Birtingur - 01.01.1956, Qupperneq 20
aðar erfðavenjurnar, og fátt um nýbreytni.
Stríðið hafði áhrif í þá átt að fleiri nutu leik-
sýninga en fyrr, en engin áhrif á formið né
gæðin. Það olli engum formbyltingum. Mest
er samið af leikritum fyrir borgarana þar
sem efnið er sótt í hið borgaralega líf. Þó er
langt frá því að þessi leikrit gefi sanna hug-
mynd um líf borgaranna eins og það er í
raun og veru. Þetta eru mest gervileikrit,
þríhyrningsdrama á ferhyrndum fleti. Helzt
gætir nýjunga hjá ýmsum leikstjórum sem
leita að nýjum möguleikum í sviðsetningu á
verkum Shakespeare. Ýmsir hinna yngri og
tilraunagjörnu leikstjóra leitast við að gjör-
bylta meðferðinni á Shakespeare. Auðvitað
má ekki gleyma Christopher Fry sem hefur
valdið byltingu með því að vekja ljóðið til
nýs vegs og virðingar í leiklistinni.
Ég spurði hvernig leikriti Samuel Beckett:
Biðin eftir Godot, hefði verið tekið í London
síðastliðið sumar, en það leikrit vakti mikla
athygli í París.
Hudd sagði: Það tókst vel og vakti miklar
deilur, sumir ákaflega hrifnir af því, aðrir
mjög á móti. Sjálfum fannst mér það hræði-
Iega tilgerðarlegt. Mér er ekki um þessa böl-
móðs heimspeki, það er allt of mikið um hana
í leikhúsinu í dag. Þetta leikrit er um hve
allt sé þýðingarlaust, það sé svo sem sama
hvað við gerum. Nei, maðurinn ætti að reyna
að brjótast á móti þeim stormi sem hann hefur
sjálfur vakið í fang sér. Listin ætti að gefa
okkur nýtt líf- Og Hudd tók upp bók sem
hann hafði sýnilega verið að lesa og segir:
Hvað um Laxness, hann lokar ekki augunum
fyrir hryllilegum þáttum mannlífsins, en þó
finnur maður alltaf hið heita líf mannanna
vaxa í verkum hans.
En hvað finnst yður þá um Brecht og leik-
rit hans? Mér kemur hann helzt í hug sem
mótvægi við þeim anda í leikbókmenntunum
sem Hudd átaldi í sambandi við Beckett.
Brecht kvaðst hann ekki hafa séð neitt
eftir en hefði mikinn áhuga á verkum hans
af því sem hann hefði lesið um þau, en hann
gæti náttúrlega ekki talað um það sem hann
hefði ekki séð.
Hudd talar margt um Christopher Fry sem
helzta leikritaskáld Breta í dag, list hans sé
mannleg: ,,Life is better than death“, einkum
talar hann um Phoenix not too frequent
(sýnt hér í Þjóðleikhúsinu) en síðari leikrit
hans séu myrkari og óljósari. Orð verður
orðið orðsins vegna. Trúarleikrit hans eru
mjög góð: A sleep of prisoners.
Hvað segið þér um leikflokkinn Workshop
sem var fulltrúi brezkrar leiklistar á alþjóða-
leiklistarhátíðinni í París í fyrrasumar?
Finnst yður sá hópur sannur fulltrúi enskrar
leiklistar?
Það er nú eitthvað annað, finnst herra
Hudd: Stundum tekst þeim að vísu sæmilega,
en oft eru þeir ótrúlega slæmir, (incredibly
bad), hneigðir til vinstri nægja ekki einar til
að skapa góða list. Þeir sem standa að leik-
flokki þessum eru stundum bæði tilgerðar-
legir og ósannir. Það er ekki langt síðan þeir
ferðuðust með leikrit García Lorca um land-
búnaðarhéruð hjá frumstæðu fólki í Englandi
og héldu því fram að þetta efni hentaði þar
vegna þess að bændur á Spáni myndu skilja
verk Lorca. Þetta er undarleg röksemda-
færsla. Hvers vegna sýndu þeir þá ekki held-
ur gamla enska bændaleiki sem eru sumir svo
fullir af andríki og fyndni ? Nei, margar sýn-
ingar Workshop eru mjög mjög slæmar (very
very bad), þeir leika gömul leikrit með yfir-
borðskenndri stílfæringu og svo fara þeir aft-
ur í tilraunaleikrit frá 1920 og flytja þetta
eins og það væri nýjasta nýtt, segir Hudd.
Viljið þér lofa mér að hafa eitthvað eftir
yður um leikarana héma? Hvað finnst yður
þá skorta helzt?
Þá vantar tilfinningu fyrir þýðingu smá-
14