Birtingur - 01.06.1967, Blaðsíða 16
þrælkun mannsins undir fjöldaboðin, þrá
hans eftir einhverju sem hann veit ekki hvað
er. Þetta gildir um leikrit hans og ljóð. Nefn-
um nokkur leikrit hans: Laocoon-myndin,
Kartoteka eða Spjaldskráin, Vitnin. Lao-
coon og synir hans er fornfræg höggmynd,
hellensk frá Pergamon í Litlu-Asíu þar sem
var grísk nýlenda. Laocoon vakti reiði guð-
anna vegna þess að hann varaði Trójumenn
við hestinum fræga, hann og tveir synir hans
voru kyrktir af slöngum þegar þeir ætluðu að
fórna nauti á altari Poseidons sjávarguðs,
Laocoon var einmitt hofprestur hans. Högg-
myndin er í Vatíkansafninu og hefur orðið
mörgum innblástur, auk þess orkti Virgill um
Laocoon og hina guðlegu orma. Og þetta
hefur orðið Rozewicz hugstætt.
Líklega er Kartoteka einna merkilegasta
leikrit Rozewicz, þar segir frá stríðshetju sem
kemur úr bræðralaginu á hættutímum; en
það rofnar þegar stríðsógnin er ekki lengur;
þá sundrast félagið og hetjan lendir í villum
og einsemd í framandi heimi vonbrigðanna,
hetjan er orðin óþörf, þá er kominn nýr heim-
ur sem sá maður skilur ekki. Ný kynslóð sem
hugsar öðruvísi, hann skilur ekki þessa nýju
kynslóð. Og hún skilur ekki hann. Hvernig
hefur þetta orðið? segir hetjan: ég skil það
ekki. Þó var ég einu sinni til, og í mér bjó
svo margt og margt. Og nú er ekkert.
Hann reynir að vakna af doðanum, hrista af
sér drungann, snúa aftur til lífsins. Og loksins
finnst honum eftir óralanga leið að hann sé
aftur kominn að þeim sporum þar sem hann
hóf sína vegferð, og segir: allt er fyrir utan
mig. Og þar eru nokkur andlit tré ský, dauðir
menn. En þetta flýtur allt bara þvert í gegn-
um mig.
Sjálfur var Rozewicz í mótspyrnuhreyfing-
unni á stríðsárunum. Hann þekkir baráttuna.
Hann man draumana um nýjan heim með
birtu og göfugu mannlífi. Hann þekkir líka
vonbrigði þeirra sem sáu völundarhús skrif-
finnskunnar verða til og grámyglu hversdags-
legrar lágkúru þegar þægðarviljinn kom í stað
hetjuskaparins, gagnrýnin var svæfð; og holl-
usta við málstað varð að innihaldslausum
vanaviðbrögðum svo málstaðurinn sjálfur
gleymdist; og dagarnir kræktust saman í langa
keðju skröltandi tómleika, endurskoðunin lífs-
nauðsynlega sofnaði. En skyndilega kom upp-
gjörið fræga 1956. Og þar kemur að hetju-
kynslóðin úr stríðseldinum stendur andspænis
nýrri kynslóð með ný viðhorf og nýjar kröfur
sem skilur ekki hina formyrkvuðu eitruðu
veröld nazisma og gasofna, skilur ekki for-
sendur hinna eldri, skilur ekki ljóma bræðra-
lagsins sem einu sinni var andspænis hætt-
unni. Og Rozewicz segir:
14
BIRTINGUR