar og töskur.
Jean de Blaye náði mér á götunni.
Þjónninn sem var með honúm,
slóst vanalega í fylgd með barn-
fóstrunni minni.
— Þú veizt, að það er satt . . .
en þú varst auðvitað hræddur við
Campagne? Það var af því að þú
varst hræddur?
Ég var í stökustu vandræðum.
Ég fullvissaði hann um, að ég
hafði ekki verið hræddur, því að
hvort þetta væri satt eða ósatt ...
í rauninni skipti það ekki svo
miklu máli, ef við bara fengjum
leikföngin, sem við óskuðum okk-
ur . . . En hvernig gat Jesúbarnið
vitað það, að Jean óskaði sér að fá
Indíána og smíðakassa og að ég
vildi fá hesthús og sveitabæ . . . ?
Af hverju koma leikföngin frá
U niver sel-magasíni?
— Hver hefur sagt þér það?
— Ég sá miðana utan á þeim í
fyrra . . .
Jean de Blaye stagaðist á því
sama: „Það er sama, fyrst mamma
hefur sagt það . . .“ en ég fann, að
hann efaðist.
— Heyrðu, sagði ég, ef maður
vill ekki sofna, þá getur maður
bara kveikt ljós aftur, fengið sér
bók eða hreiðrað um sig í hæginda-
stólnum nálægt ofninum til þess
að vera áreiðanlega vakandi, þegar
hann kemur . . .
— Mamma segir, að ef maður er
vakandi, þá geti hann ekki kom-
ið. . .
Úr búðagluggunum sló birtu á
gangstéttirnár, svo að þær glömp-
uðu í þokunni. Cours des Fossés
var alþakið með sölustæðum. Gas-
lamparnir lýstu yfir rauða brjóst-
sykurinn, sem okkur fannst enn
eftirsóknarverðari af því, að við
máttum ekki kaupa hann.
— Við skulum þykjast sofa . . .
— Hann veit, ef við þykjumst,
því að hann veit allt . . .
— Já, en ef það nú er hún
mamma, þá væri hægt að gabba
hana.
— Jean de Blaye endurtók: „Það
er ekki mamma!“ Við vorum
komnir að götuhorninu, þar sem
við áttum að skilja, og við mynd-
um ekki hittast aftur fyrr en á ný-
ársdag, þegar jólaleyfinu væri lok-
ið. Ég bað hann að reyna að vaka.
Sjálfur var ég ákveðinn að hafa op-
in augun . . . Við ætluðum að
segja hvor öðrum frá því sem við
sæjum . . . Hann lofaði að reyna
þetta. Ég horfði á eftir honum.
Stutta stund horfði ég á síðu telpu-
lokkana hans dansa um herðar
hans. Síðan hvarf litli skugginn
hans út í kveldþokuna.
II.
\7ið áttum heima rétt hjá dóm-
’ kirkjunni. Á aðfangadagskvöld
hlóð stærsta kirkjuldukkan í Pey-
Berland-turninum, stórklukkan,
nóttina með voldugum dyn. Rúm-
ið mitt breyttist í skipskoju, og
dynjandi ómurinn bar mig og
vaggaði mér í stormi sínum. í skini
flöktandi kvöldlampaljóssins fyllt-
ist herbergið með verum, sem ég
þekkti svo vel. Gluggatjöldin, borð-
18
LÍF og LIST