Birtingur - 01.06.1967, Síða 8

Birtingur - 01.06.1967, Síða 8
þó hún sé oft nöpur og kaldglettin og þar eru líka fínir lýriskir tónar; hann er enn eitt dæmi um listamann sem hefur verið að reyna að girða sig með þröngri kenningu en striplast nógu mikið til þess að kafna ekki né visna í þeirri brynju. Sumir telja að hug- myndir Gombrowicz um leikritasmíð séu svo mikilvægar að jafna megi við Beckett og Ionesco. Eflaust hefur Gombrowicz haft áhrif á landa sína sem nú hafa orðið kunnastir af leikritum sínum einsog Rózewicz og Mrozek. Þó býr Gombrowicz í París og ég veit ekki til þess að verkum hans sé haldið fram í Pól- landi. Leikrit hans Yvonne fékk mjög góðar undirtektir í Varsjá þegar það var sýnt eftir að banninu var létt af verkum Gombrowicz við umbrotin og stjórnarskiptin 1956 þegar Gomulka kom til valda. Árið 1957 kom Ferdy- durke út í Póllandi tuttugu árum eftir að bók- in kom fyrst út og seldist upp á fáum dögum í tíu þúsund eintökum. Og önnur verk hans streymdu á markað í Póllandi: skáldsagan Transatlantic, smásagnasafn Bakakai og leikritin tvö sem voru nefnd áður. Og hinn víðfrægi pólski gagnrýnandi Sandauer talaði í pólska útvarpinu um Gombrowicz sem stolt þjóðarinnar. Skyndilega varð hljótt um hann aftur í Póllandi einmitt um það leyti sem áhugi vaknaði á Vesturlöndum á þessum höf- undi. Þegar ég var í Póllandi í fyrrasumar þótti mér ekki tekið mikið undir þegar ég talaði um Gombrowicz. Hinsvegar kynntist ég ofurlítið verkum ann- ars höfundar sem mér sýnist vera fyrirrennari Gombrowicz; Witkewicz sem var málari og skáld og leikritahöfundur, á undan sínum tíma sem rithöfundur en hann dó 1939 langt um aldur fram. Eftir þennan höfund sá ég tvo þætti í Varsjá á síðastliðnu sumri og skildist að þarna væri fyrirrennari Gombrowicz og raunar líka manna einsog Ionesco og Becketts, ákaflega sérstæður höfundur og einherji á sinni tíð; nú hafa verk hans verið vakin upp að nýju í Póllandi og reynt að bæta fyrir fá- læti fyrri tíðar. 2. En við skulum víkja í bili ræðunni að Slawo- mir Mrozek sem er af yngri kynslóð og kem- ur fram um það leyti sem hin mikla endur- skoðun hófst 1956, ádeiluhöfundur og hug- myndaríkur háðfugl og var í tengslum við stúdentaleikhúsin eða kabarettana þar sem um skeið var akur fyrir hina nýstárlegustu til- raunastarfsemi, og ennþá er margt forvitnilegt að gerast í þeim. í einu slíku leikhúsi var flutt leikritið eftir Alfred du Jarry: Ubu roi, eða Úbú kóngur; bráðskemmtilegt leikrit í anda absúrdismans 6 BIRTINGUR

x

Birtingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.