Birtingur - 01.01.1956, Page 44
HJÓRLEIFUR SIGURÐSSON:
Sýning Valtýs Péturssonar
Nýjasta stefnumótið í Listamannaskálanum við
myndir Valtýs Péturssonar staðfestir þá grunsemd,
að styrkur þessa málara sé einkum fólginn í eðlis-
bundinni listhneigð hans og ótvíræðri getu til að
klæða hugsanir sínar og hugdettur jarðneskurn bún-
ingi. Það er eins og Valtýr skynji úthverfan svip
litar og dýpt hans ellegar sálræna þenslu gjör-
samlega milliliðalaust en „efniviðurinn" í málverk-
ið seitli fram úr fingurgómunum án hindrunar.
Hvort sem grunntónn myndar er svalur eða heitur,
brúnn, grænn, grár eða svartur, eru áhrifin slík:
Mjög samstæð litaheild, sem orkar þægilega, róandi
og yfirleitt sannfærandi — í listrænu tilliti — á
áhorfandann. Samt er bygging flestra myndanna
óregluleg. Horn og hringir, strik og fletir fléttast
saman og tengjast saman á hinum ólíklegustu
stöðum, losna úr sambandi, leika lausum hala, þar
til endinn hverfur aftur inn í þéttasta hnút þessarar
flóknu gestaþrautar.
Sjaldan hittir maður málara sem vinnur jafn á-
reynslulítið og Valtýr Pétursson. Á yfirborði mynda
hans er fátt eða ekkert sem gefur til kynna að átök
hafi orðið milli listamanns og efniviðar, hugsýnar
og veruleika, heldur virðist listaverkið hafa fæðzt á
broti úr sekúndu í lífi einstaklings. Persónuleg
kynni af vinnulagi málarans beina þó athyglinni að
öðru: í raun og sannleika aragrúa mynda í olíu,
gouache, rípólíni, jafnvel klipptum úr pappír, mál-
uðum í tilraunaskyni eða sem frumdrög annarra
listaverka, svo ekki verður sagt með sanngirni, að
hann kasti höndunum til verksins. Á hinn bóginn
krefst slík vinnuaðferð þess af listamanninum, að
hann velji gaumgæfilega úr myndbúnkunum, er
hann stofnar til sýningar en nokkuð skortir á, að
Valtýr fylgi þeirri reglu nú.
38