Birtingur - 01.01.1956, Page 42
Auk þess að Shaw er leikritahöfundur í fremstu
röð, vekjandi gagnrýnandi á tónlist og leiklist,
heimspekingur, sem engin leið er að taka ekki
tillit til, þá rís hann einnig hátt sem frumlegur
guðfræðingur. Eins og flestir greindir menn hef
ég áhuga á trúarbrögðum, öllum trúarbrögðum, þó
að hinn svokallaði kristindómur hafi vitaskuld
orðið mér hugleiknastur. Ég hef lesið margar góðar
bækur um trúarbrögð, en enga sem jafnast að
frumleik og fyndni á við hina djúpu skýrgrein-
ingu Shaws á kristindóminum í formálanum að
,,Androcles and the Lion“.
í formálanum spottar hann þá trú að heimurinn
sé fullur af trúuðu íólki og bendir á, að þeir, sem
mestan áhuga hafa á trúmálum, eru aðeins hinir
áköfu áhangendur bókstafstrúarinnar og þeir sem
ofsækja hana ákafast. — Þú finnur aldrei milljón
manns á línu Wesleys á móti einum Paine. Milljón-
irnar samanstanda af veraldlegum vitmönnum,
einum Wesley og fámennum söfnuði hans og einum
Tom Paine með enn færri áhangendum. — Fólkið
hungrar og þyrstir, ekki eftir réttlæti, heldur
eijtir ríkulegri fæðu, þægindum og félagslegu
öryggi. —
Ef Savonarola segði konunum í Flórens að þeim
bæri að taka af sér skartgripi sína og glingur og
gefa til guðs þakka, þá byðu þær honum kardínála-
hatt og vegsömuðu hann sem dýrling; en ef hann
raunverulega þröngvaði þeim til að gera það, þá
mundu þær brenna hann sem friðarspilli.
Shaw leiðir okkur blátt áfram og fimlega um
sögusvið guðfræðinnar til einfaldari skilnings á
guðspjöllunum. Það er unaðsleg, hressandi ferð
með stórmenni til leiðsagnar um græna haga krist-
innar siðfræði, gegnum kjarrvið postullegra mót-
sagna, ávallt fram á við og oft upp í móti, en stöðugt
með lifandi mynd fyrirheitna landsins fyrir
augum.
Hann lýsir Jesú sem hugdjörfum og elskulegum
hæfileikamanni, sem er í beinni snertingu við
mannlegt líf, en ekki goðsögn sem breytzt hefur
í gimsteinumprýdda helgimynd.
Shaw segir:
„Þú getur efazt um hvort hann var nokkurn
tíma til; þú getur afneitað kristindóminum (vegna
einhvers annars átrúnaðar), og skurðgoðadýrkend-
urnir skipta þér í flokk fríhyggjumanna og heið-
ingja með hæglátri fyrirlitningu. En ef þú áræðir
að gera þér í hugarlund, hvernig Kristur hefði litið
út ef hann hefði rakað sig og látið klippa hár sitt
ellegar hvaða skónúmer hann notaði og hvort hann
bölvaði, þegar hann steig á nagla í trésmiðjunni
eða gat ekki hneppt kyrtli sínum, þegar hann var
að flýta sér og hvort hann hló að hnyttilegheitunum
sem hann gabbaði prestana með þegar þeir reyndu
að leiða hann í gildrur uppreistar og guðlasts, þá
muntu valda Sádæma skelfingu og tryllingi meðal
skurðgoðadýrkendanna. Þú hefur þá komið mynd-
inni til að stíga út úr ramma sínum, — sagan er
orðin raunveruleg með öllum þeim óreiknanlegu
afleiðingum sem svo skelfilegt kraftaverk gæti haft
í för með sér. í einni svipan stendurðu höggdofa, —
þessi Kristur er ekki sú líflausa, meinlausa ímynd,
sem þú vandist áður, heldur sameiningartákn
byltingarlegra áhrifa sem öll gróin ríki og kirkjur
berjast gegn; og þú skalt gæta vel að þér, því að
þú hefur kveikt líf í myndinni og vera má að það
verði skrílnum um megn að þola þá skelfingu."
Ef til vill mundi skríllinn ekki bregða svo hart
við núna. Og vaknandi samvizka manna fyrir rétti
náunga síns til vinnu, hvíldar og menntunar, sem
tekin er að gera vart við sig í vissum löndum,
sumsstaðar áþreifanlega, bendir til þess að myndin
ha'fi stigið útúr rammanum og hljóti varmar við-
tökur þeirra manna, sem berjast af alefli fyrir
betra lífi og sækja ótrauðir í átt til hamingju.
Ekki hamingju sem fólgin er í skemmtunum einum
saman, hamingju lótusætunnar, heldur hamingju
þróttmikils gagnlegs lífs í formálanum kynnumst
við á áhrifamikinn hátt Páli, Mattheusi, Markúsi,
Lúkasi og Jóhannesi, sem vekja áhuga allra þeirra
sem kynnast vilja lífinu eða trúarbrögðum, jafn-
lengi og kristindómur er við lýði. Sem guðfræð-
ingur er Shaw djúpskyggn í heilbrigðri skynsemi
sinni og innsærri vizku, og ef menn taka til við-
bótar leikrit hans „Blanco Posnet“ og formálann
að Heilagri Jóhönnu, eykst enn hróður hans sem
guðfræðings.
Shaw er líka stjórnmálamaður í fremstu röð,
innblásinn heilögum anda. Hann tilheyrir hvorki
íhaldsflokknum né frjálslyndum, ekki heldur
Verkamannaflokknum (þótt hann styddi verka-
menn af heilum hug); flokkur hans er allt mann-
kynið. Ekki þarf annað en að lesa „The Intelligent
Woman’s Guide to Socialism and Capitalism" til
að sannfærast um hversu andríkur og hygginn
stjórnmálamaður hann er. Allt sem menn vita er
útskýrt og gagnrýnt í þessari merku bók. Kirkjan
og stofuþernur, konungar og verkafólk, íhaldssemi,
John frændi Cobley og allt sem heiti hefur, jafnvel
36