Birtingur - 01.01.1956, Qupperneq 12

Birtingur - 01.01.1956, Qupperneq 12
Cuðrún um þritugt með Sharphéðin Það varð að vera. — Þetta er mitt líf, sagð ann og var alla daga við, þegar hann var ekki í vinnu — skrifaði líka á nóttunum, bara í myrkrinu ef skorti ljósmetið; einu sinni um vorið — við vorum þá í Grænagarði — er hann farinn út eina nóttina, hefur þá verið að átta sig á einhverju; ég dauð- hrædd heima, svo ég gægist út að líta eftir honum, fer fram á bakkann — situr ann þá ekki á steini í flæðarmálinu. •— Ertu þarna Magnús minn? segi ég — hvað ertu að gera þarna, ertu bara að verða truflaður? — Nei, ég er að skrifa, segir hann. — Á steinana? segi ég, en hann sagði ekki neitt sko. Þá leiddist onum heima — hvað ætlonum hafekki leiðzt heima hjá einni kellingu? Uss, ekkert hafði ég að segja sem hann gat haft gaman að — ég var ekki skáld. •— Passaðu þig bara á fjörulallanum, sagði ég. Svo fóruð þið í Skálavík — hvernig kunn- uð þið við ykkur þar? Æi — það er hálf pokalegt þar; hann var alltaf að kenna; svo komu nú þessi leiðindi fyrir þarna í Bolimgavík — hann kom þar við á ferð frá Skálavík til ísaf jarðar; það var eitthvert bölvað kvennafar .... Hann talar einmitt um það í bókunum, að þú hafir reynzt sér vel þá? Já, það er margt í bókunum; þegar þeir komu eftir onum — þá var ég niðri í fjöru, barnið að leika sér rétt hjá; hann gat með naumindum kvatt okkur — hann var eitt- hvað svo sár. •— Vertu blessaður, Magnús minn, segi ég —- nú ert þú að fara frá okkur, þú svona veill fyrir brjósti — þú ættir bara að koma heim; éld þeim væri nær að taka bölvaðan kallinn — hann kom þessu öllu af stað. En hann fór nú með þeim samt — til Isafjarðar. Þú heimsóttir hann á Isafirði? Já, fyrst fór ég til sýslumannsins — hitti hann heima. Þá segir hann við mig: ég er bara orðlaus. — Af hverju? segi ég. — Að þetta skyldi koma fyrir og eiga svona fallega konu- — Það eru býsn sem koma fyrir, segi ég — viljið þér nú gjöra svo vel að losa Magnús? — Nei, segir hann, en það verður nú víst bráðum. — Það þarf þó að sýsla um ann, segi ég — það þarf að fá onum föt, hann getur ekki verið alltaf í sömu fötun- um. — Sýslumaðurinn þagnaði bara — Svo hefurðu hitt Magnús? Fyrst hitti ég fangavörðinn. Nú gjörir þú svo vel að lofa mér að tala við Magnús minn, segi ég. — Velkomið, segir hann. — Þú ert bara komin, segir Magnús þegar hann sér mig — svona er að hafa góða art. Nú er komið í óefni. — Það er alveg sama, segi ég, þér verð ég trú .... Þá viknaði hann. — Sona, sona Magnús minn, segi ég — þetta lagast allt. Svo skildum við. 6

x

Birtingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.