Birtingur - 01.01.1956, Síða 41
Hugsjónamaðurinn og baráttumaðurinn
BERNARD SHAW
eftir Sean O Casy
Bernard Shaw skipar mikið rúm í veröldinni sem
sjáandi og leiðsögumaður heilbrigðrar skynsemi,
og þetta rúm er stöðugt að aukast. Hann skipar
einnig mikið rúm í heimi andans sem leikrita-
höfundur, gagnrýandi og unnandi einstæðinga
lífsins.
Ef til vill mun virðulegt andlit hans einhvern tíma
sjást á rúðumyndum jafnvirðulegrar dómkirkju,
mynd af fjörlegum dýrlingi vélaaldar og þjóðfélags-
legra byltinga. Ef til vill var hann að finna í rúðu-
mynd einhverrar stórrar kirkju fyrir hundrað ár-
um, ungan, rauðhærðan, stríðandi dýrling, er fallið
hafði í orustu (því að Shaw er dýrlingur, frumleg-
astur allra dýrlinga fyrr og síðar), endurholdgaður
af óþolinmæði vegna svefnþunga kirkjunnar þar
sam hann stóð í glugganum og gaf reiðilega gætur
að þeim sem komu og fóru og heyrði þá lofa og
vegsama, ekki guð, heldur sjálfa sig og sína eigin
yfirborðsmennsku og sjálfbirgingshátt. Dýrlings-
myndinni varð að lokum nóg boðið af þessum
heimskulega leik, máðist í burtu og hlaut líf á ný
sem lítill drengur hlaupandi fram og aftur um hið
skuggalega Synge-stræti í Dyflinni. Hér var Shaw
ekki nema hársbreidd frá fátækrahverfum Dyfl-
innar. Hér hlýtur hann, ungi maðurinn, að hafa
reikað um eyðileg strætin umhverfis dómkirkju
heilags Patricks, rétt meðfram Coombe, allt til
Tenters Fields, (þar sem Dyflinnarbúar forð-
um bleiktu lín sín) þar sem nöturlegir hús-
hjallar veittu mörgum aðþrengdum verkamanni
Dyflinnar og konum þeirra viðsjárvert skjól, og þar
sem óþrifnaður og óregla umluktu hann ásamt
þeirri gátu, sem Dyflinnarbúar kölluðu „vilja
guðs“.
Shaw sá vonlausa ringulreið fylgja Mtæktinni,
og hann mat skipulag. Hann sá fátæktina leiða
sjúkdómana heim, og hann unni heilbrigði; hann
sá dauðann að baki fátæktinni, og hann elskaði
lífið. Svo var það, ef til vill í þessum hluta Dyfl-
innar, að sú ákvörðun brauzt fram í hug hans að
leika á þessa djöfullegu þrenningu dauðann, sjúk-
dómana og skipulagsleysið með hlífðarlausri bar-
áttu fyrir útrýmingu fátæktarinnar, nú og um alla
framtíð.
Shaw var fæddur baráttumaður, en hans mun
fyrst og fremst verða minnzt fyrir óbugandi hug-
rekki sitt, (sem ef til vill er sjaldgæfust allra
dygða nú á dögum). Hið sanna hugrekki hans kem-
ur í ljós, er hann varpar frá sér öruggri og góðri
atvinnu, sem hann haíði um árabil stundað í
Dyflinni, og æðir mikillátur til Lundúna, sem hann
vissi að hann mundi ekki leggja að fótum sér á
einu dægri, að ár myndu líða unz hann rækist á
öruggan hornkrók, þar sem hann gæti komizt
nokkurn veginn af, og þar sem hann varð
að þola sult og veikindi og leggja allt í hættu að
sál sinni undanskilinni fyrir þá guðlegu köllun
að prédika fagnaðarboðskap skynseminnar fyrir
því fávísa fólki, sem safnaði kynstrum af þýðingar-
lausum fróðleik í skólum, og fyrir þeim sem voru
að bakast í hinum virðulegu menntastofnunum
Oxford og Cambridge.
Shaw fékk litla sem enga áheyrn á írlandi, en
England, þéttsetið örsnauðu fólki, þetta heimsku-
lega, auðuga England (Englendingurinn er svo
hygginn í heimsku sinni), auðugt að þrætum, dró
hann að sér og hann gerði sér ljóst að langdrægar
bylgjur Lundúna bæru rödd hans fjær og hraðar
en stuttdrægar bylgjur Dyflinnar. Og svo ákvað
hann, þessi krossfari, vopnaður veglegum eigin-
leikum, að leggja undir sig, ekki Jerúsalem, heldur
Lundúni; að kalla þá réttlátu en ekki syndarana
til iðrunar; að senda gullnar örvar hugsana sinna
í brjóst hræsninnar og síðu svikarans, — og hver
gullin ör ydduð stingandi stáli — svo og að sýna
fram á að hinar smávægilegu þarfir mannsins
eru tengdar stjörnunum. Hann gerðist talsmaður
heilbrigðrar skynsemi, rödd hins ævarandi lýðræð-
ismanns; hinn vísindalegi og hnyttni hugsuður
mannlegra þarfa.
35