Birtingur - 01.01.1956, Qupperneq 14

Birtingur - 01.01.1956, Qupperneq 14
Finnst mér eg sé orðinn barn ofursmár og leikagjarn, hoppi á túni til og frá týni saman blómin smá .... Einu sinni var Skarphéðinn að smíða skíði — sona krakkaskíði fyrir systur sína; hann sat á græna koffortinu, Ása litla horfðá og var voðalega spennt — þá segir Héðinn: Það er hún Ásdís Þórkatla, sem þarna situr. Magnús er inni og heyrir hvað hann segir; nú vantar botninn, segir hann og bætir við: Bróðir hennar býr til skíði bjarta fyrir silkihlíði. Mikið þótti krakkaöngunum þá vænt um pabba sinn. Hvaða bók þótti nú Magnúsi vænst um? En Njálu gömlu. Börnin okkar mörg hétu njálunöfnum — við áttum sex börn, fjegur dóu og tvö lifa; það var nú Magdalena, Njáll, Matthildur, Höskuldur, Skarphéðinn og Ás- dís Þórkatla. — Svo á Skarphéðinn dóttur, sem heitir Bergþóra. Sýndi Magnús nokkrum dagbækur sínar? Öngvum manni — geymdi þær allar í kommóðunni og passaði sjálfur lyklana. — Má ég fara í kommóðuna? segi ég einu sinni þegar hann lá banaleguna. — Já, þ ú mátt það, segir hann — en blessuð lokaðu skúff- unum, þar eru bækurnar, þær eiga að fara á safnið — Bókasafn íslands sko. Þú hefur átt erfitt í banalegu Magnúsar? Ojá, ég var ein heima í sjö vikur með Ásu litlu — varð að koma Héðni fyrir hjá Þórði gamla. Þarna lá hann, og ég varð að þvo onum og greiða, hrakaði alltaf dag frá degi — helvítis krabbinn tálgaði af honum öll hold smátt og smátt; mig dreymdi sosum fyrir þessu: stóran stein sem kom veltandi ofan úr f jallinu og molaði húsið — fóturinn undan búinu — sko ; ég sagði Magnúsi sáluga aldrei frá þessu. — Svo kom Þórður gamli í heim- sókn. — Hérna liggur þú vinur, segir hann. — Já, ég er nú að fara, fæturnir orðnir kald- ir. — Já, það er dauðinn, segir Þórður gamli. — Þú mátt ekki tala svona við ann, segi ég — það prufast víst á endanum hvort eð er- — Svo fór Þórður gamli. Þegar hann var farinn, sagði Magnús sálugi: Eru skúffurn- ar vel læstar? ■— Það voru síðustu orð hans; hann dó um kvöldið. Hvað varð nú um ykkur? Þeir héldu strax uppboð, það var allt selt, hvert tangur og tetur, allar bækurnar pétri og páli, tvist og bast — það gerði þessi gamla sveitarskuld. En hver leyfði þetta? — auðvitað hreppsstjórinn; kofinn gerður að smiðju, við send með mótor til Arnar- fjarðar, ég fór með börnin til hennar Maríu á Kúlu — það var nú meiri helvítis harkan; verst þótti mér með bækurnar, en hvað gat ég gert? — ekki neitt, ekki nokkurn skapað- an hlut. Sona var það nú í fyrri daga, vinir mínir. Hvernig komust svo bækurnar til skila? Það sá Skarphéðinn um seinna •— strákur- inn var svo drífandi í sér; ekki nema sextán ára safnaði hann þeim öllum saman hjá pétri og páli, alls staðar út um plássið; hann sagði við hreppstjórann: ef þú skilar ekki bókun- um eftir nokkra daga, ferðu beint 1 tugt- húsið. Mikið var þetta gott hjá stráknum. Svo var þeim komið á safnið — lifandis ósköp var ég þá glöð og fegin. Hvernig hefur þér nú liðið síðan ? Æi, sona — en mig hefur dreymt margt síðan — eins og ég væri komin heim — Lang- hól, væri að ganga um hlaðið, kringum bæinn, ofan brekkuna, út á túnið, niðrá stekkinn — þar sátum við í sólinni — og hann bjó til fíflafesti. — Ætlarðu að hengja ana um háls- 8

x

Birtingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.