Birtingur - 01.06.1962, Page 52
(„Erfitt vor“), Leonoff („Rússneskur skógur"),
Stejn („Einkamál") o. fl. Persónur í þessum sög-
um „deyða og niðurlægja hvert það mál, sem
þeim fellur f hendur. Þeir afbaka sósíalistísk lög,
valda skaða á hinni sósíalistísku framleiðslu,
þjóðnýttum eigum og menningu vorri, virða ekki
sovétinga, hleypa í þá illu blóði og taugaspennu.
En mótstaða þeirra hættir fyrr eða sfðar, og er
það hinu sovézka umhverfi að þakka." *)
Það er sem sé viðurkennt, að árekstrar geti átt
sér stað í þjóðfélaginu, en þeir spretta aðeins af
misskilningi eða mistökum gagnvart hinu rétta
og sanna. Eftir sem áður er því haldið fram, að
ekki geti verið um árekstra að ræða milli einstak-
lings og þjóðfélags, einstaklings og kerfisins.
Kerfið beinir einmitt hinum villuráfandi sauðum
inn á réttar brautir, leysir vandamálin. Að þessu
leytinu er „árekstraleysiskenningin" enn f gildi.
Sérhvert verk skal hafa hamingjuríkan endi.
Þessvegna gat og Súsloff lýst yfir á 22. þingi:
„Listir og bókmenntir eru orðnar í landi voru að
feikna afli til uppeldis fólkinu í anda kommún-
istískra hugsjóna, til mótunar siðferðis, hugsun-
arháttar og tilfinninga hins sovézka manns."
(Pravda, 23.X.1961).
7. Fagurjreeðingurinn Búroff
Karl Marx áleit, að líf mannsins í samtíma þjóð-
félagi setji sköpunarfrelsi hans skorður. Jafn-
framt því, sem sköpunargeta og sköpunarkraftur
*) Problémi estétíki, str. 147.
hans eykst með aukinni tækni hefur hinn skap-
andi maður engin umráð yfir sköpunarverki
sfnu, hann er þjónn þess, þolandi þess, að svo
miklu leyti sem hann er ekki eigandi þess. Mann-
legir hæfileikar verða að vöru, sem ganga kaup-
um og sölum á hinum almenna vörumarkaði.
Vinna hins skapandi manns er seld og keypt, og
sjálfur er homo faber hann sjálfur aðeins utan
síns vinnutíma. Tilfinningar hans fá ekki útrás f
vinnu hans, hann tjáir ekki sjálfan sig sem mann-
lega veru í vinnu sinni. Hann er frjáls aðeins í
eign sinni og umráðum yfir eigin líkama utan
vinnutfma. Þetta ástand mannsins kallar Marx
„Entfremdung" eða firringu.
Við þessar aðstæður verður listin það svið mann-
legar starfsemi, sem leitast við að höndla frelsið,
finna mannlegu eðli tilverurök, tjá mannlegar
tilfinningar í formi, sem bendir út yfir hinn ríkj-
andi raunveruleika, finna mannlegu lffi endur-
lausn í illúsórísku formi, sem upphefur ástæðuna
fyrir hinum túlkaða árekstri. Efni listarinnar
verður þá ekki aðeins gagnkvæm tengsl milli
manns og þjóðfélags, heldur fyrst og fremst á-
rekstrar milli manna og þjóðfélags, milli manna.
Hegel áleit þetta vera efni listarinnar par exell-
ance og spáði þvf, að öll list hyrfi, þegar sú skipu-
lagning kæmist á mannlegt líf, að maðurinn sem
slikur hlutgerði (obéktívfseraði) sig sem mann í
lífi sínu, starfi sfnu, og árekstrar milli manns og
þjóðfélags hyrfu. Hegel vildi halda því' fram, að
slíkar aðstæður væru fyrir hendi f hinu prúss-
neska rfki. Marx hélt því aftur á móti fram, að
50
BIRTINGUR