Birtingur - 01.06.1967, Page 7

Birtingur - 01.06.1967, Page 7
óskaplegar deilur, ofsahrifni sumra en aðrir hrópuðu hátt um argvítugt hneyksli. Sjálfur segir hann að þetta verk Ferdydurke sé undirstöðuverk á sköpunarferli hans, og þar sé bezt að byrja á því að kynnast kenningum hans og átta sig á því hver hann sé sem höf- undur og hugsuður. Þótt Gombrowicz yrði frægur í Póllandi fyrir Ferdydurke sópaði styrjöldin þeirri frægð burt; hann hafnaði í Suður-Ameríku í stríðs- byrjun og var í Argentínu meðan styrjöldin stóð; hann segir að Ferdydurke hafi týnzt á svefngöngu hinnar suðuramerísku lognmollu. Þó kom Ferdydurke út á spönsku þýdd af honum sjálfum og hópi spánskra rithöfunda. Nú hefur sú bók verið gefin út að nýju á ýmsum málum og Gombrowicz hefur setzt að í Frakklandi og loksins verið hylltur sem mik- ill rithöfundur. Fleiri bækur hans hafa kom- ið út á Vesturlöndum svo sem Dagbækur; helzt er þó Pornografía einsog hún heitir á pólsku, á þýzku Verfiihrung. Pólska heitið þýðir varla annað en klám en hið þýzka myndi væntanlcga jafngilda því góða gamla íslenzka orði að fífla. í Ferdydurke kemur einskonar exístensíalismi fram á undan Sartre sem er skyldur því sem Sartre kenndi og varð frægur af því nokkrum árum síðar. Og Trú- lofunin sem Gombrowicz samdi 1939 sýnir 1 enn samanþjappaðra formi þessar skoðanir hans um breytileika mannsins. En maðurinn breytir sér ekki sjálfur með athöfn sinni eins- og Sartre kennir heldur er hið frjálsa val hans blekking og sýnist bara þar sem það ákvarðast af aðstæðunum, og maðurinn breytist eftir sveiflunum í aðstæðunum. Sitúasjónismi. Maðurinn kynnist sjálfum sér ekki með hinni djúpu og kyrrlátu hugleiðslu og innsæi, held- ur í ljósi þeirrar athafnar sem hann hefur þegar framið og hefur breytt honum og mótað hann en athöfnin er vakin og knúin fram af aðstæðunum svo val mannsins er hvorki trag- ískt né kómískt heldur tragíkómískt ef ég má vitna í pólska gagnrýnandann Andrzej Wirth. Vissulega veit ég ekki hvað ég á að segja þó mun ég innan skamms fá að vita hvað ég var að segja í þessu. Þetta segir Gombrowicz í leikritinu; og kannski skrifar hann einmitt bækur sínar á þennan hátt; og sumir segja að öll list sé búin til þannig, og það kann að vera satt að mörgu leyti einsog Svavar Guðnason segir stundum á sinn sérstæða hátt. En fyrir alla muni skulum við ekki fara út í heimspeki og troðast þannig inn á verksvið annarra. Þrátt fyrir svartsýni Gombrowicz eru verk hans full af andlegum ærslum og fjörugri gamansemi BIRTINGUR S

x

Birtingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.