Birtingur - 01.06.1967, Blaðsíða 10

Birtingur - 01.06.1967, Blaðsíða 10
ustumaður stúdenta og hinnar ungu kynslóð- ar sem leit öðruvísi á endurskoðunina held- ur en hinir eldri menn sem kenndu sjálfum sér (og máttu líka sjálfum sér um kenna) um hvernig hinar góðu meiningar höfðu leiðst afvega og spillzt. Háðið var stundum grimmara hjá hinum ungu sem höfðu átt bernsku sína í víti styrjaldarinnar; fyrsta leik- ritið eftir Mrozek átti vel við í því andrúms- lofti sem ríkti eftir stjórnarskiptin á hinni stóru stund endurskoðunarinnar: Polic- janci, Lögreglan, leikið 1958. Er það ekki árátta á okkur íslendingum að þurfa alltaf að vera að rekja ættir, ef ekki sveitunga okkar og samlanda, leita uppi sauða- þjófa sem bakhjarla í ættum þeirra sem okkur er í nöp við en skreyta okkur sjálfa með Har- aldi hilditönn, Jóni Arasyni og Agli, Sigurði ormi í augu og Ragnari Ioðbrók, ja annars tökum við merka hrúta í ættum okkar ást- kæru sauðkindar sem hefur framfleytt okkur öld eftir öld, hesta og merkar hryssur, eða út- lendar konungaættir sem við erum búnir að rekja saman svo rækilega að kóngafólk álf- unnar getur sótt alla sína pappíra hingað. Að undanskilinni Mediciættinni sem aldrei hefur slegið hér í gegn. Ef við reynum að beita þess- ari ættfærsluáráttu okkar á því sviði sem hér er rætt um þá dettur mér í hug að Mrozek sé skyldur Adamov að ýmsu leyti, sem er einn helztu framúrstefnuhöfunda í París, armensk- ur að ætt en skrifar á frönsku. Sama skarpa kjarnleitandi rökvísin kemur fram hjá báð- um, þeim er báðum lagið að láta einfalda fá- ránlega hugmynd eða fjarstæðu vaxa rökvisst á sviðinu samkvæmt sínum eigin innbornu forsendum sem höfundurinn virðist í fyrstu gefa sér líkt og væri bríerí og gæti sýnzt auð- keypt en reynist þó æði drjúg burðargrind þessum höfundi að bera uppi ísmeygilega á- litsgerð höfundarins og hugvekjur um heim okkar og útvega ný sjónarhorn á margvíslega þætti þess veruleika sem býr á sviði heimsins í dag, mannlífið í dag. Annar myndi kannski nefna Dúrrenmatt og þann þurra glottsára húmor einsog í Eðlis- fræðingunum sem við sáum í Iðnó þar sem hrollur fylgir hlátrinum. Eða í Loftsteininum í Þjóðleikhúsinu (sem kemur þó ekki nógu vel fram í þeirri sýningu). Líka væri réttmætt að nefna Kafka. En þó er gamansemi Mrozeks grallaralegri, búrleskari. Úr því ég nefndi Adamov ætti kannski að nefna leikritið Ping- pong eftir hann þar sem hann fjallar um hið óða fálm og hlaup í þjóðfélaginu eftir vindi og sperringi við tilbúnar stærðir, hvernig manneskjan er fangi vélar sem fær goðsögu- legt gildi án þess goðsagan sé ítarlega formuð til að mætti koma sér upp kerfisbundnum átrúnaði á hlaupunum. 8 BIRTINGUR

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.