Birtingur - 01.06.1967, Blaðsíða 43

Birtingur - 01.06.1967, Blaðsíða 43
niður þrepin í skipulagðri fylkingu og hefja skothríð á fólkið. Við sjáum barn skotið og móður þess ganga með það í fanginu upp þrepin móti hermönnunum, frávita af harmi og reiði. Við sjáum konu með barnavagn, myrta með köldu blóði, og í fallinu ýtir hún við barnavagninum, sem veltur niður þrepin. Þá, allt í einu, kemur skothríð frá herskipinu og bindur enda á hildarleikinn. Eftir þessa atburði kemur eins konar hlé eða milliþáttur, sem ég ræddi um áðan. Herskipið heldur út á hafið. Þetta er nótt eftirvæntingarinnar. Morguninn eftir mætir það herflotadeildinni, og árás er undirbúin. En ekkert verður úr átökum og sjóliðar beggja skipanna sameinast að lokum undir merki bræðralagsins. Alls staðar heyrist hrópað: „Bræður!“ Beitiskipið Potemkin er sennilega ljós- asta dæmið um mikilvægi myndskiptingar- innar. Kvikmyndin er mögnuð, einkum er það atriðið á Ódessa-þrepunum, sem sker sig úr og beinlínis hrífur mann nauðugan, vilj- ugan. Á seinni útgáfum myndarinnar hefur verið sett við hana tónlist, og má deila um það, hvort hún eigi yfirleitt rétt á sér, en alla vega gefur hún hinu títtnefnda atriði á Ód- essaþrepunum sterkari og magnþrungnari blæ. Október (frá 1927) hét næsta mynd Eisen- steins Og var gerð í tilefni 10 ára afmælis bylt- ingarinnar. Kvikmyndinni var fádæma vel tekið af gagnrýnendum, og skipar hún sess meðal klassískra kvikmynda Rússlands eins og margar aðrar myndir Eisensteins. Hjá Stalín sjálfum hlaut hiin ekki mikla náð, því hann lét skera hana niður um næstum því helming fyrir markað í Frakklandi, Eng- landi, Þýzkalandi og Ameríku. Handritið er gert eftir sögu John Reeds, Ten days that shook the world. I þessari kvikmynd var Lenín í fyrsta skipti leikinn, en einnig komu fram í myndinni ýmsir þátttakendur atburð- anna sjálfra. Fjöldagönguatriðin frá atburðunum á stræt- um Petrograd 1917 eru hápunktur myndar- innar. Þessi atriði, sem í senn eru sannferðug kvikmyndun á liðnum atburðum og gerð af listrænni fágun, þykja ódauðleg í sögu kvik- myndalistarinnar. Október hefur haft geysi- mikil áhrif á heimildarkvikmyndagerð síðari tíma, og hver sá, sem hefði hug á að gera mynd um rússnesku byltinguna, hlyti að grandskoða Október Eisensteins, og þó eink- anlega fjöldagönguatriðin. Með þessari kvik- mynd fann Eisenstein list sinni nýtt form, sem sameinaði myndun sannara atburða og eigin stílsmáta. Áður en Eisenstein hófst handa um gerð myndarinnar Október, byrjaði hann á kvik- mynd, sem hann nefndi Generallínan og BlkTINGOR 41

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.