Líf og list - 01.01.1951, Side 11
<iælurnar — þyrnir í augum
meðal þyrna.
Og nú var jómfrú Emilía
gengin á vit fulltrúa hinna göf-
Ugu ættarnafna, þar sem þeir
hvíldu í sedrusskjóli kirkju-
garð'sins, áhliða gröfum þeim,
raðbeinum og nafnlausum, sem
geymdu stríðsmenn Norðan- og
Sunnanverja, valinn eftir orrust-
una á Jefferson.
1 lifanda lífi var jómfrú
Emilía arfsiður, skylda og
vörzlugripur, nokkurs konar arf-
geng skuldbfnding bæjarins, allt
frá því er ofurstinn Sartoris odd-
viti — það var hann, sem ung-
aði út tilskipuninni, að negra-
konur mættu ekki koma fyrir
svuntulausar á götu — undan-
þá hana öllum sköttum, og
skyldi undanþága þessi vera aft-
Urvirk til dánardags föður henn-
ar og framvirk ótímabundið.
Ekki mvndi þó jómfrú Emilía
hafa þggið ölmusu. Sartoris
skáldaði harla flókna sögu um
það, að faðir jómfrú Emilíu
hefði lánað bæjarsjóðnum pen-
inga, sem bærinn kysi af hag-
kvæmisástæðum að greiða á
þessa lund./Enginn nema mað-
ur af kynslóð Sartoré hefði get-
að skáldað slíka sögu og það
skyldi konu til að trúa henni.3
Með nýrri kvnslóð og núlegri
hugmyndum, kom annar odd-
viti, aðrir menn í hreppsnefnd,
°g þessi tilhögun var ekki jafn
vel þokkuð. I ársbyrjun sendu
þeir henni útsvarsseðil. Kom
febrú armánuður og ekkert svar.
Þeir senrfu henni miða og báðu
hana að líta inn á fógetaskrif-
stofuna við hentugleika. Viku
siðar skrifaði oddvitinn henni
sjálfur og bauðst til að ganga
um hjá henni eða senda bílinn
sinn eftir henni, Jivar kom á
Paþpírsblaði mjög fornlegu i
sniðum, og’ skriftin mjódregið
pírumpár úr daufu bleki, kvað'st
hún fráleitt leggja í heimsóknir
núirðið. Hjálagður var útsvars-
seðillinn, athuga semdalau s.
Var nú boðað til fundar í
hreppsnefndinni og sendinefnd
gerð út. Þeir börðu að dyrum
þeim, sem enginn gestur hafði
stigið inn um síðan hún hætti
leirtausskreytingu átta eða tíu
árum áð'ur. Gamli maðurinn,
svertinginn, hleypti þeim inn í
myrkvaða forstofu, þaðan lá
uppganga inn í mun svartari
skugga. Það var lykt úr ryki og
auðn, áleitinn, rakur þefur í for-
stofunni. Negrinn bauð þeim í
stofu. Þar stóðu viðamikil, leð-
urbúin húsgögn. Þegar negrinn
dró frá birtunni, niátti sjá
sprungur víða í leðrinu og um
leið og þeir settust, stóð ryk-
slæðingur um lærin á þeim og
hólkað'i sig smáhægt. í þessum
eina geisla, sem náði inn.
1 snjáðum standramma fram-
an undir arninum stóð blýants-
mvnd af föður jómfrú Emilíu.
Þeir stóðu úr sætum, þegar
hún kom fram — smávaxin, feit
kona, með mjóa gullfesti, sem
féll lienni í beltisstað og livarf
undir beltið; hún gekk við íben-
holtsprik með slitnum gullhnúð.
Hún var beinasmá og beinarýr,
því var það ef til vill, að þetta
holdafar, sem myndi vera
þrýstni með flestum, var spik
á henni. Hún sýndist uppþembd
eins og líkaini, sem hefir vatn-
slegizt í djúpri lygnu og bleikur
eins og sá. Augun voru gengin
inn í fitukilpað andlitið, minntu
á kolamola, sem einhver hefðl
potað inn í deigbita, og hvörfl-
uðu andlit af andliti, meðan
gestirnir báru upp erindi sitt.
Hún bauð þeim ekki að setjast,
en stóð í dyrunum og lilýddi
þögul á, unz talsmanninn rak í
vörðurnar. Þá fóru þeir að heyra
tikkið' í úrinu á hvarfi neðan í
festinni. Rómur hennar var
þurr og kaldur: „Ég ber ekki út-
svar í Jefferson. Sartoris ofursti
skýrði þetta fyrir mér. Kannske
gæti einhver ykkar fengið að líta
í gjörðabækurnar og u pplýst
ykkur þar með“.
„En það er nú einmitt það,.
sem við gerðum. Við erum
hreppsnefndin, jómfrú Emilía.
Fenguð þér ekki miða með und-
irskrift fógetans?“
„Ég fékk bréf, að' vísu“, sagði
jómfrú Emilía. „Kannske telur
hann sig vera fógetann. . . . Ég
ber ekkert útsvar í Jefferson“.
„En það stendur ekkert í bók-
unum. Okkur er nauðugur einn
kostur. . . .“
„Talið við Sartoris ofursta. Ég
ber ekki útsvar í Jefferson“.
,.En, jómfrú Einilía. .. .“
„Talið við Sartoris ofursta“.
(Sartoris var dáinn fyrir hart-
nær 10 árum). „Ég ber ekki út-
Svar í Jefferson. Tobías“. Svert-
inginn kom. „Évlgdu mönnun-
umNtil dyra“.
II
Þannig hlóð hún þeim, köpp-
imum, alveg eins og hún hafði
sigrað feður þeirra þrjátíu ár-
um áður með ólyktina. Það var
tveimur árum eftir dauð'a föður
hennar og litlu eftir, að kærast-
inn — sá, sem við héldum, að
ætlaði að eiga hana — (gekk frá
henni. Eftir dauða föður síns
kom hún sjaldan út og eftir að
kærastinn fór, sást henni varla
bregða fyrir. Einhverjar konur
voru svo bíræfnar að fara í
heimsókn, en þær koniu að lukt-
um dyrum, og þarna var ekkert
kvikt að sjá nema negrann —
ungan mann í þann tíð — sem
Framh. á hls. 17.
LÍF og LIST
11