Birtingur - 01.06.1967, Blaðsíða 13

Birtingur - 01.06.1967, Blaðsíða 13
að ég skyldi biðja þín í stað þess að draga þig bara á hárinu upp í rúm. Alltaf má kenna einhverjum um það sem miður fer sem betur fer hvur sem fyrir ákær- unni kann að verða sem er frítt í hendi. Á einum stað segir sami: Listamenn eru einsog drepsótt. Það eru þeir sem hafa sýkt tíðar- andann, segir hann. Var nokkur að tala um Sinjavskí og Daníel? En hvernig á fólk að vera í þessari veröld þar sem gamlar skilgrein- ingar og rómantísk form eru fallin. Unga stúlkan segir: Það skammast sín allir sem eru ekki hamingjusamir. Það er einsog koma ólesinn í skólann eða vera með fílapensa. Það finnst öllum sem eru ekki hamingjusamir þeir hafi eitthvað á samvizkunni. En hvaða leiðir eru færar: Geturðu ekki skilið að allt er ekki hægt lengur einmitt af því að allt er hægt. Listamaðurinn í leiknum, annar fulltrúi mið- kynslóðarinnar hinn falleraði uppreisnarmað- ur og intellektúal sem alltaf er að gera mark- lausar tilraunir: Hvað á maður að gera, segir hann: þegar harmleikurinn er ekki lengur hugsanlegur og skopleikurinn er orðinn leið- inlegur, ja þá er bara eftir tilraunin. Það er ótrúlega mikið sem Mrozek nær að fjalla um í Tangó. Um hvað er leikritið? Sumir segja um kynslóðaátök. En Mrozek er svo margslung- inn og þessi smíði hans er svo þaulhugsuð og efnisþétt þegar að er gáð undir einfaldlegu yfirborði, verður lesið á svo margan hátt úr því og ákaflega vandmeðfarið. Einhver sagði músíkverk í þrem þáttum, tilbrigði um stef margofin. En þetta er svo vel samið leikhús- verk að það er snöggvirkt en ekki tæmt í fljótu bragði. Ein persóna segir: Er þér þá ekki ljóst að harmleikurinn er óhugsandi nú á dögum. Veruleikinn gleypir öll form. Nú á dögum verður allt að skopleik. Eitt lík til eða frá breytir engu um það. Hversvegna viltu ekki sætta þig við það? Skopleikir geta líka verið hin fegursta list. Slawomir Mrozek er 36 ára gamall, og nú er hann frægur um alla Evrópu fyrir leikritin. En hann hefur borið fleira við. Hann bvrjaði nú á því að leggja stund á Austurlandamál. Þá fór hann í myndlistarskóla. í Póllandi er hann frægur skopteiknari og gerði örstuttar skopsögur með teikningum í bókmenntaviku- rit sem kom út í hinni fornu höfuðborg Pól- lands Kraká, ydduð háðskeyti. Fyrir áratug varð hann kunnur leikari af sérkennilegri kvikmynd í framúrstefnustíl: Rondó, hann skrifaði líka handritið. Um árabil hefur Mro- zek búið mest á Ítalíu en verið með annan fótinn í Póllandi þó. Mrozek hefur gefið út smásagnasafnið Fíllinn, stuttar hnitmiðaðar og efnisdrjúgar smásögur og þætti. BIRTlNGUR. 11

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.