Birtingur - 01.01.1956, Page 17

Birtingur - 01.01.1956, Page 17
mun hafa verið trúmaður, enda lézt hann frá óloknu guðspjallaverki. Eitt frægasta verk hans er leiksviðsverk um hina heilögu Jóhönnu á bálinu. Ég sá þetta verk í Konunglega leikhúsinu í Kaup- mannahöfn fyrir fáum árum, og mér er minn- isstæður dálítill atburður eftir sýninguna: Lokið var við leikinn um Jóhönnu, en á eftir átti að sýna léttan ballett annars tónskálds, og ég fór þessvegna úr leikhúsinu. Við úti- dyrnar stendur þá gömul farlama kona, sem var líka að fara, og við vorum ein. Hún bað mig að hjálpa sér yfir í strætisvagninn. Á meðan ég leiddi hana yfir torgið sagði hún hrærð: „Þetta var dásamlegt listaverk. Ég skil vel að þér viljið ekki fremur en ég sjá innantóma danssýningu á eftir. Þakka yður fyrir.“ Reykjavík, 10. 2. 1956. Jón Leifs. 11

x

Birtingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.