Birtingur - 01.01.1956, Blaðsíða 12

Birtingur - 01.01.1956, Blaðsíða 12
Cuðrún um þritugt með Sharphéðin Það varð að vera. — Þetta er mitt líf, sagð ann og var alla daga við, þegar hann var ekki í vinnu — skrifaði líka á nóttunum, bara í myrkrinu ef skorti ljósmetið; einu sinni um vorið — við vorum þá í Grænagarði — er hann farinn út eina nóttina, hefur þá verið að átta sig á einhverju; ég dauð- hrædd heima, svo ég gægist út að líta eftir honum, fer fram á bakkann — situr ann þá ekki á steini í flæðarmálinu. •— Ertu þarna Magnús minn? segi ég — hvað ertu að gera þarna, ertu bara að verða truflaður? — Nei, ég er að skrifa, segir hann. — Á steinana? segi ég, en hann sagði ekki neitt sko. Þá leiddist onum heima — hvað ætlonum hafekki leiðzt heima hjá einni kellingu? Uss, ekkert hafði ég að segja sem hann gat haft gaman að — ég var ekki skáld. •— Passaðu þig bara á fjörulallanum, sagði ég. Svo fóruð þið í Skálavík — hvernig kunn- uð þið við ykkur þar? Æi — það er hálf pokalegt þar; hann var alltaf að kenna; svo komu nú þessi leiðindi fyrir þarna í Bolimgavík — hann kom þar við á ferð frá Skálavík til ísaf jarðar; það var eitthvert bölvað kvennafar .... Hann talar einmitt um það í bókunum, að þú hafir reynzt sér vel þá? Já, það er margt í bókunum; þegar þeir komu eftir onum — þá var ég niðri í fjöru, barnið að leika sér rétt hjá; hann gat með naumindum kvatt okkur — hann var eitt- hvað svo sár. •— Vertu blessaður, Magnús minn, segi ég —- nú ert þú að fara frá okkur, þú svona veill fyrir brjósti — þú ættir bara að koma heim; éld þeim væri nær að taka bölvaðan kallinn — hann kom þessu öllu af stað. En hann fór nú með þeim samt — til Isafjarðar. Þú heimsóttir hann á Isafirði? Já, fyrst fór ég til sýslumannsins — hitti hann heima. Þá segir hann við mig: ég er bara orðlaus. — Af hverju? segi ég. — Að þetta skyldi koma fyrir og eiga svona fallega konu- — Það eru býsn sem koma fyrir, segi ég — viljið þér nú gjöra svo vel að losa Magnús? — Nei, segir hann, en það verður nú víst bráðum. — Það þarf þó að sýsla um ann, segi ég — það þarf að fá onum föt, hann getur ekki verið alltaf í sömu fötun- um. — Sýslumaðurinn þagnaði bara — Svo hefurðu hitt Magnús? Fyrst hitti ég fangavörðinn. Nú gjörir þú svo vel að lofa mér að tala við Magnús minn, segi ég. — Velkomið, segir hann. — Þú ert bara komin, segir Magnús þegar hann sér mig — svona er að hafa góða art. Nú er komið í óefni. — Það er alveg sama, segi ég, þér verð ég trú .... Þá viknaði hann. — Sona, sona Magnús minn, segi ég — þetta lagast allt. Svo skildum við. 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.