Birtingur - 01.06.1967, Blaðsíða 41

Birtingur - 01.06.1967, Blaðsíða 41
ar stefnu, hafi látið í veðri vaka, að hann mundi hætta að skrifa fyrir kvikmyndir. Áleit hann, að framtíðin heyrði til hinum nýja stíl, sem var gjörólíkur hans eigin. Beitiskipið Potemkin fjallar um atburði, er gerðust nær tuttugu árum áður. Sjóliðarn- ir á Potemkin gera uppreisn gegn yfirboð- urum sínum, vegna þess að þeim er ætlað fæði, sem maðkur hefur lagzt á. Þeir fá kaf- teininn til að athuga einn kjötskrokkinn. Hann setur upp gleraugu og rannsakar fæð- una nákvæmlega. Nærmynd er tekin af kjöt- inu, og sjá áhorfendur greinilega hvernig óteljandi maðkar skríða um kjötskrokkinn eins og maurar í mauraþúfu. Kafteinninn segist ekkert hafa við fæðuna að athuga. Síð- an gengur hann burt og ítrekar um leið orð sín. Þetta atriði er í senn bitur ádeila á valda- mennina, umburðarleysi þeirra og einstak- lingshyggju. Við skulum taka annað atriði til samanburðar. Einn sjóliðanna er að þvo mat- ardisk. Allt i einu tekur hann eftir því að eftirfarandi tilvitnun úr Faðirvorinu hefur verið grafin á diskinn: „Gef oss í dag vort daglegt brauð.“ Honum verður hugsað til möðkuðu fæðunnar, og í bræði sinni yfir skilningsleysi yfirvaldsins reiðir hann diskinn til höggs og rekur hann af öllu afli í borðið, svo að hann mölbrotnar. Á þetta atriði leggur Eisenstein mikl áherzlu með því að nota rnjög Úr „Beitiskipinu Potemkin”. Nærmynd úr kvikmynd Eisestcins, „Verkfall”. birtingur

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.