Birtingur - 01.06.1967, Blaðsíða 3

Birtingur - 01.06.1967, Blaðsíða 3
SIGURÐUR PÁLSSON: FJÖGUR LJÓÐ Æ v i s a g a Ungum var honum kennt að ganga vel um hey og bölva ekki guðs gjöfum. Hann var skilgetið afkvæmi moldarinnar jafnframt elskhugi hennar: fól í skauti hennar baráttu og leyndarmál, líf. Og stundum í skammdeginu, þegar svöl skíman af hjarninu lagðist að gluggum eins og boðberi óravíddar og trega tók hann fram gamla mynd og gult ljós olíulampans fyllti herbergið hljóðlátum söknuði. Og við úförina var engu líkara en fölir svipir væru á kreiki eins og flöktandi olíuljós eða gömul mynd öllum gleymd fyrir löngu.

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.