Birtingur - 01.06.1968, Síða 18

Birtingur - 01.06.1968, Síða 18
THOR VILHJÁLMSSON: RABBAÐ VIÐ ALCOPLEY ísland hefur eignazt ýmsa góða tengdasyni meðal listamanna sem auðga líf þjóðanna með anda sínum og list. Stundum kemur Askhenazí og gerir hjarta okkar ríkara með tónlist sinni. Málarinn og vísindamaðurinn Alcopley batzt íslandi sterkum böndum þegar hann kvæntist Nínu okkar Tryggvadóttur. Á renisanstímanum tíðkaðist að andans menn legðu í senn stund á margvíslegar greinar lista og vísinda þegar fræðin voru einfaldari. Það er eflaust fágætt á okkar dögum að einn maður verði frægur íyrir skerf sinn til lista og vísinda í senn. Svo er þó um Alcopley; auk frægð- ar sinnar sem myndlistarmaður hefur hann aflað sér mikils orðstírs fyrir rannsóknir í vís- indum og uppgötvanir sem þykja hinar merk- ustu; það er ekki á færi mínu að fjalla um þá Iilið á persónuleika og starfi Alcopleys. Þegar hann var hér á ferð í fyrrrasumar áttum við oft tal saman. Einn daginn sátum við í íbúð Nínu og hans í Grímsstaðaholtinu og sólin skein á Skerjafjörð og Álftanesið þaðan sem ættjörðin átti í eina tíð ekki að frelsast, það var þegar erlent vald var á Bessastöðum, útlendur hégómi. Og Keilir saxaði ský sem snöggvast tók af honum toppinn. Ég sat hjá þessum alúðlega manni og sá Ijóma dagsins draga fram smáa fjörlega gulbrúna depla í blágráum skýrum augum hans, og fjólublátt bindið fór vel við þetta alvarlega andlit, skyrta með grænum teinum, grár jakki. Stundum dró fyrir sólina og án þess væri sá ég skugga líða yfir þetta andlit og hugsaði: söknuðurinn. í uppsláttarbók um abstraktmyndlist eftir hinn kunna franska gagnrýnanda Michel Seuphor: Dictionnaire de la Peinture Abstraite segir meðal annars um Alcopley að það sé listamannsnafn tekið upp af dr. Alfred L. Copley sem sé fæddur f Dresden 1910. Fór til Bandaríkjanna 1937 og varð bandarískur borgari. Taldar eru fjölmargar sýningar hans víðsvegar um veröld. Verk Al- copleys, segir Seuphor, sé þáttur í hinni miklu hreyfingu kallígrafískri (byggt á ritteiknum) sem spratt upp í Austurlöndum en meðal túlk- enda hennar í hópi bandarískra listamanna má nefnaTobey, Kline ogTomlin. Teikningar Alcopley sem oft eru í mjög smáu formi hafa blæ ritteikna sem er í senn áhrifasterkur og fínlegur og býr yfir óvéfengjanlegum þokka. Þessum orðum fylgir litmynd eftir Alcopley. Við fórum að rifja minningar frá París þar sem ég hitti Alcopley fyrst á heimili þeirra Nínu á Montmartre, og við töluðum um lista- mannalífið í París og hvernig áhrifaveldá, Parísar sem heimsmiðju listarinnar hefði dvínað, einveldi Parísar hefði verið hnekkt. Alcopley sagðist hafa búið í París um sinn vegna þess að honum þætti vænt um borgina. Hún væri ekki lengur hin eina miðstöð lista 16 BIRTINGUR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82

x

Birtingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.