Birtingur - 01.06.1967, Page 35

Birtingur - 01.06.1967, Page 35
raunar frá heimkynnum konungs, Kaup- mannahöfn. Hin unga kona er drottning hans, Soffía af Mecklenburg. Friðrik II. er fæddur I. júlí 1534, tók við stjórnartaumun- um 1559 og dó 1588. Stóllinn lilýtur Javí að vera gerður fyrir 1588 og trúlega ekki fyrir 1572, því að það ár giftist Friðrik II. Soffíu þessari. Þá var hún fimmtán vetra, en kon- ungur 37 ára að aldri. Það er freistandi að staldra við árið 1572. Meiri háttar tilefni hef- ur þurft til, að einhver þegn hinnar dönsku krúnu, ef ekki konungurinn sjálfur, sendi íbúum útkjálkabrauðs svo veglega gjöf. Var ekki einmitt brúðkaupsdagur konungs ærinn viðburður, konungs, er klúðruð ástamál þjáðu á yngri árum? Hann hafði fellt hug til ótigin- borinnar stúlku, sem hann fékk ekki að eiga, en biðlað síðar til stórkvenna Evrópu, svo sem Elísabetar I. Englandsdrottningar og Maríu Stúart drottningar Skota, og verið hryggbrot- inn. Ef sú tilgáta reynist rétt, að stóllinn sé gerður um 1572, þá er hér kominn elzti prédikunar- stóll landsins. Sá, sem hingað til hefur verið talinn elztur, prédikunarstóll Guðbrands biskups, ber ártalið 1594. Jafnvel þótt til- gáta þessi sé ekki rétt, heldur stóllinn samt sessi sínum, því að Friðrik konungur lézt 1588, og fyrir þann tíma hlýtur stóllinn að vera smíðaður. I vísitazíubók Brynjólfs Sveinssonar biskups 1641 segir um prédikunarstólinn í Kirkjubæj- arkirkju: „prédikunarstóll vænn af eik, með útlenzku snikkverki ogmálaður". Þórður bisk- up Þorláksson viðhefur lík ummæli 1677 sem og Jón Vídalín og Ólafur Gíslason 1706, 1727 og 1748. Finnur biskup er fáorður 1763: „pré- dikunarstóll sæmilegur“, en sonur hans Hann- es tekur upp fyrra orðalag 1779: „prédikunar- stóll er málaður með snikkverki, gamall þó rétt vænn“. Síðan er rúmlega hundrað ára hlé, því að kirkjustóll er glataður, en 1890 viðhefur Hallgrímur Sveinsson þessi ummæli: „prédikunarstóll úr eik nokkuð forn með illa gjörðum myndum“, og kemur seinni athuga- semdin vel heim við smekk þess tíma, reyndar á hann formælendur eigi allfáa nú á dögum. Það sýnist því ekkert mæla á móti því, að stóllinn hafi ávallt fyglt Kirkjubæjarstað. Hér á undan hefur verið fjallað um listmuni og húshluta, sem spegla þrjár listastefnur hverja fram af annarri og spanna yfir þriggja alda skeið: renesans eða endurreisnarstílinn, sem nær frá miðri 15. öld fram á miðja 17. öld, barokstefnuna frá því um 1630 til alda- mótanna 1800 og nýklassíska tímann, fulltrúa 19. aldar. í stórum dráttum eru þessar menn- ingarhræringar sama eðlis, grundvallarsjónar- mið þau sömu: aðdáun á forngrískri menn- BIRTINCUR 33

x

Birtingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.