Birtingur - 01.06.1967, Blaðsíða 6

Birtingur - 01.06.1967, Blaðsíða 6
THOR VILHJÁLMSSON: MROZEK OG FLEIRI PÓLSK LEIKRITASKÁLD 1. Pólverjar eiga í dag nokkra höfunda sem má telja í framvarðasveit nútímaleikhússins, þeir túlka strauma tímans á nýstárlegan hátt og standa ýmsir nálægt absúrdismanum í aðferð- um sínum og hugblæ. Þessi hneigð hefur ver- ið ríkari í Póllandi en öðrum sósíalistískum löndum, og stafar bæði af því að þeir áttu fyrir stríð sérkennilega frumkvöðla sem ruddu þessari stefnu braut með áhrifum sínum, og þó fyrst og fremst af þeim miklu umbrotum og endurskoðun allra hluta sem varð í Pól- landi upp úr 1956 þegar frjálslyndari og víð- sýnni öfl tóku við stjórnartaumum og unga fólkið reis upp undir forystu listamanna og menntamanna og spurði í einlægni: hvar stöndum við? Ýmsir rithöfundar héldu uppi vægðarlausri rannsókn. Einkum var þeim hugstætt að fjalla um frelsið bæði í þjóðfélags- legum og heimspekilegum skilningi, samfé- lagslega og metafýsiskt. Ýmsir þeirra stóðu og standa nálægt exístensíalismanum og þótt sumir liafi ellaust orðið fyrir áhrilum af Sartre fara hinir aðrar leiðir. Sumir voru þar á und- an Sartre á sömu miðum, til eru þeir sem nálgast anarkisma eða níhilisma í bölsýni sinni og neita pósitívismanum hjá Sartre. Og þeir eiga sér rætur í pólskum forgenglum sem eru kannski ekki allir personae gratae hjá hinum sósíalistisku valdhöfum þrátt fyrir um- burðarlyndi sem hefur ríkt en gengur þó að vísu í bylgjum. Hverjir eru þessir fyrirrennarar? Utlaginn Gombrowicz býr í Suður-Frakklandi og bæk- ur hans og leikrit hafa notið vaxandi athygli á undanförnum árum; ég hygg að Þjóðverjar hafi orðið á undan öðrum að þýða verk hans einsog fleira í slavneskum bókmenntum. Eitt leikrit eftir hann hefur verið sýnt víðsvegar: Trúlofunin, meðal annars í Svíþjóð svo það gæti hugsast að við fengjum líka að sjá það. Reyndar er þetta leikrit sums staðar kall- að Hjónaband og ýmsir líkja því við Beckett og Ionesco. Annað leikrit kom fyrr fram: Yvonne. Margir urðu hrifnir þegar það var leikið í Varsjá 1957, og töluðu um að höfund- urinn væri eitt af allra fremstu leikskáldum hins svonefnda absúrdisma. Þessi tvö leikrit hafa víða verið leikin og höfundurinn stendur nú í brjóstfylkingu framúrstefnunnar í leik- list. Gombrowicz er fæddur 1904 og því nokkru eldri en hinir aðrir höfundarnir sem hér verður talað um. Hann á langan rithöf- undarferil að baki því fyrsta bók hans kom út á því óheillaári þegar Adolf Hitler gerðist einvaldur í Þýzkalandi 1933, og síðan var það að hin nazistíska villimennska ægði heimin- um. Fimm árum síðar kom út einkennileg skáldsaga eftir Gombrowicz í Varsjá og vakti 4 BIRTINGUR

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.