Birtingur - 01.01.1956, Blaðsíða 43

Birtingur - 01.01.1956, Blaðsíða 43
marxismi, er lagt fram, grannskoðað og útskýrt óttalaust og án linkindar. Hann hefur aldrei ritað orð sjálfum sér til framdráttar, aldrei brugðið penna til að kveikja frægðareld, aldrei stundað skriffinnsku í þágu stjórnmálaflokks, en hann hefur reynzt sósíalistum jafn viðsjáll og hann reyndist kardínálunum. Það er einkennandi fyrir hann, að þegar honum var boðið heiðursmerkið „Order of Merit“ svaraði hann því til, að hann væri fyrir löngu búinn að sæma sig þessu heiðurs- merki sjálfur. Hann yrði ekki meiri Shaw þótt ann- ar maður festi silkiborða á jakkann hans. Og hve hann er skapandi, jafnvel í sinni hörðustu gagn- rýni: Jafnvel fyrirsagnirnar í bókinni um sósíal- ismann eru hreinar opinberanir, — nefnum að- eins eina; „The Study of Poverty". „Fátæktin skapar ekki óhamingju, hún skapar spillingu; það er þess vegna sem hún er samfélaginu hættuleg. Illar afleiðingar hennar eru smitandi og engin einangrun hinna ríku getur orðið vöm gegn þeim. Við höfum ekki efni á því að haífa fátæka alltaf á meðal vor.“ Og kaflinn gefur glæsileg svör við öllum þeim vandamálum sem fyrirsögnin bendir til. Fátæktin verður að hverfa. Það er fyrsti boðskapur Shaws og hann hefur flutt þann boðskap vel. Shaw var mikill gagnrýnandi á tónlist, sem ég ber ekkert skyn á, enda þótt ég geti flautað lag þegar bezt lætur. Einhver sem ritaði um Shaw komst svo að orði: „Ég ímynda mér að hann hafi haft meira gagn af að hlusta á Wagner og Mozart en af öllum bókum sem hann las“. Um skeið var hann listgagnrýnandi. Þó veit ég ekki til að nokk- uð hafi birzt eftir hann á prenti um myndlist. Á þessu sviði virðist mér Shaw óráðinn, hann virðist ekki vera fær um að meta og skilgreina liti, línur og form, þrátt fyrir þau fallegu orð, sem hann lætur Dubedat segja í „The Doctor’s Dilemma". Það er undarlegt að svo glöggur maður um flesta hluti skyldi vera svo utangátta í málara- og höggmynda- list og að eina tilraunin sem hann gerði til að semja sig að nútímamyndlist skyldi verða sú að nota hrafnaspark Topolski til að hressa upp á síðari leikrit sín. En með leikritunum tekur hann sér um alla hluti fram. (Ef til vill öllu nema hinum sálfræðilegu félagsmálaritgerðum). Obbinn af félagslegum óska- draumum Shaws á eftir að rætast. Svo munu og hin sósíölsku guðspjöil hans úr gildi falla. En leik- ritin varðveita tilveru hans um alla framtíð. Sumir gagnrýnendur hafa sagt að Shaw sé ekki skáld, og að hann sé maður næstum gersneyddur öllum tilfinningum. Slík ályktun virðist mér í hæsta máta hlægileg. Mörg verka hans eru þrung- in skáldskap, flest auðug að tilfinningum og að sjálfsögðu gamansemi á hverri síðu. Þau eru full af lífi, tárum, hlátri, hugsun og söng. Hann mun lifa I lífi komandi kynslóða fyrir hin miklu leikrit sín, fyrir frábæra félagslega vits- muni og hugrekki, fyrir ágæta leikhús- og tónlist- argagnrýni, fyrir sina sönnu þekkingu á börnum, er svo mjög tekur fram Pétur-Panisma Barries, sökum baráttunnar fyrir orðstír Ibsens, sökum ástar sinn- ar á Wagner og sökum glæsilegra forustuhæfileika. Hann var maður sem hló, þótt þjáður væri á sál og líkama. Glaðasti hlátur hans var þrunginn al- vöru, þótt sumir kölluðu hann háðfugl — og hann gæti gert og gerði að gamni sínu — en hann klæddist ekki prjáli hirðfíflsins, heldur glæstri skikkju ofinni af heilögum anda. Shaw er einn af þeim sem Yeates talar um og aldrei gleymist, en ávallt geymist sakir sinna fá- gætu og furðulegu hæfileika og sökum þess hve djarflega hann beitti þeim. Þegar fram líða stundir mun þetta allt verða að einu og Shaw halda áfram að ljóma í dómkirkju mannlegs hugar, vitringur sem stendur í heilögum eldi guðs eins og í gullinni tíglamynd á vegg. Baldur Óskarsson þýddi. 87
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.