Birtingur - 01.06.1967, Blaðsíða 22
Hæðin er ekki gefin, en samkvæmt fornri ís-
lenzkri reglu má fastlega búast við, að hún
hafi verið jöfn breiddinni. Stafn sjóhússins
er hins vegar ekki nema 3,60 m, svo að húsið
hefur verið allmikið minnkað, þegar það var
reist að nýju. Kirkjan var af timbri einvörð-
ungu, stór miðað við tíma og aðstæður. Tveir
gluggar voru á hvorri hlið, en ekki er getið
um glugga á stöfnum. Hún var súðuð utan
með reisifjöl eða slagþili eins og það var
kallað þá, þ.e.a.s. borð var lagt yfir bil milli
tveggja koll af kolli. Grunnur hennar hefur
áreiðanlega verið hlaðinn af grjóti, þó að þess
sé ekki getið, hún var bikuð „samt að allri
byggingu sterklega haglega og yfirhöfuð vel
vönduð" eins og segir í prófasts vísitaztunni
frá 1803, og áreiðanlega sætt tíðindum, þegar
hún var reist fyrir sakir byggingarefnis,
stærðar og nýrrar tízku. Hurð og dyraumbún-
ingur eru ekki frá sama tíma. Hurðin er eldri.
í prófasts vísitazíu 1803, 20. ágúst stendur:
„Panelhurð máluð á dönskum hjörum með
stórri skrá tvílæstri með samkvæmum iykli,
laufi og koparhring." Þess sjást merki, að
hurðin hefur verið rauðmáluð, lykillaufið er
enn á sínum stað, en hringurinn er horfinn,
en greinilega markar fyrir honum. Stílbrag
hurðarinnar má flokka til fyrsta skeiðs barok
stefnunnar eins og hún kom fram í Dan-
mörku á tímabilinu 1650—1750. Hurðin er
O d i M
Kirkjustafn Staðarfellskirkju 1731—1802,
teiknaður eftir úttektarlýsingu
teiknaður eftir úttektarlýsingu
>
•'í
i
20
BIRTINGUR