Birtingur - 01.06.1967, Blaðsíða 23
reyndar £rá 1731. Þá er kirkja á Staðarfelli
endurreist og tekið fram í prófasts vísitazíu
að hurðin sé ný og plægð. Eina hurð aðra
þekki ég með þessum hætti gerða og er hún
fyrir skálanum á Keldum á Rangárvöllum,
sögð þaðan komin frá kirkjunni á Hlíðarenda
í Fljótshlíð, en sú kirkja mun hafa verið rifin
1802. Kirkjuhurðirnar frá Staðarfelli, Keld-
um, Helgastöðum og Valþjófsstað munu vera
elztu hurðir íslenzkar. Hurðirnar frá Helga-
stöðum og Valþjófsstað eru nú á þjóðminja-
safninu. Af hringnum er það að segja, að
Magnús Már Lárusson, prófessor, fann hann
á moðkassa í gömlu hlóðareldhúsi á Staðar-
felli árið 1940. Hurðarhringurinn er nú varð-
veittur á Þjóðminjasafni íslands. Lykillinn
mun hins vegar, það ég bezt veit, vera glat-
aður.
Árið 1850 fer fram endurbót á kirkjunni og
]oá kemur dyraumbúningurinn til: „dyraum-
búningur er með hvelfdum súlumynduðum
listum beggja vegna dyranna upp í skúrfjöl,
hvít og rauðmáluð, eins hafa verið lagðir
strikaðir listar kringum alla glugga kirkjunn-
ar að utan“ segir í prófasts vísitazíu það ár.
Hresst hefur verið upp á hurðina, hún er
„rauðmáluð með hvítum strikum". Það kem-
ur einnig í ljós, að vængjahurð hefur verið
hinni til hlífðar. Nú má sjá, að ný tízka er
komin fram. Dyraumbúningurinn sver sig í
ætt nýklassiska tímans, sem ryður sér til rúms
í Evrópu um aldamótin 18 hundruð. Hinir
hvelfdu súlumynduðu listar eru fulltrúar
jónískrar súlu, láréttu listarnir þar yfir koma
fyrir abacusin eða súluhöfuðið gríska, hin
bugmynduðu tréstykki yfir þeim eru veikt
endurskin console skreytisins, og skúrfjölin
sjálf er þakskegg gríska hofsins eða svonefnt
cornice.
í þann mund sem Sveinbjörn Egilsson situr
á Álftanesi og þýðir Odysseifs kviðu á íslenzka
tungu er ónafngreindur íslenzkur smiður
vestur í Dölum að sveigja forngrískt form til
íslenzkra staðhátta. Báðir hafa þeir sjálfsagt
numið fræði sín í Kaupmannahöfn. Báðir
vinna við næstum óyfirstíganlega erfiðleika
og fátækt, annar er nú virtur að verðugu,
hinn gleymdur og verki hans á glæ kastað,
slíkur var aðstöðumunur þess, sem mótaði
hugsun sína í orð, og hins, sem fékk henni
farveg í samspili ljóss og forms á íslandi forð-
um. Það væri verðugt rannsóknarefni að taka
til athugunar stílbrigði á dyraumbúningi ís-
lenzkra timburkirkna þeirra, er enn standa.
Er ekki á stundum eins og fyrir þig beri sýn:
fjall og ljósgeiri grænn dalinn skeri, svipti
upp skriðu, klettum og kvöldsólarskýjum,
minni þig á að nýju samfylgd landsins, vötn
þess og leirgulan himin? Fyrir löngu var fetað
BIRTINGUR
21