Birtingur - 01.01.1956, Síða 25

Birtingur - 01.01.1956, Síða 25
ig mætast andstæðurnar í efnisvali: blóm— vélar og hjól; fólk—málmlyklar. Andstæður í hrynjandi: trjábolur—dansmær. Léger segir: „Menn skynja aðeins hvítt ef þeir þekkja svart og það sem er fínlegt ef þeir þekkja hið hrjúfa. Menn fá aðeins glaðzt innilega ef þeir þekkja sorg“. Ég kynntist Léger eins og fyrr getur í New York 1944. Hann hafði forðað sér til Ameríku áður en Frakkland var hernumið. Hann hafði þar skóla og var ég um tíma meðal nemenda hans. Hann sagði einu sinni þegar við töluðum um stríðið: „Menn sá korni á vorin til að afla vista til vetrarins, menn undirbúa stríð á friðartímum, því þá ekki að undirbúa frið- inn á stríðstímum ?“ Á þessmn árum í New York urðu margar merkustu myndir hans til. Hann var mjög hrifinn af hinni fullkomnu tækni Ameríku. Hann hafði mikinn áhuga á kvikmyndum og trúði því að þær ættu eftir að verða merki- legt menningartæki í framtíðinni. Árið 1924 hafði hann gert athyglisverða kvikmynd sem hann kallaði Ballet Mecanique. Hann trúði á framtíðargildi abstraktlistar og sagði: „Abstraktlistin er ekki eins og margir halda aðeins skrítnar tilraunir gerðar af sérvitringum, heldur nauðsynleg tilraun til að gera listina frjálsari •— og losa hana við hin venjulegu form hlutanna svo sem augað skynjar þau. List framtíðarinnar mun verða á sviði hins abstrakta“. 1 Fernand Léger, hinum hávaxna bónda- syni frá Normandí lifði ævinlega eitthvað af þeim manni sem yrkir jörðina, samanslungin hreysti og fínleiki ásamt ást á því smáa og viðkvæma — og virðing fyrir öllu því sem hrærist í náttúrunni. I.cger: fílóm og fiðrildi.

x

Birtingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.