Birtingur - 01.06.1967, Blaðsíða 17

Birtingur - 01.06.1967, Blaðsíða 17
Gleymið okkur gleymið okkar kynslóð lifið einsog manneskjur gleymið okkur við öfunduðum jurtir og steina og jafnvel hunda ég vildi vera rotta sagði ég við hana þá ég vil ekki vera til ég vil sofna og vakna aftur eftir stríðið sagði hún með augun aftur gleymið okkur spyrjið ekki um æsku okkar látið okkur vera. Rozewicz er lítið gefinn fyrir hin glæstu sam- kvæmi stórborga, hann er úr verkalýðsstétt og býr í iðnaðarborg og hefur ekki einsog ýmsir starfsbræður hans pólskir setzt að erlendis. Mrozek býr mest á Ítalíu, Gombrowicz í Suð- ur-Frakklandi, Herbert í Vínarborg, kvik- myndahöfundurinn Poljanski í Englandi. Undanfarin ár hefur Rozewicz íengizt tals- vert við að semja kvikmyndahandrit fyrir bróður sinn Stanislas sem er einn helztu kvik- myndahöfunda Pólverja. Þegar ég var í Pól- landi í fyrrasumar frétti ég að Rozewicz hefði fengið helztu bókmenntaverðlaun landsins. Zbigniev Herbert er nokkru yngri en Roze- wicz. Herbert er fæddur 1924. Hann er erfið- ara skáld einsog sumir kalla það, dulari og fágaðri, hámenntaður maður. Form hans er ræktað og hnitmiðað. Ef stæði til að tala um ljóðskáld myndi hér verða fjallað um Her- bert framar öðrum pólskum ljóðskáldum í dag, hin skarphugsuðu áleitnu stuttu ljóð. Ég veit ekki hvort hann á upp á pallborðið hjá stjórnendum Póllands í dag sem þykir hann kannski ekki alþýðlegur: T. S. Eliot áleit að menningunni yrði ekki bjargað nema af litl- um minnihluta sem sinnti því af alúð sem væri vonlaust um fjöldahylli. En þegar ég heyri talað um Herbert sem skáld fyrir lítinn hóp skil ég ekki hvað við er átt þegar ég hugsa um þau ljóð sem ég hef lesið eftir hann í þýð- ingum á ýmsum málum, eða það sem ég hef lesið af leikþáttum eftir hann. Mér virðist hann vera svo auðskilinn og hann fjallar um tímabær mál. Fyrsta leikrit Herberts er samið fyrir útvarp og hefur verið flutt í Ríkisút- varpinu okkar: Hitt herbergið, 1958. (Síð- ar hefur það verið búið fyrir leiksvið.) Þekkt- ast er líklega Hellir heimspekinganna. Þar segir frá dauða Sókratesar, heimspekilegt birtingur 15

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.