Líf og list - 01.01.1951, Qupperneq 6
Sigurður NordaL
EFTIRMÁLI
við aðra próförh
Sigurður Nordal — Teikning eftir Nínu Tryggvadóttur
Útvarj), Reykjavík!
(Omurleg samhringing
með sauðarbjöllum.)
Hér er tilky nning:
„Hin jomhelga Ijóðlist
er nú loksins dauð.“
Stein-rotuð.
Requiescat.
Seint deyja sumir
og deyja þó.
Dauðinn er sem sé
eina yfirbót
þeirrar heimsku
að hafa lifað.
★
Ári. vorum við annars
allir saman heppnir,
sem bundum elcki trúss
við svo bráðfeiga konst.
Gráti nú Ijóðskáldin,
góðskáldin, þjóðskáldin!
Við skulum hlæja:
DiUir dó og Dummal
Einu sinni átti eg hest,
veiztu hvað hann var:
haltur á hœgra auga,
hringeygður á vinstra fœti,
víxlaður á stalli,
staður á spretti, —
uxu engir vængir, —
einhver prettur í kaupi.
IIér færðu hána,
herra fíragi.
Ekkert að þakka.
Allt í Jagi.
★
Sœl er sú harpa,
sem lét ekki slá sig.
Sœlli þeir svanir,
sem liéldu sér saman á heiði.
Sælust þau kvœði,
sem enginn kunni að yrkja.
Ef þú hefnr hlustað eftir
ómi þeirra kvœða,
elska muntu síðan
alla daga og nætur
söngvana þegjandi,
þögnina syngjandi.
ilminn af björkinni
sem enn er fræ í moldu,
skottið á skugganum
og friðarbogafótinn.
Þetta muntu elska
— eins og aftanskinið
og morgunbjarmann
af miðsvetrar sól,
sem aldrei kemur upp,
— alveg eins og skottið
og fráa, lit.la fótinn
á henni, sem í árdaga,
henni, sern í tæka tíð
skauzt frá þér i skógi,
henni, einmitt henni,
— einni af þessum allt of f«u
forsjálu meyjum,
sem aldrei koma upp
um sig.
<8
LÍF og LIST