Birtingur - 01.01.1956, Page 35

Birtingur - 01.01.1956, Page 35
IIÖRÐUR ÁGÚSTSSON: Fréttabréf frá París í haust leið var opnuð í stærsta sýningarsal Parísar, Gallerie Charpentier, sýning sem nefnist Ecole de Paris: Parísarskóli. Nafnið er villandi. I’að cr ekki til neinn einn Parísarskóli í þeirri mcrkingu sem venjulega er lögð i það orð. Hins vegar gefst ágætt tækifæri á sýningu eins og þessari til að gera sér nokkra grcin fyrir stöðu málaralistar- innar liér í borg. I’arna sýndu verk sín margir hinna gáfuðustu myndlistarmanna, eldri sem yngri. Sýnendum má skipta í tvo mcginhópa: figóratíva og nonfigiiratíva málara. Figure þýðir víst mynd. En þegar talað cr um figúratívan málara, er átt við að hann noti í myndum sín- um þekktar cða þekkjanlegar fyrirmyndir, að myndir hans skírskoti til ytri náttúru. Nonfígúratívur málari notar hins vegar ckki náttúrufyrirmyndir í myndum sinuin, álít- ur þær jafnvcl spilla sköpunargleði sinni, telur myndform- in ciga að spretta fram úr vitund hans sjúlfs, líkt og liljómar og hrynjandi verða til í huga tónskálds: Aðrir kalla hann abstrakt málara, enn aðrir konkrct málara. Mcnn skyldu þó varast að taka þessar nafngiftir of há- tíðlcga eða einstrengingslega, því sjaldan er hægt að tjá með einu orði flókin sjónarmið, eins og til dæmis þau er nútíma myndlist grundvallast á, eða lýsa einkcnnum ólíkra og margbrotinna persónuleika. Vissulega væri æski- legt að hafa citt ótvírætt orð um hvert viðhorf, svo að aldrei þyrfti að fara milli mála við hvað væri átt. En stefnumiðin eru þó ekki aðalatriði, hcldur listgæðin eða listin sjálf. Og nú verð ég að gera játningu, sem sjálfsagt Verður talin hlutdrægni: Athygli min beindist nær eingöngu að nonfígúratívu listainönnunum á fyrrnefndri sýningu — ekki vegna þcss að þeir væru nýtfzkulegri, heldur af því að mér fannst myndir þeirra meiri list, alvarlegri, fal- legri. Oft liefur því verið haldið fram að flestir abstrakt málarar séu eins eða nauðalíkir. En maður sér bezt á sýningu sem þessari að þeir eru ótrúlega ólikir hver öðrum, að mögulcikar þeirra til persónulegrar tjáningar cru engu minni, ef ekki meiri cn hinna, enda eru að mynd- ast tvær andstæðar fylkingar innan abstrakta skólans. I'au eru hin raunverulegu stórtíðindi, sem héðan er að Magnelli: Points d’hostilité segja. Að vísu bar á skoðanamun áður, en nú hafa and- stæðurnar mikið skerpzt og skýrzt. Það er gamla sagan um átök huga og hjarta, klassisisma og rómantíkur. List- viðhorfin hér kristallast í þessari togstreitu — hitt er úrelt að rífast um hvort mála cigi fígúratívt eða nonfígúra- tívt. Á undanförnum árum hefur hugarstefnan átt meira fylgi að fagna. Myndir þeirra málara, sem aðhyllast hana, eru þaulunnar, fletir skýrt afmarkaðir, tækni fáguð, bygg- ing föst, litir hreinir og bjartir. Nú virðist tilfinningin hafa gert uppreisn, brotið af sér allar skorður, tækni er á reiki, duttlungakcnnd, pcrsónubundin og engu háð nema innblæstrinum á sköpunarstundinni, jaðrar við óhemju- skap. Þcssar tvær öndverðu stefnur cru manna á meðal kallaðar geómetrísk abstraksjón og lýrisk abstraksjón. Áður en lengra er haldið skulum við snúa okkur að málurum, scm eru á mörkum hins figúratfva og nonfigúra- tíva. Miklu blcki hcfur verið eytt til ónýtis i þeim til- gangi að draga jrá í annan hvorn dilkinn. En það er með þá cins og mót litanna í regnboganum: cnginn veit hvoru megin þeir eiga heima í raun og veru, og er fánýtt að karpa um það. Eitt er vist: í hópi þeirra eru sumir gáf- uðustu málarar Parisar í dag, jrað skiptir mestti máli. Það er ekki alveg út í hött sem þessir málarar liafa vcrið kallaðir nýimpressjónistar. Viðfangsefni þeirra og gömlu impressjónistanna cru ckki ósvipuð. Það cr mikið um vcðurstemningar í myndum þeirra: Kvöld i M., Morg- unn í M. Tækni sumra þeirra, eins og til dæmis Jean Bazaine, getur leitt hug manns að stækkuðum hluta úr mynd eftir einhvern imprcssjónistanna. Gáfaðasti málari 29

x

Birtingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.