Birtingur - 01.06.1968, Síða 25

Birtingur - 01.06.1968, Síða 25
vegna hafa vísindin laðað mig að sér. Það sem er að gerasl í vísindum á okkar tímum er svo óheyrilegt og æsilegt að það er ómetanlegt að eiga hlutdeild í þesskonar ævintýri. Það eru fyrst og fremst hugmyndirnar sem heilla mig. En það er alltof mikið gert að því að eltast við einhverjar nýjungar sem eru kannski ekki neitt nýtt og kasta öllum gömlum hugmyndum fyrir róða bara af því þær eru gamlar. Eg er ekki á móti þessu unga fólki en mér finnst það margt ganga of langt til þess að seilast eftir því að heita avant-garde í listinni. Það er eng- inn avant-garde lengur í þeim skilningi sem var áður, til dæmis á fyrsta hluta aldarinnar, framúrsveit sem braust út úr logninu og kyrr- stöðunni í kringum sig. Nú er fólk orðið svo alvant breytingunum og hugur þess stilltur inn á þær, gífurlegum breytingum: tæknibylt- ingar, styrjaldir, ægilegar þjáningar fólks, tor- tímingar í svo hrikalegum mæli og svo snöggt. Enginn hneykslast framar, að minnsta kosti ekki á listamönnunum. Það er fáránlegt þegar þetta fólk er að reyna að hneyksla sem virð- ist ætla að nota hneykslunina sem lielzta áhrifsbragðið, þetta liappeningsfólk og pop. Stóryrðin eru ekki lengur stór orð. Þau hneyksla ekki lengur. Veruleikinn í okkar lífi er svo uggvænlegur og hneykslandi að hneykslunarviðleitni í list ýtir ekki við okkur, lteldur bara það horn veruleikans sem við getum náð að spenna. Það er verið að hlaupa eftir tízkum og þegar loksins er búið að hlaupa þær uppi þessar snöggvöktu tízkur þá eru þær þegar passé, afturúr. Eg er ekki trúaður á þessar happenings sem þeir voru með, þær eru of mikið stundarfyrirbæri og þar er ekki verið að leita eftir neinu sem eigi að endast. Þar er enginn áhugi á því sem geti varað held- ur bara að svara stundarboðum og gera gaura- gang, þetta er nýtt skemmtanaform og miðar að því að espa upp stundarhrif eða æsing, og láta alla taka þátt í því. Það kemur að miklu merkilegri happenings í framtíðinni þar sem milljónir taka þátt, segjum þegar verður skot- ið eldflaugum til tunglsins með tuttugu mill- jón manns, það verður sýning sem enginn lista- maður getur keppt við. Annars ætti listin aldrei að keppa við vísindin og tæknifræðina heldur halda sér að manneskjunni og kanna djúp hennar, listamaðurinn á að láta sig varða um vísindin en ekki keppa við þau. Margt ungt fólk er alveg gapandi út af allskonar tæknibrellum og því sem við köllum gadgets í Ameríku og setja slíkt á stall og dýrka það einsog guð og komast svo ekki lengra til þess að átta sig á veruleikanum, veruleikinn endar í einhverskonar hálfvísindalegum hreyfimynd- um en gleyma því að þeir sem listamenn geta alls ekki keppt við hina vísindalegu tækni í alheimi sem maðurinn hefur smíðað sér. Það íiirtingur 23
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82

x

Birtingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.